Studia Islandica - 01.06.1986, Page 275
273
erótíski draumur er henni leið til að verða til, og upplifa
sjálfa sig. Pannig segir hún í þriðja þætti: „Ég hef gefið
manninum mínum allt - samvizkuna líka. Ég get lifað, þó
honum þyki ekki alltaf eins vænt um mig. - En hætti ég að
elska hann, þá dey ég.“ (177) Þessi algera krafa gerir Höllu
að tragískri persónu. Hún heldur inn á braut þaðan sem
engin leið liggur til baka. Líkt og Galdra-Loftur er hún
guðmenni, sem ekki getur lifað í málamiðlun.
Eyvindur er steyptur úr öðrum málmi. Hann er enginn
uppreisnarmaður líkt og Halla, því „meðfædd tilhneiging
og fátækt“ höfðu gert hann að þjófi. Andstætt HöIIu er
hann veiklundaður, grunnfærinn og bundinn viðtektum,
miðlungsmaður, sem beygir sig undir örlög sín. Þessi mis-
munur elskendanna á stóran þátt í harmleiknum. Halla,
sem heillast í upphafi af lífsorku Eyvindar, kemst um síðir
að raun um að hann er fyrirheitið einbert, að hann skortir
bæði dýpt og festu og er í raun lítið annað en umhverfi í
líkama, tilfinningar hans bundnar ytri aðstæðum.
Ástum Eyvindar og Höllu er lýst á ljóðrænan hátt í
fyrstu tveimur þáttum verksins. Tungumálið er rómantískt
og fullt af listrænum líkingum, tilfinning og náttúra falla
saman í röð bjartra mynda, líkt og í rómantískum ástar-
ljóðum. Þetta tungumál er þó fleygað af illsvitum og við-
vörunum, svo að spenna skapast í textanum á milli hug-
sjónar og veruleika. Gott dæmi er mynd öræfanna. í aug-
um elskendanna eru þau ósnortinn paradísarheimur, sem
bíður síns Adams og sinnar Evu, eða eins og Eyvindur seg-
ir á einum stað: „Jöklarnir liggja eins og hvít, ónumin lönd
inni í sandhafinu." (146) Hann gyllir minningu sína og
Halla von sína. í beggja augum er samfélagið demónsk
andstæða þessa vonarlands og flóttinn til fjalla sama og
paradísarheimt. Raunsæi Arngríms holdsveika myndar
andstæðu við þennan draum. Tungutak hans er og klass-
ískt með rót í fornum skáldskap: „Fjarlægðin gerir fjöllin
blá og mennina mikla,“ (117) og: „Enginn getur flúið ör-
lögin, þó hann væri léttstígari en vindurinn.“ (134)
18