Fréttablaðið - 13.03.2021, Page 48

Fréttablaðið - 13.03.2021, Page 48
w w w.heilsustofnun.isBerum ábyrgð á eigin heilsu LAUS STÖRF HJÁ HEILSUSTOFNUN Í HVERAGERÐI Læknir Óskum eftir að ráða endurhæfingarlækni eða annan sérfræðilækni sem hentar starfseminni vel svo sem heimilislækni, lyflækni, öldrunarlækni eða geðlækni. Starfslýsing: Viðtal og skoðun nýrra sjúklinga og gerð meðferðaráætlunar, þverfagleg teymisvinna, tilfallandi læknisstörf og bakvaktir. Um framtíðarstarf er að ræða en sumarafleysing kemur einnig til greina. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Reynsla og áhugi á rannsóknarvinnu er kostur. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Sálfræðingur Sálfræðingur óskast til starfa. Um framtíðar- starf er að ræða en sumarafleysing kemur einnig til greina. Starfið er fjölbreytt og felst í viðtölum við dvalargesti, að veita almenna fræðslu og leiða meðferðarhópa, auk þátttöku í þverfaglegum teymum. Á síðustu árum hefur áhersla verið lögð á hvernig núvitund og samkennd nýtist í meðferðarstarfi. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfari óskast til starfa í sumar. Starfið er fjölbreytt, auk hefðbundinnar sjúkraþjálfunar felur það í sér kennslu í hóptímum, fræðslu, útigöngur og þátttöku í þverfaglegu teymisstarfi. Starfshlutfall er 100% Íþróttakennari Íþróttakennari óskast til starfa í sumar. Starfið er fjölbreytt, einstaklingsþjálfun og kennsla í hóptímum, s.s. vatnsleikfimi og leikfimi, fræðsla, göngur og þátttaka í þverfaglegu teymisstarfi. Starfshlutfall er 50-80% Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Möguleiki er á húsnæði á staðnum. Einnig ekur starfsmannarúta til og frá Olís við Rauðavatn í Reykjavík. Umsóknir með ferilskrá berist til starfsmannastjóra á aldis@heilsustofnun.is Nánari upplýsingar um störfin er að finna á: heilsustofnun.is/heilsustofnun/storf-i-bodi Nánari upplýsingar veita: G. Birna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri lækninga – birna@heilsustofnun.is Steina Ólafsdóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar – steina@heilsustofnun.is Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri – aldis@heilsustofnun.is s. 4830300 Heilsustofnun er ein stærsta endurhæfingarstofnun landsins og veitir árlega 1350 einstaklingum endurhæfingarþjónustu skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Á Heilsustofnun fer fram einstaklingsmiðuð læknisfræðileg endurhæfing sem stjórnað er af þverfaglegum teymum. Áhersla er á að efla líkamlega, andlega og félagslega færni einstaklinga, auka lífsgæði og styrkja þá til athafna daglegs lífs. Helstu meðferðarsvið eru verkjameðferð, meðferð vegna streitu og kulnunar, offitumeðferð, geðendurhæfing, hjartaendurhæfing, öldrunarendurhæfing og endurhæfing eftir alvarleg veikindi, aðgerðir eða slys. Hæfniskröfur: • Íslenskt starfsleyfi og góð íslenskukunnátta • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi • Reynsla af þverfaglegu meðferðarstarfi er kostur • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Stjórnkerfi flutningskerfis raforku á Íslandi byggir á rekstraröryggi tölvukerfa og því er um kreandi og ábyrgðarmikið starf að ræða. Linux kerfisstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri upplýsingatæknikerfa Landsnets og hefur eftirlit með aöstum og rekstraröryggi kerfanna. Upplýsingatækni gegnir lykilhlutverki í framþróun fyrirtækisins og framundan eru kreandi og skemmtileg verkefni í samstarfi við innlenda og erlenda birgja. Um er að ræða nýtt starf í samhentu UT teymi okkar. Umsóknarfrestur er til 28. mars 2021. Sótt er um starfið á landsnet.is. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Nánari upplýsingar veitir Ásmundur Bjarnason, forstöðumaður upplýsingatækni, asi@landsnet.is. Við leitum að Linux sérfræðingi með ríka öryggisvitund til að takast á við spennandi verkefni í uppbyggingu grunninnviða á sviði upplýsingatækni. Hæfniskröfur • Reynsla af rekstri og viðhaldi á Linux innviðum • Reynsla af sýndarumhverfum er kostur • Reynsla af rekstri gagnagrunna er kostur • Þekking á skeljaskriftum er kostur • Góð samskiptafærni og geta til að vinna í teymi • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð LINUX SÉRFRÆÐINGUR Starfið felur í sér spennandi og kreandi verkefni á umbótasinnuðum og metnaðarfullum vinnustað þar sem áhersla er lögð á vellíðan og ánægju alls starfsfólks.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.