Studia Islandica - 01.06.1986, Page 263
261
Gunnari í ljóðum hans en einnig smásögunni Gyðjan, sem
er bitur og háðsk úttekt á konunni og haldleysi ástarinnar.
Fléttan er fitjuð á sama hátt og í Ást og auði, en tilfinninga-
semi haldið í skefjum enda er afhelgunin meiri. Fróðlegt er
að bera söguna saman við kvæði, sem nefnist „Kransinn“
(58-60) og er rómantískur óskdraumur. í»ar syngur Jóhann
Gunnar konunni lof og líkir henni við goðumlíka Freyju.
Margir bjóða þessari goðveru gull og græna skóga vilji hún
þýðast þá en hún gegnir engum. Skáldið á enga veraldlega
eign til að bjóða, en kveður henni þess í stað raunaleg
kvæði, og viti menn: hún krýnir það blómsveig ástar
sinnar. Því er ekki að heilsa í sögunni. Þar á sá konu sem
kaupir. Kvenhetjan selur ást sína þeim sem hæst býður á
markaðstorginu. Sagan er háðsk, eins og fyrr segir, en þó
ekki köld, því lesandinn skynjar sársaukann loga, sársauk-
ann yfir því að ástin skuli vera jafn laus í sér og raun ber
vitni.
í upphafi er sögumanni gengið inn í kirkju, þar sem
haldið er brúðkaup. Fegurð brúðarinnar situr enn í huga
hans þegar hann skömmu síðar rekst inn til kunningja síns,
Þorsteins. Flann þekkir brúðina og segir sögumanni sögu
þeirra. í æsku hafði hann hrifist af blíðu hennar, bláum
augum, ljósum vanga og hárflóði: „Pá voru tilfinningar
mínar hreinar og helgar. Það er ég viss um.“ (203) Síðan
höfðu skilið leiðir uns þau bar saman að nýju í Reykjavík,
þar sem Þorsteinn stundaði nám. Þau trúlofast og nýr
heimur opnast, hamingjan hreinsar sorann úr sál Þorsteins
og opnar augu hans fyrir siðspjöllum mannanna. Líkt og í
Ást og auði neyðast elskendurnir til að skilja um tíma og
þegar fundum þeirra ber saman á ný er unnustan gjör-
breytt. Þorsteinn kemst að því svo um munar að valt er vífs
lund að trúa, að stúlkan hans er engin gyðja heldur „algeng
kona“, kýs fremur líkamlega vellíðan en ástardraum og
tekur góða stöðu í samfélaginu fram yfir ótrygga framtíð
með Þorsteini. Efnaður skóari í bænum hafði beðið stúlk-
unnar og um leið borið í hana óhróður um elskhugann.