Fréttablaðið - 13.03.2021, Side 12

Fréttablaðið - 13.03.2021, Side 12
RÚSSLAND Rússneski stjórnarand- stæðingurinn Aleksei Navalný var færður úr fangelsi þar sem hann var í sóttkví. Þetta segir Vadim Kobzev, einn af lögfræðingum Navalny, í viðtali við fréttastofu Reuters. Kobzev seg ist ha fa heim- sótt Navalný í fangelsið á fimmtu- daginn, en degi síðar hafi annar lögfræðingur  í teyminu fengið þær  upplýsingar  að  Navalný hafi verið færður en ekki fengið svar um hvert. Ríkisfréttaveita Rússlands greindi síðar frá því að hann væri nú í nærliggjandi fangabúðum. Navalný var handtekinn í síðasta mánuði og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsisvist fyrir meint brot á skilorði. Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli víða til stuðnings Navalný. – atv Navalný var handtekinn í síðasta mánuði og dæmdur í fangelsi fyrir skilorðsbrot. Þjóðarframleiðslan dróst saman um tæp 3 prósent í janúar. BRETLAND Útflutningur Bretlands til Evrópusambandslanda féll um rúmlega 40 prósent í janúar og inn- flutningur um tæp 29 prósent. En janúar var fyrsti mánuðurinn eftir að aðlögunartímabilinu lauk vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusam- bandinu. Þetta er hæsta fall í inn- og útflutningi Bretlands í áratugi. Alls féll þjóðarframleiðslan um 2,9 pró- sent samkvæmt hagstofu Bretlands. Hluti af ástæðunni fyrir minnk- andi vöruskiptum er að heild- salar beggja vegna Ermarsundsins höfðu birgt sig upp af varningi fyrir áramót. Þetta gildir þó ekki fyrir ferskvöru eins og fisk f luttan frá Bretlandi og grænmeti f lutt frá Evr- ópu. Önnur stór breyta er truflanir á landamærunum og mikið skjala- fargan sem hafa haft mikil áhrif á vöruskipti, ekki síst með ferskvöru. Þó að minnkun þjóðarframleiðsl- unnar í janúar sé mikil í sögulegu samhengi er hún minni en bresk stjórnvöld áttu von á. Búist var við að hún myndi falla um allt að 4,9 prósent. Talið er að faraldurinn skipti þar mestu og þau högg sem breskum efnahag hafa verið greidd í faraldrinum. Í apríl, þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir, féll þjóðarframleiðslan um 20 prósent. Stjórnvöld búast við að vöru- sk ipti v ið Ev rópusambandið aukist aftur þegar uppsafnaðar birgðir dvína og fyrirtæki aðlagist breyttu kerfi á landamærunum. Talsmenn atvinnulífsins hafa hins vegar áhyggjur af því að vandinn verði viðvarandi. Bæði vegna lengri afhendingartíma og aukins kostnaðar. Þá er tollgæsla á landa- mærunum ekki enn komin í það horf sem hún á að vera samkvæmt lögum og á þessu ári verður eftirlit og flækjustigið aukið. – khg Hrun í vöruskiptum Eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hefur orðið hrun í vöruskiptum milli Breta og ríkja sambandsins. Meðal ástæðna er birgðasöfnun heildsala. NÁTTÚRUHAMFARIR Matthias Vogt sem rekur þyrluþjónustuna Volc- ano Heli segist finna fyrir miklum áhuga á mögulegu eldgosi á Reykja- nesskaga erlendis frá. „Fyrirtækja- nafnið leiðir til þess að erlendir fjöl- miðlar hafa áhuga,“ segir Matthias, um áhuga erlendra fjölmiðla á sam- starfi við fyrirtæki hans ef það færi að gjósa á Reykjanesskaga. Einhverjir fjölmiðlar eru komnir til landsins og von á fleirum komi til eldgoss á næstu vikum en Matthias sem kemur frá Liecht enstein seldi meðal annars efni til fjölmiðla í gosinu í Holuhrauni árið 2014. „Þessar fréttir af mögulegu gosi hafa vakið athygli úti um allan heim. Það var fréttaf lutningur af þessu í Bandaríkjunum og Evrópu og margir bíða spenntir eftir hvað gerist næst.“ Aðspurður tók hann undir að fjölmiðlamenn gætu fjöl- mennt til landsins fari að gjósa. „Ég veit að það eru tveir fjöl- miðlamenn staddir á Íslandi vegna ástandsins. Svo eru margir gos- gemlingar (e. volcano hunters) sem gætu reynt að komast til Íslands ef gosið hefst. Þau reyna að sjá öll eld- gos sem hægt er að sjá. Ég kynntist nokkrum gosgemlingum í eldgos- inu í Holuhrauni, þau eru mjög spennt eftir fréttum og sum eru til- búin að ferðast til Íslands ef það fer að gjósa.“ Nokkrir hafa sent fyrirspurnir um sóttkví til Vogt sem bendir áhugasömum á regluverk íslenskra stjórnvalda. „Það hafa komið þó nokkrar fyrirspurnir að utan um sóttkvína. Einhverjir hafa velt fyrir sér möguleikanum á vinnusóttkví en ég hef bara bent þeim á opinber- ar leiðbeiningar um sóttkví.“ – kpt Fjölmiðlar ytra spyrja mikið um eldgos JAPAN Fimm fyrrverandi forsætis- ráðherrar Japans hafa lýst yfir að landið ætti að hætta allri kjarn- orkuframleiðslu. Þetta kemur fram í sameigin- legri yfirlýsingu þeirra sem gefin var út á fimmtudaginn, þegar tíu ár voru liðin síðan jarðskjálfti og f lóðbylgja riðu yfir Japan og ollu neyðarástandi í kjarnorkuveri í Fukushima-héraði. Þá létust um 16 þúsund manns og um hundrað þúsund flúðu heimili sín. Framtíð kjarnorku í landinu hefur verið mikið rædd að undan- förnu og hefur Yukio Edano, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Japan, talað fyrir útrýmingu kjarnorku í land- inu. Hann viðurkennir þó að það verði ekki auðvelt verk „Á þessum tíu árum höfum við séð að japanskt samfélag getur þrifist án kjarnorku- vers. Ég vil búa til samfélag sem reiðir sig ekki á kjarnorku,“ sagði Edano á blaðamannafundi í vik- unni. – atv Japanir efast nú um kjarnorku Hreinsunaraðgerðir standa enn yfir í Fukushima. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Navalný færður í fangabúðir Ginsburg komin til Brooklyn Stytta af Ruth Bader Ginsburg, fyrrverandi dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna, var af hjúpuð í Brooklyn í New York í gær. Styttan var gerð af listamönnunum Gillie and Marc en það voru demókratarnir Rodneyse Bichotte Hermelyn, þingkona á ríkisþingi New York og Eric Adams, borgarfulltrúi í New York borg, sem af hjúpuðu styttuna. Ginsburg lést 18. september 2020 og hefði orðið 88 ára næsta mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Boris Johnson undirritaði samning við ESB í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.