Fréttablaðið - 13.03.2021, Side 49
FORRITARAR
Starfssvið
Leitað er eftir öflugum sérfræðingum sem
starfa munu að þróun fjölbreyttra og
sérhæfðra hugbúnaðarlausna byggðra á
opnum hugbúnaði fyrir háskóla-
samfélagið.
Tæknin sem notuð eru PHP, HTML, CSS
og Javascript og notast er við PostgreSQL
gagnagrunna.
Hæfniskröfur
Umsækjendur þurfa að hafa
háskólamenntun í tölvunarfræði eða
sambærilegu námi og/eða reynslu af
hugbúnaðarþróun.
Þekking og áhugi á vefforritun, útgáfu-
stjórnun og notkun gagnagrunna er kostur.
VEFFORRITARI
Starfssvið
Leitað er eftir einstaklingi í starf vegna
þróunar á upplýsinga- og kynningarvefjum
Háskóla Íslands og tengdum stofnunum.
Vefir eru smíðaðir í Drupal vefumsjónar-
kerfi og notast er við HTML, CSS og
Javascript.
Hæfniskröfur
Umsækjendur þurfa að hafa
háskólamenntun og/eða aðra menntun
og reynslu sem nýtist í starfi.
Þekking á vefgerð í sambærilegu
umhverfi skiptir máli sem og á útgáfu
-stjórnun.
Reynsla í framendaforritun.
KERFISSTJÓRAR UGLU
Starfssvið
Leitað er eftir öflugum einstaklingum til að
takast á við kerfisumsjón UGLU og annan
kerfisrekstur.
Dagleg umsjón með kerfinu í samstarfi við
þróunaraðila kerfisins.
Virk þátttaka í þróun og uppbyggingu
UGLU ásamt almennri uppbyggingu
rekstrarlausna hjá Upplýsingatæknisviði.
Hæfniskröfur
Leitað er eftir öflugum einstaklingi með
menntun sem nýtist í starfi, reynslu af
kerfisstjórn, þekkingu á gagnagrunns-
lausnum og Linux stýrikerfi.
Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2021.
Sótt er um störfin á vef Háskóla Íslands eða á starfatorg.is
Háskóli Íslands er í fararbroddi íslenskra háskóla og virkur þátttakandi í alþjóðlegu vísinda- og fræðasamfélagi. Árangur skólans á
síðustu árum hefur skipað honum í fremstu röð samkvæmt viðurkenndum alþjóðlegum mælingum. Upplýsingatæknisvið er
þjónustusvið innan skólans sem leysir upplýsingatengdar áskoranir tölvunotenda innan háskólasamfélagsins, allt frá daglegum
skrifstofuverkum upp í flóknustu ofurtölvuvinnslu.
Hjá sviðinu eru í gangi fjölmörg þróunarverkefni sem lúta að því að efla lausnarframboð og þjónustu. Verið er að innleiða vottað
stjórnkerfi upplýsingaöryggis, efla hugbúnaðarlausnir vegna náms og kennslu sem og að búa til nýtt lausnarframboð fyrir
starfsmenn háskólans er starfa við vísindi og rannsóknir. Í rekstri er eitt stærsta tölvunet landsins þar sem samanlagður fjöldi
starfsmanna og nemenda sem notendur er á þriðja tug þúsunda. Margs konar hugbúnaðarlausnir eru í boði fyrir notendur og er þar
UGLA stærsta kerfið sem utanumhald um nám, kennslu, rannsóknir og innra starf háskólans.
Hjá okkur er aldrei skortur á áskorunum og nú þarf upplýsingatæknisvið að auka við mannafla sinn í hugbúnaðarþróun og
kerfisstjórn. Við leitum að einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, ríka þjónustulund, frumkvæði, starfsmetnað og eru
góðir í teymisstarfi.
Hér er tækifæri til að hafa áhrif á framþróun tækni, vísinda og samfélags á Íslandi í spennandi sem og öguðu starfsumhverfi.
Áhersla er á metnaðarfullt starf í samhentum hópi á vinnustað með góðum starfsanda.
NÝ STÖRF Á UPPLÝSINGATÆKNISVIÐI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi
hagvangur.is