Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 12
Náttúrufræðingurinn
12
Fjöllitnun er mjög algeng á
norðurhjara54 og almennt þykja tví-
litna tegundir þar vera of fáar til að
skýra þann mikla fjölda víxlfjöllitna-
tegunda (e. allopolyploid) sem þar
er að finna. Sumir telja að tvílitna
forfeðurnir hafa dáið út á ísaldar-
tímanum en fjöllitna tegundirn-
ar hafi verið nógu vistfræðilega
sveigjanlegar til að geta dreifst um
norðurskautssvæðið. Eins kann
falinn fjöldi tegunda að skýra hluta
vandamálsins en bæði D. fladniz-
ensis og D. nivalis, sem þykja vel skil-
greindar sem flokkunarfræðilegar
tegundir, virðast hvor um sig saman-
standa af fjölda huliðstegunda (e.
cryptic species) um allan norður-
hjarann.30,55,56 Rannsóknir benda
reyndar til að D. nivalis, D. fladni-
zensis og D. subcapitata séu aðallega
sjálfsfrjóvgaðar30 og að blöndun
milli tegunda sé sjaldgæfur við-
burður, þó svo að oft hafi verið
getið ófrjórra blendinga D. fladni-
zensis x nivalis.6,28,33,53 Hins söm en
slíkt er sjaldgæft meðal plantna
norðurskautssvæðisins.57
Draba norvegica Gunn., Draba
glabella Pursh og Draba cinerea
Adams
Telja verður D. norvegica íslenska
tegund eins og hún er skilgreind í
dag og samræmist það fyrri niður-
stöðum.9–12,18,21 Tegundin er mjög
breytileg útlits en talið er að útlits-
breytileika megi rekja til margskipts
uppruna hennar. Sameindaerfða-
fræðilegar rannsóknir á skerðisetum
(e. restriction sites) hafa bent til að D.
norvegica hafi myndast við tegunda-
blöndun í að minnsta kosti þrem
einangruðum tilvikum, en líklegt
er talið að hún hafi myndast allt
að 13 sinnum á Norðurlöndum
og mun oftar á heimsvísu.38 Hluta
breytileikans má einnig skýra út
frá mismunandi vaxtarskilyrðum
en þau geta m.a. haft áhrif á fjölda
stöngulblaða, sem er meðal þeirra
einkenna sem eru töluvert notuð til
aðgreiningar.24
Draba glabella er tegund sem hefur
haft fremur óljósa skilgreiningu í tím-
ans rás. Hún hefur ýmist verið sögð
samnefni D. daurica29 eða D. daurica
samnefni hennar.12,23,24 Latneska
heitið Draba hirta er einnig þekkt
samnefni fyrrnefndra tegundaheita
en það hefur reynst til vandræða frá
upphafi. Elisabeth Ekman fjallaði
um stöðu D. hirta snemma á 20. öld-
inni og flestir hættu að nota nafnið
í kjölfarið. Rússar hafa þó haldið
skilgreiningu sinni á tegundinni
og notkun nafnsins áfram.42,58
Upprunalega sýnið sem Linnaeus
notaði til að lýsa D. hirta L. sam-
anstendur af tveimur eintökum sem
talið er að tilheyri sitt hvorri teg-
undinni og þykir alls ekki fullnægj-
andi.58,59 Til viðbótar segir Ekman
í umfjöllun sinni um D. daurica að
hún hafi ekki rekist á eintök af D.
glabella en að hún geri ráð fyrir að
þar sé um að ræða hárlaust form af
D. daurica.59 Draba glabella Pursh var
fyrst lýst árið 1814 frá Ameríku og
D. daurica DC árið 1821 frá Asíu, en
þegar borin eru saman eintök þess-
ara tegunda, hvort frá sinni heims-
álfunni, kemur í ljós að um er að
ræða eintök af sömu tegund og þar
sem D. glabella var lýst fyrr en D.
daurica telst rétt-ara að nota eldra
heitið, D. glabella Pursh.58 Tegund
þessi hefur verið nefnd túnvor-
blóm á íslensku og hefur gengið
undir fyrrnefndum latneskum heit-
um auk þess að hafa einnig verið
skráð sem D. rupestris R. Br.16 og D.
rupestris (R. Br.) Lindbl.,15 betur
þekkt sem samnefni D. norvegica.21
Í dag eru því D. daurica og D. hirta
talin sam-nefni D. glabella23,31,34,58
og ljóst af okkar athugunum og
annarra að D. glabella sé nokkuð
víða hér á landi og eigi með réttu
að bera heitið D. glabella, þótt það
hafi aðeins verið notað einu sinni
áður.9,11–13,18,21
Draba cinerea, sem má rugla við
D. norvegica og D. glabella, var
af sumum talin fundin hér á landi
en engin eintök af henni sögð finn-
ast, hvorki í söfnum í Reykjavík né
Kaupmannahöfn.13 Löve-hjónin
kváðu hana fundna hérlendis og
gerðu litningatalningar á íslenskum
eintökum sem þau greindu sem
D. cinerea. Eintökin reyndust vera
sexlitna (2n = 48)8, sem samræmist
erlendum niðurstöðum.6,8,26,38,41,43,45
Í okkar athugun fannst aðeins eitt
eintak í ICEL-safni N.Í. (safnnúmer:
VR-47268) sem sterkar líkur benda til
að tilheyri þessari tegund. Eintakið
fellur mjög vel að lýsingum og
teikningum af D. cinerea en þar sem
aðeins er um eitt eintak er að ræða
teljum við ekki rétt að draga álykt-
anir út frá því; nánari athugana er
þörf til að sjá hvort tegund þessi
fyrirfinnist í raun á Íslandi.
Draba arctogena (E. Ekman) E.
Ekman
Okkur virðist ljóst að Draba arc-
togena (E. Ekman) E. Ekman sé
allvíða til fjalla hér á landi en hennar
hefur ekki verið getið héðan fyrr.
Eintök af henni var að finna meðal
ógreindra vorblóma og einnig innan
um D. norvegica og má því segja að
greining D. arctogena leysi þar með
eitthvað af þeim útlitsbreytileika
sem hefur verið að finna hjá D.
norvegica. Við köllum þessa nýju
tegund heiðavorblóm á íslensku en
það nafn hefur áður verið notað yfir
D. fladnizensis, sem fannst ekki að
þessu sinni.
Tegundinni var fyrst lýst sem
afbrigði, Draba groenlandica var.
arctogena, árið 1929 af Elisabeth
Ekman60 en síðar taldi hún hana
sjálfstæða tegund.40,61 Flestir höf-
undar, þar á meðal Ekman sjálf, hafa
einungis notað endinguna E. Ekman,
en þar sem hún lýsti tegundinni fyrst
sem afbrigði en síðar sem fullgildri
tegund er réttara að nota höfundar-
heitið (E. Ekman) E. Ekman og því
höldum við hér.
Draba incana L.
Afmörkun Draba incana L. er skýr
og hefur lítið breyst síðan henni
var fyrst lýst af Linnaeus árið 1753.4
Tegundin er hins vegar afskaplega
fjölbreytt í útliti og sökum þess
hefur oft verið lýst afbrigðum og
undirtegundum af henni6,13,16,18,62–64
sem í sumum tilvikum má líklega
rekja til ólíkra vaxtarskilyrða. Eintök
sem eru keilulaga vegna fjölda
stöngulblaða og blómstra þótt þau