Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 9
9 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Líkist: Verður helst ruglað við D. norvegica og mögulega D. incana en stjörnuhár á stofnblöðum einkenna D. glabella.24 Kjörlendi: Einkum í grösugu mólendi og hlíðum, utan í grónum bökkum eða giljum, stundum undir víðirunnum eða lágvöxnu kjarri. Frá láglendi og upp í 1.160 m y.s. Útbreiðsla: Finnst allt umhverfis norðurskautið. Í Ameríku frá Wyo- ming í Bandaríkjunum og norður eftir öllu Alaska, og er útbreiddasta vorblómategundin í Kanada.24 Í Evrópu frá 61° í Noregi og norð- ur eftir, m.a. til Svalbarða.21,24,37 Á Íslandi á Norðurlandi, Vestfjörðum, miðhálendinu og Austurlandi (2. mynd f). Litningatala: Draba glabella hefur verið greind sem 2n ~ 64 í Alaska,43 sem áttlitna (2n = 8x = 64) og tílitna (2n = 10x = 80) í Kanada,24 D. daurica sem áttlitna (2n = 64) í Noregi og Svalbarða,44 D. hirta L. hefur verið greind með 2n = 64 á Íslandi8 og sem bæði áttlitna (2n = 64) og tílitna (2n = 80) í norðanverðri Asíu.36,45 Eins og fyrr var nefnt eru öll þessi heiti talin eiga við eina og sömu tegundina, D. glabella, en mögulega hefur verið um aðra tegund að ræða þar sem 2n = 80 hefur komið fram. 7. Grávorblóm (Draba incana L.) Samnefni: Draba thomasii W.D.J. Koch, D. bernensis Moritzi og D. stylaris J. Gay ex W.D.J. Koch.21 Lýsing: Tví- til fjölær. Hæð 15–25 cm. Blóm hvít. Blöð í stofnhvirf- ingu, tennt, gráloðin. Stöngull oft- ast nokkuð hár, stundum greindur, gráloðinn, sérlega mikið af löngum einföldum hárum á og við blóm- leggi. Stöngulblöð mörg (>5). Skálp- ar oft snúnir. Fræ brún. (7. mynd). Kjörlendi: Mólendi, melar, flög, vegkantar og beitt graslendi. Lág- lendistegund sem finnst þó allt upp í 960 m y.s. Útbreiðsla: Finnst á norðlægum svæðum og norðurskautssvæð- um beggja vegna Atlantshafsins. Í Evrópu frá Pýreneafjöllum til austanverðra Alpanna og norður eftir, m.a. til Íslands og Noregs; 5. mynd. Heiðavorblóm (Draba arctogena). Ljósm./Photo: Gróa Valgerður Ingimundardóttir. 6. mynd. Túnvorblóm (Draba glabella). Ljósm./Photo: Hörður Kristinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.