Studia Islandica - 01.06.1986, Page 268
266
yfirgefa hana ekki, þær sömu „sífellt stöðugar og stöðugar,
óbreyttar og ekkert nýtt í þeim annað en beiskjan.“ (201)
Hún færist „fjær umheimi og öðrum mönnum“, sekkur inn
í sjálfa sig og yfir andlitið kemur „þessi einkennilegi, hálf-
harðneskjulegi blær, sem oft sést á geðveiku fólki.“ (201)
Líf hennar verður að óbærilegri prísund því, eins og Erich
Fromm hefur sagt, þá yrði maðurinn geðveikur gæti hann
ekki seilst út og sameinast með einhverjum hætti öðrum
mönnum, heiminum fyrir utan.
Sorgin verður fyrst meðvituð um sjálfa sig þegar ham-
ingjan reynist óendurkræf. Á því augnabliki, þegar uggur-
inn breytist í vissu, verður glötunarkenndin til, lík og þó
allsendis ólík þeirri, sem fylgir algleyminu. í verkum ein-
stakra höfunda tekst manneskjunni að rísa upp úr kennd-
inni og vinna úr henni nýtt líf, aðskilnaðarsársaukinn
hverfur að vísu ekki en breytist gjarna í angurvært þung-
lyndi, sorgin verður þýð og mjúk. Oftast nær kallar hún þó
á æði eða tortímingu í verkum íslenskra höfunda. Sorgin í
þeim er köld og hörð þjáning, manneskjan sogast inn í
dimmleitan og demónskan heim einangrunar og
sjálfsmorðs. Fjöldi þessara verka gefur til kynna að íslend-
ingar hneigist til hins algera eða absólúta, þeir setji jafnað-
armerki á milli ástríðu og lífs, kunni sér ekki „meðalhóf“
og geri kröfu um allt eða ekkert. Af þeim sökum sætir það
nokkurri furðu hversu fáum tekst að gefa verkum sínum
tragíska dýpt. Skýringuna þarf þó ekki að sækja langt. í
upphafi þessarar bókar var tekin líking af eyðimerkurferð
og sagt að í augum rómantíkersins væri vinin veruleiki
merkurinnar en sandfokið stundleg kvöð eða blekking.
Afstaða íslenskra raunsæismanna, þeirra sem lengst
gengu, var í grundvallaratriðum hin sama, því þeir drógu
ekki ástarhugsjónina í efa, áttu sér draum um útópíu á jörð
og trúðu, þrátt fyrir allt, á möguleikann. Mótsetningar
mannlífsins voru í þeirra augum tímanlegar.
Breytt skilgreining mannsins opnaði tragedíunni leið að
nýju inn í íslenskar bókmenntir. í Fjalla-Eyvindi (1912) og