Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn 22 Þessi kísilríka kvika verður auðug af Rb en snauð af Sr, sem gengur inn í plagíóklas- og apatítkristalla sem falla út við þróun kvikunnar. Þær mismunandi kvikur sem myndast í eldstöð við þetta ferli, hlutkristöllun, eru sagðar samstofna (e. comagmatic). Ef bergsýni eru af sama aldri eða samstofna og með breytileg hlutföll Rb/Sr má aldursgreina þau með jafnaldurslínuaðferðinni (5. og 6. mynd). Grafið á 6. mynd sýnir mismunandi hlutföll 87Sr/86Sr og 87Rb/86Sr í yngstu gosmyndunum Ljósufjalla. Meta má hámarks- og lágmarksaldur þeirra út frá halla jafn- aldurslína sem tengja súrt sýni (L1) með hæsta hlutfall 87Sr/86Sr við basalt (7637) með lægsta 87Sr/86Sr-hlutfallið og súrt sýni (L4) við ísúrt sýni (L3). Aldur þessa bergs Ljósufjalla væri því á bilinu 140–420 þúsund ár (6. mynd). Þetta er nokkru hærri aldur en áður var talið. Nákvæmari nið- urstöður fengjust með því að mæla Rb- og Sr-samsætur í hinum mis- munandi steindum bergsýnanna. Þessar frumniðurstöður frá Ljósufjöllum sýna að breytileiki í hlutföllum Sr-samsætna í íslensku bergi er meiri en áður var talið. Því opnast nýir möguleikar til aldurs- ákvörðunar á íslensku bergi með Rb-Sr aðferðinni. Ítarlegri þekking á aldri jarðlaga mun án efa leiða til betri skilnings á uppbyggingu landsins, m.a. Snæfellsness. 5. mynd. Þróun hlutfalla 87Rb og 87Sr með tíma; 87Sri/86Sri sýnir upphafshlutfall þegar kvikan er rétt storknuð; t = 0. Aldur má reikna út frá sambandi 87Rb/86Sr, 87Sr/86Sr og klofnunarstuðuls (λ)87Rb sem er tengdur helmingunartímanum (λ = ln2/T1/2). Líking jafnaldurslínunnar er: 87Sr/86Sr = 87Sri/86Sri + 87Rb/86Sr (eλt–1) og aldur fæst því út frá hallatölu línunnar. – Progressive evolution of 87Rb/86Sr and 87Sr/86Sr with time. 87Sri/86Sri is the initial 87Sr/86Sr ratio in all samples. The age of the samples can be calculated from the relationship between 87Rb/86Sr, 87Sr/86Sr and 87Rb decay constant, which is related to the half-life (λ = ln2/T1/2). The isochron equation is 87Sr/86Sr = 87Sri/86Sri + 87Rb/86Sr (eλt–1) and thus the age can be determinded from the slope of the line. 6. mynd. Jafnaldurslínur sem notaðar eru til að ákvarða hámarks- og lágmarksaldur yngstu goseininga Ljósufjalla. Aldur er sýndur með rauðu letri en sýnanúmer með svörtu. Skammstöfunin ka þýðir þúsund ár (sjá meginmál til frekari útskýringa). – Minimum and maximum age of the youngest lavas from Ljósufjöll as determined from the isochrons. Red letters indicate age and sample names are shown in black.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.