Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2021, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 13.03.2021, Qupperneq 28
Kinan Kadoni f lúði heimili sitt í Sýrlandi f y r ir r ú mu m t íu árum síðan. Síðan þá hefur hann hvorki farið aftur heim né hitt alla fjölskylduna sína saman. Fjölskyldan hans er dreifð um heiminn og einn bróðir hans enn í Sýrlandi. Á mánudaginn eru tíu ár frá því að þar hófst borgarastyrjöld og hún geisar enn. Spurður um lífið fyrir stríð segir Kinan að það hafi verið ósköp venjulegt. Hann bjó hjá foreldrum sínum, með bræðrum sínum, og for- eldrar hans voru bæði útivinnandi. „Lífið var gott svo lengi sem þú skiptir þér ekki af pólitík. Bara lifa og vinna, en það var samt ekk- ert í lagi. Lögreglan stjórnaði með ógnarstjórn og leyniþjónustan var alls staðar. Það mátti ekki tala um ákveðna hluti upphátt og manni leið alltaf eins og það væri einhver að fylgjast með. Þannig að það var ekki allt í lagi,“ segir Kinan. Hann segir að það hafi verið nauðsynlegt að skipta um stjórn en engan hafi órað fyrir því að það endaði svona. Bashar al-Assad, for- seti Sýrlands, og fjölskylda hans, hafa stjórnað landinu í um 50 ár og þegar hann tók við vonaðist fólk eftir breytingum. Hann hafi verið nýfluttur heim frá Englandi, en svo hafi hann eiginlega breyst í föður sinn. „Undanfarið höfum við séð myndir af syni hans æ oftar, sem segir mér að það sé verið að undir- búa hann til að taka við,“ segir Kinan. Bjóst ekki við svo löngu stríði Kinan f lúði einn aðeins 21 árs og endaði í Belgíu þar sem hann sótti um og fékk hæli. Hann var þar í nokkur ár og fór svo að vinna á eyjunni Lesbos í Grikklandi við móttöku f lóttamanna þegar f lóttamannakrísan stóð sem hæst þar árið 2015. Þar kynntist hann íslenskri konu og endaði á því að elta hana hingað til Íslands. Hér býr hann nú, með henni, og starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar við að aðstoða f lóttafólk og inn- f lytjendur. Aðspurður hvort hann hefði nokkurn tíma órað fyrir því að tíu árum eftir að stríðið braust út þá yrði það enn í gangi, segir Kinan að hann hafi ekki einu sinni hald- ið að það myndi endast í nokkra mánuði. „Ég bjóst aldrei við því að það myndi byrja. Alls ekki. Og svo þegar það byrjaði héldum við öll að þetta myndi taka svona tvö ár en svo allt í einu eru tíu ár liðin og þetta er enn í gangi,“ segir Kinan. Fréttum og umfjöllun um stríðið hefur farið fækkandi undanfarin ár og telur Kinan að það megi líklega rekja til þreytu. Fólk hafi orðið þreytt á því að heyra um stríð sem aldrei virtist ætla að taka enda. „Þetta varð leiðinlegt umræðu- efni. Það eru svo margir að skipta sér af stríðinu. Sýrland, Sýrlands- stjórn, Íranar, Rússar og f leiri og ég held að þetta hafi verið orðið of f lókið fyrir fólk,“ segir Kinan. Þegar Kinan kom til Belgíu, 21 árs, beið hann í tvö og hálft eftir að umsókn hans um hæli væri sam- þykkt. Hann var þar alls í um sjö ár og vann við ýmis störf. „Ég hef ekki farið til Sýrlands frá því að ég fór,“ segir Kinan og segir að það séu margar ástæður þar að baki. Í fyrstu var hann ekki með vegabréf en svo fékk hann að lokum sýrlenskt vegabréf, þegar efnahagurinn var á niðurleið í landinu, sem þó enginn samþykkti og hann gat ekki ferðast með. „Það kostaði mig 800 evrur og var eiginlega gagnslaust,“ segir Kinan. Fór til Lesbos í sjálfboðastarf Hann segir að árið 2015 hafi belg- ískt par sem var starfandi á Lesbos sent honum skilaboð um hvort hann vildi koma til eyjunnar til að túlka arabísku og aðstoða vegna þess stóra hóps f lóttamanna sem flúði land yfir Miðjarðarhafið og til Evrópu. Fyrst gat hann ekki farið því vegabréfið var ekki enn komið en þegar það kom þá ákvað hann á slá til. „Ég fór þangað og bauð mig fram í sjálfboðastarf og hitti þar íslenska konu á Lesbos. Það voru margir sjálf boðaliðar og ein þeirra var Þórunn Ólafsdóttir og hér erum við í dag, á Íslandi,“ segir Kinan og hlær. Eftir að þau f luttu heim bjuggu þau í eitt og hálft ár á Blönduósi við að aðstoða flóttamenn sem þangað komu og nú starfar hann fyrir Reykjavíkurborg við að aðstoða innflytjendur eða flóttamenn sem tala arabísku. „Við setjum saman hóp af tólf manns til að vinna með í um fimm eða sex vikur. Ég hef samband við félagsráðgjafa og við lærum saman íslensku, um vinnumarkaðinn, kynjajafnrétti og um íslenskt sam- félag. Ég fæ á sama tíma að vita reynslu þeirra og menntun og upp úr þeim upplýsingum reynum við að finna handa þeim starf,“ segir Kinan. Hann segir að þau séu búin með einn hóp og að einhverjir séu nú þegar byrjaðir að vinna og að í síðustu viku hafi þau byrjað með annan hóp. Fór áður en stríðið hófst Spurður hvort honum finnist það óraunverulegt að hann hafi þurft að f lýja heimili sitt fyrir tíu árum þegar hann er hér, segir Kinan að það sé stutt spurning en að svarið sé flókið. BORGIN MÍN ER GER- BREYTT OG ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ EYÐILEGGJA HEIMILI MITT. SKÓLINN MINN ER EYÐILAGÐUR. VINIR MÍNIR ERU SUMIR LÁTNIR, SUMIR FLÚÐU OG AÐRIR ERU ENN ÞAR, FASTIR Það Sýrland sem ég kem frá er ekki lengur til Á mánudag eru tíu ár frá því að borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi. Kinan Kadoni flúði heimili sitt í Sýrlandi rétt áður en hún hófst og hefur ekki getað farið heim síðan. Fjölskyldan hans er dreifð um heiminn og hefur ekki hist öll í þessi tíu ár. Kinan fékk hæli fyrst um sinn í Belgíu og var þar í sjö ár, en endaði síðar á Íslandi. Lovísa Arnardóttir lovisaa@frettabladid.is Bræður Kinans búa í Þýskalandi og gátu heimsótt hann til Belgíu. Kinan segir að hann hefði aldrei órað fyrir því að stríðið í Sýrlandi myndi enn geisa eftir tíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kinan á ferðalagi um Belgíu þegar hann var búsettur þar. MYND/AÐSEND 1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.