Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 9

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 9
9 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Líkist: Verður helst ruglað við D. norvegica og mögulega D. incana en stjörnuhár á stofnblöðum einkenna D. glabella.24 Kjörlendi: Einkum í grösugu mólendi og hlíðum, utan í grónum bökkum eða giljum, stundum undir víðirunnum eða lágvöxnu kjarri. Frá láglendi og upp í 1.160 m y.s. Útbreiðsla: Finnst allt umhverfis norðurskautið. Í Ameríku frá Wyo- ming í Bandaríkjunum og norður eftir öllu Alaska, og er útbreiddasta vorblómategundin í Kanada.24 Í Evrópu frá 61° í Noregi og norð- ur eftir, m.a. til Svalbarða.21,24,37 Á Íslandi á Norðurlandi, Vestfjörðum, miðhálendinu og Austurlandi (2. mynd f). Litningatala: Draba glabella hefur verið greind sem 2n ~ 64 í Alaska,43 sem áttlitna (2n = 8x = 64) og tílitna (2n = 10x = 80) í Kanada,24 D. daurica sem áttlitna (2n = 64) í Noregi og Svalbarða,44 D. hirta L. hefur verið greind með 2n = 64 á Íslandi8 og sem bæði áttlitna (2n = 64) og tílitna (2n = 80) í norðanverðri Asíu.36,45 Eins og fyrr var nefnt eru öll þessi heiti talin eiga við eina og sömu tegundina, D. glabella, en mögulega hefur verið um aðra tegund að ræða þar sem 2n = 80 hefur komið fram. 7. Grávorblóm (Draba incana L.) Samnefni: Draba thomasii W.D.J. Koch, D. bernensis Moritzi og D. stylaris J. Gay ex W.D.J. Koch.21 Lýsing: Tví- til fjölær. Hæð 15–25 cm. Blóm hvít. Blöð í stofnhvirf- ingu, tennt, gráloðin. Stöngull oft- ast nokkuð hár, stundum greindur, gráloðinn, sérlega mikið af löngum einföldum hárum á og við blóm- leggi. Stöngulblöð mörg (>5). Skálp- ar oft snúnir. Fræ brún. (7. mynd). Kjörlendi: Mólendi, melar, flög, vegkantar og beitt graslendi. Lág- lendistegund sem finnst þó allt upp í 960 m y.s. Útbreiðsla: Finnst á norðlægum svæðum og norðurskautssvæð- um beggja vegna Atlantshafsins. Í Evrópu frá Pýreneafjöllum til austanverðra Alpanna og norður eftir, m.a. til Íslands og Noregs; 5. mynd. Heiðavorblóm (Draba arctogena). Ljósm./Photo: Gróa Valgerður Ingimundardóttir. 6. mynd. Túnvorblóm (Draba glabella). Ljósm./Photo: Hörður Kristinsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.