Fréttablaðið - 13.03.2021, Síða 74

Fréttablaðið - 13.03.2021, Síða 74
Út fyrir kassann Sigmundur Ernir Rúnarsson Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Þetta er oft svona ÉG HAFÐI GLEYMT ÞEIM. OG MUNAÐ BETUR EFTIR BYLGJUNNI OG STÖÐ 2. FRÉTTAMAÐURINN VARÐ FÖÐURNUM YFIRSTERK- ARI. Al d a m ó t a á r i ð 2000 reið Suður­landsskjálftinn yfir. Ég finn enn þá fyrir þunga niðsins, þessa djúpa dyns, sem var undanboði óskapanna, líkast því sem máttar­ völdin væru að vakna upp með of boði. Svo skók skjálftinn greiða­ skálann á Flúðum. Hann varði í 36 sekúndur, lengstu sekúndur lífs míns. Það var líkast því sem goðmögnin hefðu húsið í hendi sér og hristu það af stjórn­ lausri ákefð. Ég kastaðist ítrekað aftur í sæti mitt. Einu gilti hvað ég reyndi oft að standa á fætur því jafnharðan hentist ég niður. Ég var enda staddur á meginupp­ tökusvæði skjálftans þar sem jörðin var að rifna af þvílíkum krafti að litla laxáin á næstu grösum bylgjaðist upp fyrir bakka sína svo að straumur hennar hékk um stund í lausu lofti. Enginn sjónar vottanna hafði upplifað annað eins. Hvorki fyrr né síðar. Jörðin f lengdist eins og brimskafl yfir undirlendið.  Í miðjum skálanum stóð norsk kona, ung að árum. Hún hafði komið til innanbúðarstarfa fáum vikum áður og hugðist vera sum­ arlangt í þessu ókunna landi. En stjarfari svip á manneskju hef ég ekki séð en að afloknum þessum hamslausa hræringi jarðar. Á báðar hendur hennar höfðu ísskápar jafnt sem kökuhillur kastast í gólfið, að viðbættum bjórtönkunum og pen­ ingakassanum, kaffivélinni og vín­ bökkunum svo ekki sá í gólfið fyrir öllu saman. En titrandi stóð hún þarna upp úr eyðilegg­ ingunni, skjálfandi á skrámuðum leggjun­ um – og spurði kjökrandi röddu í þann mund sem þögnin lagðist yfir laskaðan skálann: Er þetta oft svona?  Ég hef hugsað til þessarar sögu á síðustu vikum og rifjað upp reynsl­ una, ægilega upplifunina. Og já, þetta er einmitt oft svona.  Hugurinn hvarf lar í fyrstu til stráksáranna á Akureyri, minn­ ingarinnar um Surtseyjargosið, ég var að verða þriggja ára þegar því lauk – og næstu árin var eilíf lega verið að tönnlast á því í mínum húsum. Eða allar götur þar til Hekla lét á sér kræla vorið 1970 með ösku­ falli norður yfir heiðar – og hafi það ekki verið nóg að sinni, hófst gosið í Heimaey litlu síðar, ég var að verða tólf ára, afréð þá á morgungöngunni á leið í skólann, með litla batterísút­ varpið mitt á öxlinni, að ég myndi verða fréttamaður þegar ég yrði stór, hlustandi á helstu útvarps­ goðin á Skúlagötunni fara með himinskautum í lýsingum sínum á landflótta eyjaskeggjum. Ég hafði aldrei heyrt annað eins. Útvarpið vék ekki af öxlinni þenn­ an daginn fyrr en raf hlöðurnar gáfust upp.  Svo liðu ekki nema þrjú ár, fimm­ tán ára sat ég í Gagganum mínum og tók fyrsta samræmda próf Íslandssögunnar í dönsku þegar Kópaskersskjálftinn reið yfir með þeim afleiðingum, í mínu tilviki, að prófinu var aflýst á Akureyri. Það lék enda allt á reiðiskjálfi í bænum. Og ég man enn þá eftir Vaðlaheið­ inni þegar ég leit út um gluggann, hún minnti á magadansmær, svo mjúklega sem hún tók snúninginn í fjarska. Kannski var þarna kominn upp­ takturinn að Kröflueldunum sem hófust síðar sama ár og linntu ekki látum fyrr en tæpum áratug síðar. En þá var ég líka farinn suður í fréttamennskuna. Að skrifa mínar eigin hamfarafréttir. Og skúbba skjálftum seinna meir.  Það var nefnilega svo að þegar ég gat loksins staðið upp úr stóln­ um mínum í greiðaskálanum á Flúðum á því herrans ári 2000, á sjálfan þjóðátíðardaginn, rauk ég í einu hendingskasti að næsta síma sem hékk á vegg í afgreiðslunni og hringdi í of boði á fréttastofuna mína á Lynghálsinum – og lét rjúfa dagskrá Bylgjunnar, löngu áður en Ríkisútvarpið rankaði við sér, en það sem ég gat nú komið út úr mér orðunum um allt sem hafði skeð á næstu mínútum: Ég óð á súðum, ætlaði ekki að hætta, en hikstaði þó aðeins – og viðurkenni það vissulega – þegar ég sá svipinn á einhverjum þremur barna minna, kornungum, sem höfðu verið að leik fyrir utan skálann, en lágu þar núna steinrunnin í grasinu og gátu sig hvergi hreyft af hræðslu, enda eftir­ skjálftarnir litlu skárri en sá stóri. Ég hafði gleymt þeim. Og munað betur eftir Bylgjunni og Stöð 2. Fréttamaðurinn varð föðurnum yfirsterkari.  Móður þessara barna hafði ég eignast að ástkonu sakir ógurlegra aurf lóða í Ólafsfirði. Það var síð­ sumars 1988. Tindaöxlin ofan bæjarins hafði gefið sig. Og brekkuhúsin yfirfyllt­ ust af for og leðju. Ég var ekki fyrr snúinn með frétt­ ina frá Ólafsfirði að stillt var upp í beina fréttaútsendingu frá Sjall­ anum á Akureyri. Þar stóð enda vel á. Stöðin mín í þann mund að senda þaðan skemmtiþátt í beinni útsendingu um kvöldið. Svo ég var sminkaður á staðnum – og fór mik­ inn í fréttatímanum. En vel að merkja, sminkunni er ég enn kvæntur.  Þremur árum eftir örlagaríka ástafundinn norður í landi urðum við innlyksa fyrir austan fjall, ég og sminkan, sem þá var orðin útsend­ ingarstjóri á Stöð 2, en Hekla hafði rumskað, raunar með andfælum – og svo að allur heili mannskapur­ inn af höfuðborgarsvæðinu ætlaði að skjótast sisona austur að eld­ stöðvunum. En svo brast á með óveðri. Kambarnir lokuðust og undir dagslok sat bílaröðin föst í Þrengslunum. Og við nýmunstruðu fréttahjón­ in fengum inni á gistiheimili í efri hlíðunum í Hveragerði. Sofnuðum þar vel eftir að hafa lagt grunn­ inn að okkar öðru barni. Þökk sé Heklu.  Svo kom Gjálpargosið með gegld­ um brúm og brugðnum sandi – og litlu síðar vældu vötnin aftur þar í efra, uns Hekla gaus um hæl, sama ár og ég gleymdi börnunum mínum í gildaskálanum á Flúðum. Og Grímsvötnin á ný – og þá Magni og Móði, uns Eyjafjallajökullinn yfir­ skyggði allan heiminn, en litlu áður hafði landið skolfið skelfingarinnar býsn um Flóann syðra, öðru sinni á örfáum árum. Og loks Bárðar­ bunga með berggangi sínum beint í norður.  Og við hristumst enn. Vikum saman. Þetta er nefnilega oft svona. 1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.