Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 5
5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Vorblóm (Draba L.) tilheyra kross-
blómaætt (Brassicaceae) en til hennar
teljast um 4.130 tegundir í alls 419 ætt-
kvíslum.1 Draba er stærsta ættkvísl
ættarinnar, með um 360 tegundir
sem flestar eru fjöllitna fjalla- og
heimskautategundir.2 Í flóru heim-
skautalanda norðurhjarans einni og
sér eru um 45 tegundir vorblóma.3
Ættkvísl vorblóma er vel skil-
greind og auðþekkt, og í raun hefur
litlu verið haggað síðan Linnaeus
lýsti henni fyrst árið 1753.4 Afmörkun
vorblómategunda er hins vegar oft
og tíðum erfið og tegundamörk oft
byggð á minni háttar mun á hær-
ingu plantna.5 Breytileiki í litninga-
fjölda hefur verið rannsakaður í
tímans rás, en strax á þriðja áratug
20. aldar var búið að finna mun á
litnunarstigi margra tegunda.6 Nú
er þekkt að fjöllitnun er mjög algeng
meðal vorblómategunda.2
Hér á landi hefur verið unnið
tiltölulega lítið með vorblóm, en
höfundar hafa þó gert litninga-
talningar á grávorblómi (D. incana
L.) (óbirt handrit)7 auk þess sem
hjónin Áskell og Doris Löve rann-
sökuðu litningatölur íslenskra ein-
taka af ættkvíslinni.8 Ýmsar bækur
og heimildir hafa einnig verið gefnar
út um íslenska flóru og fjalla þær
að sjálfsögðu allar um vorblóma-
ættkvíslina líkt og aðra hópa flór-
unnar.9–18 Að auki hafa nágrannar
okkar í Skandinavíu gefið út sam-
norrænar flórur, en þar er aðeins
stuðst við áður útgefnar heimildir
um vorblóm á Íslandi.19,20
Til þessa hefur ekki verið full-
komin eining um hvaða tegundir
vorblóma séu á Íslandi né heldur
hvaða nöfn beri að nota á þessar
tegundir. Einu tegundirnar sem ein-
ing hefur verið um, og ætíð hafa
haldið sama nafni, eru Draba incana
(grávorblóm) og D. nivalis Liljebl.
(héluvorblóm).8–18,21,22 Svipað má
segja um Draba alpina L. (fjallavor-
blóm), en sú tegund hefur nýlega
verið klofin í tvennt og fellur ís-
lenska fjallavorblómið undir D. oxyc-
arpa Sommerf.9 Þessar þrjár tegundir,
ásamt hagavorblómi (túnvorblómi),
hafa í öllum tilvikum verið taldar til
íslensku flórunnar. Hagavorblómið
hefur þó gengið undir ýmsum nöfn-
um (Draba hirta, D. rupestris og D.
norvegica Gunn.) og ýmsar heim-
ildir tilgreina mikinn breytileika inn-
an þeirrar tegundar. Það var svo
fyrst 1945 sem byrjað var að nefna
til sögunnar Draba daurica DC., D.
cinerea Adams, D. lactea Adams og D.
fladnizensis Wulf.13,18 Síðari höfundar
hafa sumir tilgreint einhverjar þess-
ara tegunda auk hinna fjögurra, en
aðrir sleppt þeim eða fellt þær und-
ir hagavorblóm.8–18,21 Auk þessara
tegunda voru Draba aizoides L. og
D. muralis L. skráðar hérlendis á
19. öld en þær voru teknar form-
lega af listanum árið 1942.16 Nýjustu
upp-lýsingar um tegundir vorblóma
hér á landi eru í 11. bindi Atlas
Florae Europaeae sem gefið var út
1996.9 Den Nya Nordiska Floran
kom reyndar út síðar (árið 2003), en
þar er stuðst við úreltar heimildir
um vorblóm á Íslandi.20
Í þessari grein er ætlun okkar
að reifa stöðu íslenskra vorblóma
eins og hún er í dag og gera sem
gleggsta grein fyrir þeim átta teg-
undum sem við teljum að séu hér á
landi. Við það verk höfum við bæði
skoðað tegundirnar á vettvangi og
safnað sýnum; notað gagnagrunn
Náttúrufræðistofn-unar Íslands
(N.Í.); farið í gegnum öll safneintök
ættkvíslanna Draba (vorblóm) og
Erophila (vorperla) í plöntusafni
N.Í., bæði á Akureyri (AMNH) og
í Reykjavík (ICEL), alls um 1.200
eintök sem safnað var á árunum
1885–2007; og stuðst við nýjar sem
gamlar heimildir við greiningarnar
og samantektina í heild. Við út-
litslýsingar er að mestu stuðst við
Norsk flora frá árinu 200523, Íslensku
plöntuhandbókina frá 198610 og okk-
ar eigin athuganir.
2. mynd. Útbreiðslukort vorblóma á Íslandi, gerð út frá eintökum í háplöntusafni N.Í. – Distribution map for species of Draba in
Iceland using specimens from the herbaria of the Icelandic Institute of Natural History (AMNH & ICEL). a) Fjallavorblóm (Draba
oxycarpa), b) héluvorblóm (D. nivalis), c) snoðvorblóm (D. lactea), d) hagavorblóm (D. norvegica), e) heiðavorblóm (D. arctogena),
f) túnvorblóm (D. glabella), g) grávorblóm (D. incana), h) vorperla (D. verna).