Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 22
Náttúrufræðingurinn 22 Þessi kísilríka kvika verður auðug af Rb en snauð af Sr, sem gengur inn í plagíóklas- og apatítkristalla sem falla út við þróun kvikunnar. Þær mismunandi kvikur sem myndast í eldstöð við þetta ferli, hlutkristöllun, eru sagðar samstofna (e. comagmatic). Ef bergsýni eru af sama aldri eða samstofna og með breytileg hlutföll Rb/Sr má aldursgreina þau með jafnaldurslínuaðferðinni (5. og 6. mynd). Grafið á 6. mynd sýnir mismunandi hlutföll 87Sr/86Sr og 87Rb/86Sr í yngstu gosmyndunum Ljósufjalla. Meta má hámarks- og lágmarksaldur þeirra út frá halla jafn- aldurslína sem tengja súrt sýni (L1) með hæsta hlutfall 87Sr/86Sr við basalt (7637) með lægsta 87Sr/86Sr-hlutfallið og súrt sýni (L4) við ísúrt sýni (L3). Aldur þessa bergs Ljósufjalla væri því á bilinu 140–420 þúsund ár (6. mynd). Þetta er nokkru hærri aldur en áður var talið. Nákvæmari nið- urstöður fengjust með því að mæla Rb- og Sr-samsætur í hinum mis- munandi steindum bergsýnanna. Þessar frumniðurstöður frá Ljósufjöllum sýna að breytileiki í hlutföllum Sr-samsætna í íslensku bergi er meiri en áður var talið. Því opnast nýir möguleikar til aldurs- ákvörðunar á íslensku bergi með Rb-Sr aðferðinni. Ítarlegri þekking á aldri jarðlaga mun án efa leiða til betri skilnings á uppbyggingu landsins, m.a. Snæfellsness. 5. mynd. Þróun hlutfalla 87Rb og 87Sr með tíma; 87Sri/86Sri sýnir upphafshlutfall þegar kvikan er rétt storknuð; t = 0. Aldur má reikna út frá sambandi 87Rb/86Sr, 87Sr/86Sr og klofnunarstuðuls (λ)87Rb sem er tengdur helmingunartímanum (λ = ln2/T1/2). Líking jafnaldurslínunnar er: 87Sr/86Sr = 87Sri/86Sri + 87Rb/86Sr (eλt–1) og aldur fæst því út frá hallatölu línunnar. – Progressive evolution of 87Rb/86Sr and 87Sr/86Sr with time. 87Sri/86Sri is the initial 87Sr/86Sr ratio in all samples. The age of the samples can be calculated from the relationship between 87Rb/86Sr, 87Sr/86Sr and 87Rb decay constant, which is related to the half-life (λ = ln2/T1/2). The isochron equation is 87Sr/86Sr = 87Sri/86Sri + 87Rb/86Sr (eλt–1) and thus the age can be determinded from the slope of the line. 6. mynd. Jafnaldurslínur sem notaðar eru til að ákvarða hámarks- og lágmarksaldur yngstu goseininga Ljósufjalla. Aldur er sýndur með rauðu letri en sýnanúmer með svörtu. Skammstöfunin ka þýðir þúsund ár (sjá meginmál til frekari útskýringa). – Minimum and maximum age of the youngest lavas from Ljósufjöll as determined from the isochrons. Red letters indicate age and sample names are shown in black.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.