Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 22
Löng fæðing Ásgrímur fer í þáttunum tíu í gegnum sögu íslenskra kvik- mynda frá byrjun tuttug- ustu aldar til okkar tíma. Fyrsta þáttinn nefnir hann Langa fæðingu og þar er fjallað um bíómyndir sem gerðar eru frá fyrri hluta tuttugustu aldar fram undir lok sjötta áratugar- ins, ásamt helstu heimildar- myndum þessara tíma. Meðal annars er rýnt í myndirnar Fjalla-Eyvind, Sögu Borgarættar- innar, Ævintýri Jóns og Gvendar, Höddu Pöddu, Björgunarafrekið við Látrabjarg, Síðasta bæinn í dalnum og Sölku Völku. RÚV sýnir fyrsta þátt af tíu í sjónvar ps-þáttaröðinni Ísland: bíóland á sunnudags-kvöld, en í þeim rekur k v i k my nd a ge r ð a r - maðurinn Ásgrímur Sverrisson sögu íslenskrar kvikmyndagerðar sem er ekki styttri en svo að á annað hundrað viðmælenda koma við sögu í þáttunum og aðstoða hann við að fylla upp í sögu sem er merki- lega umfangsmikil og marglaga. „Drottinn minn almáttugur, þetta er náttúrlega svo gígantískt verk- efni. Hvernig á ég að klára þetta?“ segir Ásgrímur og hlær, þegar hann viðurkennir að þótt hann þekki við- fangsefnið inn og út hafi verkefnið Ísland: bíóland framkallað slíkan verkkvíða að honum hafi í upphafi þótt það yfirþyrmandi. „Það má segja að heildarferlið sé fimm ár og þar af meira og minna stanslaus vinna í fjögur ár. Maður hefur aldrei verið svona lengi að í einu við eitt verkefni. Eina leiðin til að gera það var að horfa bara á einn dag í einu.“ Þannig tókst honum að kljúfa ósköpin öll niður í tíu afmarkaða efnisþætti og RÚV frumsýnir þann fyrsta á sunnudagskvöld, þegar hann byrjar að rekja sig gegnum sögu íslenskra kvikmynda frá byrj- un tuttugustu aldar til dagsins í dag. Eða svo gott sem. Kvikmyndasaga þjóðar „Af því að þetta hefur ekkert verið gert svona áður þá vildi ég í raun- inni hafa þetta línulega frásögn þannig að áhorfandinn gæti fylgst með hvernig þetta varð til,“ segir Ási og leggur áherslu á að hann hafi allt- af hugsað þættina fyrir almenning. „Þetta er í rauninni alþýðu- fræðsla, skilurðu? Eða, þetta er fyrir fólkið í landinu. Þetta er ekki fyrir bíónörda. Ég hugsa þetta fyrir áhorfandann heima í stofu og mig langar að segja fólkinu þessa merki- legu, margræðu og flóknu sögu sem er um leið okkar saga líka. Þetta er saga okkar allra og margir eiga minningar um ýmsar myndir og um leið eru þeir minntir á ákveðin tímabil í sínu lífi þann- ig að þetta er svona tímaferðalag í dálítið margræðum skilningi og stóra spurningin sem hangir kannski yfir þessu öllu, er hvernig íslenskum kvikmyndum hefur tek- ist að spegla lífið í þessari íslensku reynslu. Bæði innra með fólki, í sál þess, og ytra, í lýsingum á umhverfi okkar og aðstæðum.“ Í upphafi var morðið Ási sá fyrir sér að áhorfandinn gæti með þáttunum fengið að upplifa hvernig kvikmyndagerðin á Íslandi þróast og þenst út. Hvernig ákveðin tímabil verða mjög áberandi í sög- unni. „Og síðan bara áfangar hér og þar þangað til hún verður að því sem hún er í dag.“ Ekki þurfi að fjölyrða um hversu gríðarlegum breytingum kvik- myndagerðin hafi tekið og gildi þá einu hvort horft er til byrjunar- innar í upphafi 20. aldarinnar, eða íslenska kvikmyndavorsins fyrir einhverjum 40 árum eða svo. „Það var náttúrlega rosalegur munur að fara frá því að fá nánast enga mynd árum saman. Morðsaga kom þarna rétt á undan, 1977, og er auðvitað tvímælalaust hluti af þessu kvikmyndavori. Hún er vorboðinn, ef það má orða það svo,“ segir Ási og bendir á að næsta mynd þar á undan hafi verið 79 af stöðinni frá 1962. „Morðsaga fékk alveg gríðar- lega aðsókn og svo komu fyrstu myndirnar þremur árum síðar og þær fengu allar alveg brjálæðislega aðsókn. Um það bil 100 þúsund manns bara á hverja mynd. Það tímabil hélst síðan í nokkur ár og svo fór svona hægt og rólega að draga úr þessum ofboðslega áhuga sem var í rauninni út úr öllu korti.“ Kvikmyndavorið hófst á Morðsögu Ásgrímur Sverrisson hefur eytt síðustu fimm árum í að taka saman sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Um 100 klukkustundir af efni enduðu í tíu þátta röð sem hefur göngu sína um helgina. „Ég hef náttúrlega aldrei lent í eins yfirgripsmiklu verkefni sem hefur tekið jafn langan tíma,“ segir Ásgrímur Sverrisson, um þáttaröðina Ísland: bíóland. Hann leikstýrir, skrifar handrit og er þulur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ási bendir síðan á að þótt gengi íslenskra mynda hafi verið misgott í seinni tíð þá sé „bara raunin þegar upp er staðið og horft yfir sviðið sú, að áhugi Íslendinga á íslenskum myndum er mjög mikill.“ 100 klukkustundir Ekkert virðist heldur vanta upp á áhugann á sögu íslenskra kvik- mynda, ef marka má viðbrögðin sem Ási hefur fengið við hug- myndinni að þáttunum. „RÚV tók okkur fagnandi alveg bara strax frá byrjun og þarna eru náttúrlega viðtöl við meira eða minna f lesta íslenska leikstjóra, svo er eitthvað af gömlum viðtölum við þá sem eru horfnir nú þegar. Við tókum upp alveg gríðarlegt magn af viðtölum. Ég held við séum með einhverjar 100 klukkustundir af viðtölum og af þeim eru kannski fjórar til fimm í þáttaröðinni. Við vonumst líka til þess að geta gert það efni aðgengilegt síðar. Bara á einhverjum vef eða eitthvað. Bara upp á framtíðina. Söguna. Ef fólk vill eitthvað pæla í þessu, eða fræði- menn jafnvel stúdera þetta seinna. Það verður að huga að aðgengi að frumheimildum.“ Þá segist Ási vonast til þess að þættirnir verði til þess að vekja upp minningar, endurnýja áhuga einhverra á eldri myndum. „Og viðhalda þannig þessum áhuga á íslenskri kvikmyndasögu. Hún spannar hér um bil 120 ár núna og þrátt fyrir að hún sé ekki mjög stór þá er hún áhugaverð, vegna þess einmitt að þarna er verið að segja söguna um okkur.“ Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is C120.7-6 PCAD Verð áður 34.900 kr. Tilboðsverð 24.430 kr. Premium 180-10 Verð áður 123.800 kr. Tilboðsverð 86.660 kr. C125.7-6 PC X-tra Verð áður 32.800 kr. Tilboðsverð 22.960 kr. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1100 | Austurvegi 69 | 800 Selfossi | 480 1306 | Olís Njarðvík | 260 Reykjanesbæ | 420 1000 | rekstrarland.is C135.1-8 PC Verð áður 39.799 kr. Tilboðsverð 27.859 kr. LAGERHREINSUN Á NILFISK HÁÞRÝSTIDÆLUM 30%AFSLÁTTUR 1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.