Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 24
Náttúrufræðingurinn 24 Knarrarnes við Eyjafjörð – Saga, mordýr og sef Arne Fjellberg, Bjarni E. Guðleifsson og Hörður Kristinsson Saga Innarlega á austurströnd Eyjafjarðar, um það bil beint á móti Hörgárósum, gengur lítið nes út í fjörðinn, Knarrarnes. Nesið er nærri mörkum Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahrepps, um miðja vegu á milli bæjanna Garðsvíkur í Svalbarðsstrandarhreppi og Miðvíkur í Grýtubakkahreppi, og mun tilheyra Svalbarðsstrandarhreppi. Um þetta bil skiptist þjóðvegurinn þannig að þjóðvegur 1 stefnir upp í Víkur- skarð yfir í Fnjóskadal, en vegur liggur áfram út með firðinum í átt að Laufási og Grenivík. Nesið er svo sem 100 metra langt (2. mynd) og er breiðast yst (um 40 metrar) en þar eru klettar sem eru tengdir landi með mjórra eiði (um 20 metrar þar sem mjóst er). Umhverfis klettinn er stórgrýtt fjara, en á eiðinu er sandströnd. Þang og þari er mest í klettafjörunni. Vegaslóð liggur af þjóðveginum niður bratta brekku að nesinu og á því sunnanverðu er lítið uppsátur, um það bil á mörkum klettanna og eiðisins. Knarrarness er getið í Íslendingasögum, svo þetta litla en góða uppsátur virðist hafa verið notað frá landnámi.1 Í Sýslu- og sóknarlýsingum frá 1839 segir að það sé „… merkilegt fyrir það að þar við er besta þrautalending í sjógangi og jafnan ágætt skýli fyrir stormi af öllum áttum“.2 Náttúrufræðingurinn 77 (1–2), bls. 24–28, 2008 1. mynd. Knarrarnes við Eyjafjörð. Handan fjarðar er Möðruvallafjall. Ljósm.: Arne Fjellberg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.