Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 11
11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
ar um eintökin sem þau notuðu eru
verulega takmarkaðar.8
Draba nivalis Liljebl., Draba
lactea Adams og Draba
fladnizensis Wulf.
Draba lactea Adams var af sumum
talin fundin hér á landi en engin
safneintök voru skráð13,18 til ársins
1996.9 Samkvmt okkar athugunum
virðast nokkuð greinilega vera
eintök í plöntusafni N.Í. sem falla
undir lýsingar á D. lactea; athuganir
okkar á villtum plöntum og afkom-
endum þeirra renndu einnig stoðum
undir þá ályktun. Tegundin er breyti-
leg og nokkrum formum hennar
hefur verið lýst, en munur milli
þeirra er aðallega byggður á hær-
ingu plantnanna. Lengi glímdu
menn við þá spurningu hvernig
og hvort réttmætt væri að greina
á milli D. lactea og D. fladnizensis.
Um tíma voru þessar tegundir
færðar undir D. wahlenbergii Hartm.
f. heterotricha Lindbl. annars vegar
og f. homotricha Lindbl. hins vegar,
en var síðan aftur skipt upp í D.
lactea og D. fladnizensis. Nafnið
D. fladnizensis var meira að segja
á tímabili talið samnefni fyrir D.
lactea. Ástæður þessa hringlanda
má rekja til ófullkominna lýsinga
á nafneintökum (e. type-specimens)
D. lactea og D. fladnizensis. Þeim var
síðan endurlýst árið 193233 og ljóst
er nú að þrátt fyrir líkt útlit er um
tvær aðskildar tegundir að ræða, hin
fyrri sexlitna og síðari tvílitna.30,53
Þar að auki er kjörlendi þeirra ólíkt;
D. fladnizensis vex gjarna í sprungum
og grjóti á tiltölulega snjóléttum
svæðum en D. lactea kýs fremur
rakar mosabreiður á malarjarðvegi
snjóþyngri bletta.28
Löve-hjónin töldu litninga úr
íslenskum eintökum frá Norðurlandi
sem þau greindu sem D. fladnizensis
og fengu út 2n = 16. Þau kváðust
ekki hafa fundið D. lactea á Íslandi í
það skipti og leiðréttu um leið fyrri
greiningu sína á íslenskum eintök-
um í háplöntusafninu í Stokk-hólmi
sem þau höfðu áður talið vera D.
lactea f. glabra E. Ekman, en töldu nú
vera D. fladnizensis. Þau töldu samt
allt eins líklegt að D. lactea ætti eftir
að finnast á Íslandi.8,18 Eftir þessi
skrif þeirra var D. fladnizensis talin
hluti af íslenskri flóru í þremur rit-
um til viðbótar, síðast árið 2003.11,12,20
Hins vegar gátum við ekki staðfest
tilvist þessarar tegundar á Íslandi
að þessu sinni, en fróðlegt væri
að komast að því hvernig liggur í
tvílitna talningu fyrr-nefndra eintaka.
Mögulega hefur okkur yfirsést teg-
undin eða Löve hefur í raun talið úr
eintökum af D. nivalis, sem er sú
tvílitna tegund sem örugglega er
fundin hér á landi. Sú tegund er þó
vel skilgreind og nokkuð auðþekkt,
enda eina íslenska vorblómateg-
undin sem er hélugrá af örsmáum
stjörnuhárum.
Árið 1966 kom fram tilgáta um að
D. lactea hafi myndast við tegunda-
blöndun (e. interspecific hybridization)
og erfðamengi hennar sé samsett úr
tveim tvílitna genamengjum frá D.
fladnizensis og einu frá D. nivalis.26
Síðar bentu rannsóknir til að D. lactea
hafi myndast við tegundablöndun
þriggja aðskilinna tegunda og ætti
sér margskiptan uppruna.26,38,53
Rannsóknir á þessum þremur teg-
undum á Svalbarða, auk tvílitna D.
subcapitata, sýndu að þær eru allar
náskyldar30,38 þótt á hinn bóginn
hafi einnig verið hægt að greina þær
í sundur á mjög skýran hátt, bæði
með erfðafræðilegum aðferðum og
eftir útlitseinkennum. Ennfremur
hafa fremur nýlegar rannsóknir á
erfðamörkum53,54 þessara tegunda
sýnt að D. fladnizensis og D. sub-
capitata á Svalbarða eru jafn líkar eða
ólíkar D. lactea, og að D. nivalis sé
ólíkust henni af þessum þremur teg-
undum. D. subcapitata hafði fyrir
þessar niðurstöður ekki verið orðuð
við uppruna D. lactea.
Þótt rannsókn þessi á eintökum frá
Svalbarða hafi ekki getað sýnt fram
á að D. nivalis, D. fladnizensis og/eða
D. subcapitata séu forverar D. lactea
þá útilokaði hún ekki að svo gæti
verið. Þetta sýndi þó að tegunda-
myndunin átti sér tæplega stað á
Svalbarða heldur annars staðar við
norðurskautið og að líklega bárust
þessar tegundir til Svalbarða eftir
ísöld.53 Nýjustu rannsóknir,55 sem
byggjast á greiningu kjarnagena
auk erfðamarka, staðfesta raunar
þessa tilgátu að hluta til. Myndun
D. lactea hefur líkast til átt sér stað á
Beringssvæðinu á ísaldartímanum
en forfaðir hennar hefur ekki ver-
ið nein fyrrnefndra tegunda heldur
hin tvílitna D. palanderiana. Í gegnum
fjöllitnun er talið að D. palanderiana
hafi gefið af sér ferlitna D. lactea, og
sexlitna D. lactea hafi myndast við
tegundablöndun D. palenderiana og
ferlitna D. lactea.
8. mynd. Vorperla (Draba verna). Ljósm./Photo: Hörður Kristinsson.