Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 27
27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Fitjasef
Fitjasef (Juncus gerardii) er sjaldgæfasta tegund sefættkvíslarinnar sem fundist hefur á Íslandi. Það
fannst fyrst svo óyggjandi væri árið 1976 við Leiruvog í Mosfellssveit. Þar vex það á einum stórum og
nokkrum litlum blettum í allþéttum breiðum. Arnþór Garðarsson, sem fyrstur fann sefið á þessum stað,
lýsir fundarstaðnum nákvæmlega í grein sem hann birti í Náttúrufræðingnum árið eftir.9 Óstaðfestar
heimildir eru til um fitjasef á Íslandi frá 18. öld, en engin eintök eru til í söfnum frá þeim tíma. Síðan
hefur ekkert heyrst af fitjasefi á Íslandi fyrr en árið 2002, en þá fannst það á Knarrarnesi við Eyjafjörð
og er nánar sagt frá þeim fundi hér að neðan.
7. mynd. Fitjasef á Knarrarnesi. Ljósm.:
Hörður Kristinsson.
8. mynd. Ax af fitjasefi á Knarrarnesi.
Ljósm.: Hörður Kristinsson.
Þ að mun hafa verið síðla vetrar, nánar tiltekið 29. mars 2002, þegar einn höfunda þessarar
greinar (H. Kr.) var á heimleið til
Akureyrar úr skíðaferð austur á
Fljótsheiði við annan mann, að
ákveðið var að stansa við Knarrar-
nes og ganga niður að sjónum og
njóta góða veðursins. Þarna frammi
á nesinu við uppsátrið vöktu tor-
kennileg strá sem stóðu upp úr
snjónum athygli (7. mynd). Strax
var ljóst að þetta gátu ekki verið
nein þau grös sem venjulega ber
fyrir augu á Íslandi og við nánari
athugun beindist grunurinn að fitja-
sefi, sem síðan var staðfest betur
eftir heimkomuna á sýnishornum
þeim sem safnað var.9,10
Fundarstaðurinn var skoðaður
betur í júní sumarið eftir og aftur
í september 2003.11 Sefið vex þarna
í þurru graslendi um 2 m ofan við
efstu flóðmörk sjávar, á bletti sem
er um 8 m á lengd og 7 m á breidd.
Mesta þekju á þessum bletti höfðu
auk fitjasefsins túnvingull, skrið-
língresi, túnfífill og vallarsveifgras.
Vaxtarstaðurinn er sunnan á nesinu,
rétt til hliðar við uppsátrið þar sem
bátar eru dregnir á land (1. mynd).
Staðsetningin vekur strax upp þá
spurningu hvort plantan muni hafa
borist hingað frá útlöndum með
varningi sem hér hafi verið skipað
á land. Og jafnframt vaknar strax
önnur spurning: Af hverju hér á
Knarrarnesi en ekki á Gásum, þar
sem aðalinnflutningshöfnin var? Í
framhaldi af þessu var allt svæðið
umhverfis höfnina skoðað ítarlega,
sem og tóftirnar á Gásum, en hvergi
fundust nein merki um fitjasef þar.
Í Lýsingu Þingeyjarsýslu eftir
Jón Sigurðsson frá Ystafelli er greint
frá skipakomum að Knarrarnesi til
forna og er þar vísað til Reykdæla-
sögu.12 Í Reykdælasögu er staður-
inn að vísu nefndur Knarrareyri við
Eyjafjörð, og bendir frásögn hennar
til að sá lendingarstaður hafi þótt
vænlegri en Gásir fyrir varning sem
átti að fara austur í Fnjóskadal eða
Ljósavatnsskarð.
Eins og áður segir vex fitjasefið
í einni samfelldri breiðu og hvergi
sést eitt einasta strá af því þar fyrir
utan. Svo virðist því sem sefið hafi
aðeins borist á einn stað og síðan
skriðið út frá honum í allar áttir,
án þess að sá sér út. Nú blómgast
þetta sef mjög seint á sumrinu og
því er líklega á mörkunum að það
nái að þroska fræ nema þá í mjög
hagstæðum sumrum (8. mynd).
Því mætti ætla að mæling á skrið-
hraða sefsins út til hliðanna gæti
gefið vísbendingu um aldur þess
á staðnum. Með það í huga voru
merki sett við jaðra fitjasefsbletts-
ins á Knarrarnesi haustið 2003 til
að mæla skrið fitjasefsbreiðunnar
út til hliðanna. Fyrstu vísbending-
ar gefa til kynna að hún muni
hafa þurft minnst 100–200 ár til að
ná því flatarmáli sem hún hefur í
dag. Hún gæti þó hæglega verið
allmiklu eldri, enda hefur tíðarfar
oft verið gróðri óhagstætt. Gæti
sefið því hafa borist um eða fyrir
1800.