Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 16
Náttúrufræðingurinn 16 Lýsing og lifnaðarhættir Heiti Íslenska: Varmasmiður. Latína: Carabus nemoralis (lo. nemo- ralis dregið af no. nemus = skógur; trjálundur). Lýsing Varmasmiður er 2,0–2,5 cm að lengd, svört og bronslit bjalla með rauða og koparlita jaðra á frambol (1. mynd). Hann tilheyrir járnsmiðs- ætt (Carabidae) en til þeirrar ættar telst einnig tröllasmiður (C. problema- ticus) sem áður var stærsta bjallan á Íslandi. Varmasmiður er ný viðbót við íslensku fánuna. Til hennar teljast því orðið 26 tegundir bjallna af járnsmiðsættinni, en auk þess hafa fundist sex tegundir slæðinga sem að öllu jöfnu lifa ekki á landinu. Varmasmiður er alæta1 sem getur nýtt sér ólík búsvæði, dreift mikið úr sér og orðið algeng.2 Hann tekur fullkominni myndbreytingu sem flokkast í fjögur lífsstig (egg–lirfa– púpa–bjalla).3 Varmasmiður hefur eina kynslóð á ári og tímgast á vorin.4 Ferillinn frá varpi að fullmyndaðri bjöllu tekur 2–3 mánuði,5 þar af eru eggin 3 vikur að þroskast, lirfur 63 daga og púpur 12 daga.6 Kvenbjöllur verpa eggjum á vorin, á tímabilinu mars–apríl, og þau klekjast yfir sumartímann í lirfur.4 Lirfurnar eru langar og ormlaga, svartar að lit (2. mynd). Lirfan umbreytist í púpu og skríð- ur bjallan úr púpunni síðsumars eða um haust. Á bjöllustigi er ævilengd kvenbjallna að meðal- tali 3,5 ár en karlbjallna 4,5 ár. Bjöllur lifa veturinn af með því að leggjast í dvala, en geta farið á stjá á hlýindaköflum yfir vetrartímann. Eftir vetrardvala fer bjallan á stjá á tímabilinu mars–apríl.4 Lifnaðarhættir Bæði lirfur og fullorðin dýr hafa stóra og kraftmikla kjálka, sem eru aðlögun að ránlífi enda er fæða þeirra ormar, sniglar og skordýr.7,8 Lirfan er ekki eins staðbundin og bjallan og fer meira um í ætisleit.8 Bjallan lifir í skjóli undir steinum, föllnum laufblöðum og berki trjá- plantna í görðum og ræktarlandi og yfir vetrartímann í viðardrumbum, jarðvegi eða jafnvel í híbýlum manna.1,9 Útbreiðsla Tegundin er þekkt í tempruðu loftslagi í Vestur- og Mið-Evrópu. Útbreiðslan nær suður til Norður- Spánar, austur til Moskvu9 og vestur til Norður-Ameríku og Kanada.10 Dr. Erling Ólafsson skordýrafræð- ingur bar fyrst kennsl á tegundina í Hveragerði árið 1999. Síðan hefur hún einnig fundist hjá plöntusala í Reykjavík og á nokkrum stöðum í vesturbæ Reykjavíkur, sem jafnframt eru nyrstu fundarstaðir bjöllunnar í heiminum. Sýnataka Búsvæðaval og breytingar á fjölda varmasmiða var rannsakaður í Hveragerði á tímabilinu 24. maí – 17. september 2005. Valin voru sjö ólík búsvæði: barrskógur, lauf- skógur, hverasvæði, lúpínubreiða, ræktaður garður, gamalt tún í órækt (Vorsabær, utan við Hvera- gerðisbæ) og óræktað svæði við gróðurhús. Dýrin voru veidd með fallgildrum sem tæmdar voru á um það bil tveggja vikna fresti. Bjöllur voru taldar en lirfur bæði taldar og lengdarmældar. 2. mynd. Varmasmiðslirfa sem fannst í Hveragerði sumarið 2005. – A ground beetle’s larva found in Hveragerði in the summer of 2005. Ljósm./Photo: Gísli Már Gíslason, 26.02.2008.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.