Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 26
Náttúrufræðingurinn 26 Mordýr Mordýr (Collembola) er hópur smádýra sem aðallega lifa í jarðvegi. Þau líkjast skordýrum, teljast til þeirra, hafa sex fætur eins og þau og tvo skynjara á framendanum. En mordýrin eru vænglaus og ýmis sérkenni þeirra tengja þau meira við krabbadýr en skordýr. Flestar tegundir mordýra eru með stökkgaffal á afturendanum og geta því stokkið margfalda lengd sína. Flestar tegundir lifa á rotnandi plöntuleifum, en geta einnig lagst á lifandi plönturætur, þörunga og sveppi.5 Meira en 150 tegundir mordýra hafa fundist á Íslandi.6 Hefur mordýrum í stórum dráttum verið skipt í fimm ættir sem nefnast blámor (Hypogastruridae), pottamor (Onychiuridae), stökkmor (Isotomidae), kengmor (Entomobryidae) og kúlumor (Sminthuridae). Tegundin Megaphorura arctica tilheyrir pottamori en Halisotoma poseidonis tilheyrir stökkmori. á lífrænum ögnum sem hún síar úr sjónum með mjög sérhæfðum munnfærum. H. poseidonis hefur ennþá ekki fundist annars staðar á Íslandi og auk Knarrarness hefur hún aðeins fundist á Bretlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Mordýr af tegundinni M. arctica eru heiðgul og fögur á að líta og geta orðið 4 mm löng (5. mynd A). Sumarið 2006 fannst þetta mordýr í miklum fjölda milli hnullunga og steina á norðurströnd Knarrarness við Eyja- fjörð og er þetta stærsta mordýra- tegund sem vitað er til að þrífist á Íslandi. Þarna í fjörunni virtist mor- dýrið lifa á rotnandi þara og þangi (6. mynd). Tegundin dafnar víða á heimskautasvæðum og finnst stundum þúsundum saman undir steinum og grashnausum í fugla- björgum þar sem það nærist lík- lega á þörungum. Á Íslandi voru einungis tveir gamlir fundarstaðir þekktir frá fornu fari, Grímsey (WM Davies)7 og Ingólfshöfði (Erling Ólafsson). Þessi mordýrategund er ekki ein- skorðuð við heimskautasvæði og hefur fundist víða á vesturströnd Noregs og einnig á suðvestur- strönd Bretlands. Það er athyglis- vert að í Noregi hefur tegundin einnig fundist hátt upp til fjalla, í yfir 2000 m hæð. Þar virðist hún nærast á mosum sem vaxa á steinum. Nýlegar rannsóknir á Spitsbergen (Svalbarða) sýna að þessi tegund eykur frostþol sitt á veturna með því að losa sig við allt að 90% af líkamsvatninu. Dýrin eiginlega „þorna“ en taka upp vatn að nýju þegar hitastigið fer yfir frostmark.8 Ekki er vitað hvort stranddýrin á Íslandi hafi þennan eiginleika. Á Knarrarnesi fannst einnig sama sumar önnur óvenjuleg mor- dýrategund, H. poseidonis. Þessi tegund er ljósgrá og um 2 mm löng (5. mynd B). Hún er bundin við sjávarstrendur og virðist lifa 6. mynd. Norski mordýrasérfræðingurinn Arne Fjellberg leitar að mordýrategund- inni Megaphorura arctica á Knarrarnesi 2. október 2007. Ljósm.: Sidsel Christoffersen. 5. mynd. Nærmynd af mordýrategundun- um tveimur frá Knarrarnesi. A. Potta- morið Megaphorura arctica, sem er um 4 mm á lengd. B. Stökkmorið Halisotoma poseidonis, sem er um 2 mm á lengd. Ljósm.: Arne Fjellberg. Daginn eftir, sunnudaginn 15. desember, hafði veðrinu slotað og þá fann bóndinn í Miðvík sjórekinn bát með einu líki á Knarrarnesi. Þekktu menn þar Steingrím frá Látrum og var bátur sendur út að Látrum daginn eftir til að segja þessi sorglegu tíðindi, en hann gat ekki lent.4 Heimamenn á Látrum sáu bátinn og urðu að geta sér til um erindið, en það var ekki fyrr en Axel braust inn til Grenivíkur sem tíðindin bárust heim að Látrum. Þegar í ljós kom að tveir menn hefðu verið í bátnum hófst árangurslaus leit að Halli. Ærin sem þeir voru að sækja fannst nærri Miðvík, hornbrotin, og komst hún ein lífs af úr þessari ferð. Lík Halls fannst rétt fyrir páska á hjalla fyrir ofan Knarrarnes. Hafði hann því komist lífs af úr sjávarháskanum en króknað í leit að afdrepi. Það var í samræmi við þessi hörmu- legu endalok að þegar Steingrímur var jarðaður í Grenivíkurkirkju á Þorláksmessu var veður svo vont að einungis einn aðstandenda hans gat fylgt honum til grafar. Það er af bát þeirra feðga að segja að hann var seldur til Hjalteyrar og var þar fram undir 1990, er hann var seldur til Grímseyjar. Þar var hann til 1997, er hann var fluttur á Safnahúsið á Húsavík þar sem hann er varð- veittur (4. mynd). Báturinn var 1,62 brúttólestir, opinn og súðbyrtur úr furu og eik, smíðaður af Steingrími 1933–1934 og sigldi undir nafninu Steingrímur EA 644. – Þessi sorglegi atburður mun ætíð tengdur Knarrarnesi.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.