Studia Islandica - 01.06.1986, Page 274
272
an himín. Við lok þáttarins leggja þau enn á flótta en nú
inn í dimmleitan auðnarheim því í fjórða þætti er sögusvið-
ið dimmur moldarkofi á öræfum. Eina skíman kemur um
snjódimman skjá og úti fyrir er hríðarbylur. í stað marg-
raddaðs kórs heyrast nú aðeins tvær voldugar raddir.
Sviðsmyndirnar sýna á táknrænan hátt sálræna fram-
vindu Höllu og Eyvindar. í upphafi lifa þau í friðsælu sam-
býli við aðra, ást þeirra er bernsk, umhverfið gjöfult og
jákvætt. Undir lokin hafa þau hrakist inn í ófrjósamt eyði-
land, þar sem hlutskiptið er sársauki, skortur og einangr-
un. Jafnframt hefur ástarsælan breyst í martröð og hatur.
Líkt og hetjur gömlu harmleikjanna eiga Halla og Eyvind-
ur í höggi við tvíhöfða þurs. í fyrsta lagi fjandsamlegt sam-
félag. í öðru lagi ómennska náttúru eða tilverulögmál.
Þessi þurs eyðileggur hina mennsku viðleitni þeirra og snýr
reglu í formlausan óskapnað, kemur þó ekki aðeins að
utan heldur og innan úr sálarlífi þeirra. Þau eru ofurseld
öflum, sem búa innra með þeim sjálfum um leið og utan
þeirra.
Hin friðsæla samfélagsmynd fyrsta þáttar geymir þá mót-
setningu, sem síðar skapar klofning. Halla, sem er ekkja
eftir efnabónda, stendur á milli tveggja gjörólíkra manna:
Björns hreppstjóra, hrottafengins fulltrúa laga og reglu,
sem sækist eftir að sameina eignir þeirra og býður henni
félagslegt öryggi; Eyvindar, sem kemur utan úr fjarlægð-
inni, öllum ókunnur og bláfátækur. Valið reynist þó Höllu
auðveit, því að Eyvindur er fyrirheit um annað líf og vekur
ævintýraþrána, drauminn um frelsi undan daglega okinu.
Þegar upp kemst að hann er strokuþjófur ákveður Halla að
leggja allt í sölurnar og fylgja honum í sekt og útlegð, þótt
hún brjóti með því gegn öllum grundvallarreglum og geri
sjálfa sig að vargi í véum. Ákvörðun hennar er í senn til-
vistarlegt og félagslegt uppgjör. Hún vill lifa lífsundrið í
sjálfri sér og það getur hún ekki innan ramma samfélags-
ins. Segja má að Eyvindur sé fremur tæki en markmið því
að hún fylgir honum öðru fremur sjálfrar sín vegna. Hinn