Studia Islandica - 01.06.1986, Page 273
271
loft. Hún tengist einstaklingi, sem ýmist kemur að utan inn
í samfélagið eða ógnar því innan frá með því að virða að
vettugi leikreglur þess. 2) Smám saman tekur háskinn á sig
form og birtist loks í brotlegum verknaði. 3) Brotið leiðir
síðan til útlegðar og / eða dauða brotamannsins.
í leikritunum þremur tengist brotið ævinlega ofmetnaði
og ást í senn. Söguhetjurnar stefna sjálfum sér gegn tak-
mörkun lífs og samfélags í von um frelsi, vald og ást. í
þeim tilgangi taka þær líf til að auka líf sitt og/eða ann-
arra, þær reyna að snúa fljótsstraumnum upp í móti, verða
mannguðir. Þetta tragíska ferli er túlkað á listrænastan hátt
í Fjalla-Eyvindi, eins og gagnrýnendur hafa margoft bent
á. Þannig segir Sven Söderman til dæmis í grein árið 1919:
Och han [Jóhann] har med överraskande dristighet lyckats gripa den trag-
iska visionen och stállt inför vára ögon tvá mánniskors ur lust i nöd samman-
fláttade öden pá ett sá allmángiltigt och motságelselöst sátt, att vi fatta bild-
en som en symbol och ett ögonblick tycka oss varsebliva en av de eviga
lagar, efter vilka vi alla fullborda vár tillvaros kretslopp.124
Landafræði Fjalla-Eyvindar er, eins og fyrr segir, um
margt skyld landafræði Höllu og Heiðarbýlisins eftir Jón
Trausta. Tveimur heimum slær saman: sveit og óbyggð,
skipulögðu samféiagi og kaótískri náttúru. Hins vegar er
samband sálar- og umhverfislýsingar miklu nánara í leikrit-
inu. Vitund og umheimur falla nánast í eitt því að ytri fyrir-
bæri eru látin kveikja grun um eða tákna huglægt landslag:
tilfinningar, sértækar hugmyndir. Aðferð skáldsins mætti
kenna við tilfinningalegt eða expressioniskt raunsæi.
í fyrstu tveimur þáttum leiksins er dregin upp mynd af
friðsælu og hversdagslegu dalalífi, ræður fólks snúast um
daglegt amstur, tilfinningar þess smágerðar og samskiptin
reglubundin og vinsamleg. í fyrri þættinum er sögusviðið
baðstofa í bæ Höllu en hinum síðari við rétt í sveitinni. Blá
fjöll ber við himin, líkust fyrirheitum um annað líf, annan
heim. Birtan eykst enn í þriðja þætti, sem gerist á fjöllum
eftir flótta elskendanna. Umhverfið er fagurt og sér í heið-