Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 35
35 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags beinaleifar af þessari skepnu. Þetta var fyrsta heillega beinagrindin sem fannst af risaeðlu; fram að þeim tíma þekktu menn einkum stök bein eða beinabrot. Áratug síðar, 1868, settu heimamenn beinagrindina upp á safni (með endurgerðum þeim bein- um sem vantaði). Þetta var heimsins fyrsta heildarmynd af risaeðlu. Þar sést skepnan í kengúrustellingu, standandi á tveimur fótum með stoð af halanum. Nú er talið að þessi dýr hafi hlaupið hratt á tveimur fótum en stuðst við framfæturna eða stjáklað á fjórum fótum á beit. Öld eftir að beinin fundust, 1958, var hlasseðlan lýst „fylkisrisaeðla“ (Official State Dinosaur) í New Jersey og skömmu síðar var reist af henni stytta í Haddonfield (16. mynd). Önnur fræg andarnefja er freyju- eðlan (Maiasaura eða Maiasaurus, 17. mynd), álíka stór og hlasseðlan, eða 7 metra löng og um tvær lestir. Árið 1979 fundust í Montana í Bandaríkjunum, í hlíðum Klettafjalla, leifar af þessum áður óþekktu dýrum og hjá þeim egg og tveir hópar af misstórum ungum í skálum, sem talin eru hreiður. Minni ungarnir, um 45 cm langir, fundust innan um brot af eggjaskurnum og virtust nýskriðnir úr eggi eða komnir að því að klekjast. Í hinu hreiðrinu voru ungarnir mun stærri, nærri metri að lengd. Þar sem stóru ungarnir voru enn í hreiðri var talið að þeir hefðu verið háðir foreldri eða foreldrum um fæðu, enda voru leggirnir að verulegu leyti úr brjóski og líktust um það leggjum ýmissa hreiðurkærra fuglsunga sem háðir eru umhyggju foreldranna. Síðar hefur komið í ljós að fleiri andarnefjur – og ýmsar risaeðlur aðrar – hafa annast unga sína, og verður brátt vikið að því. Margar andarnefjur voru með einkennilegan, holan beinkamb eða hulstur á höfði, sem talið er að hafi magnað hljóðin sem dýrin gáfu frá sér, til dæmis lúðurkemban eða sló- eðlan (Parasaurolophus, 18. mynd). Leifar hennar hafa fundist allvíða í Norður-Ameríku. Skjaldeðlur Skjaldeðlur (Thyreophora) voru plöntu- ætur sem gengu á fjórum fótum og höfðu á baki áberandi beingadda eða beinbrynju, stundum hvort tveggja. Þekktustu fulltrúar þeirra eru gadd- eðlur og kambeðlur. Leifar fjölda tegunda af gadd- eðlum (Ankylosauria) hafa fundist í öllum heimsálfum (þó er óvíst um Afríku), þar með Antarktíku, og dýrin voru uppi í nærri 100 milljón ár, frá því seint á júratímabili, fyrir um 160 milljón árum, til loka miðlífsaldar. Dæmigerður fulltrúi hópsins, hin eiginlega gaddeðla (Ankylosaurus magniventris, 19. mynd), lifði í Norður-Ameríku á síðasta skeiði risa- eðlnanna, við lok krítartímabils. Þetta var stór og belgmikil skepna, um 10 metra löng og einar 4–5 lestir, þakin göddum á baki og með gaddakylfu úr beini á halanum. Kambeðlur (Stegosauria) höfðu styttri fram- en afturlimi, með klær sem líktust hófum, lítið höfuð og áberandi röð af lóðréttum bein- göddum upp úr hryggnum og aftur á hala. Kambeðlur voru einkar áberandi á júratímabili og leifar þeirra hafa fundist í öllum álfum heims nema Antarktíku. Á krít fór veldi þeirra hnignandi og þær hafa trúlega verið aldauða áður en meginaldauðabylgjan reið yfir. Hinar eiginlegu kambeðlur, nokkrar tegundir af ættkvíslinni Stegosaurus, voru einna stærstar þessara dýra, um 9 m (20. mynd). Vel varðveittar leifar þeirra frá því seint á júratímabili, 156–140 milljón ára, hafa fundist í Utah og Wyoming í Bandaríkjunum. Ungaumönnun Upp úr 1920 rákust bandarískir steingervingafræðingar á klasa af risaeðlueggjum þar sem nú er Góbí- eyðimörkin í Mongólíu. Þá var talið að eggin væru úr frumhyrnu (Protoceratops), en steingerðar leifar þessarar horneðlu eru algengar þar um slóðir. Þegar svo fundust bein ráneðlu ofan á klasa sams konar eggja, lá beinast við að álykta að þarna hefði komist upp um tilraun til eggjaráns fyrir einum 80 milljón árum og skepnan ber því æ síðan heitið Oviraptor, „eggjaþjófurinn“, sem á íslensku hefur verið lagt út eggjagrípur. 20. mynd. Kambeðlan, Stegosaurus, hefur verið vel varin, með gadda á baki sem orðið gátu meira en metri á hæð.4 19. mynd. Gaddeðlan, Ankylosaurus, var al- sett beingöddum sem fá rándýr hafa unnið á, auk þess sem hún hefur getað slegið harkalega frá sér með þungum, göddóttum halanum. Má því ætla að jafnvel grameðlan, sem uppi var samtímis gaddeðlu og á sömu svæðum, hafi vart ráðið við hana.4 18. mynd. Lúðurkemba, Parasaurolophus, var stór andarnefja, um 10 m löng og allt að 5 m há. Beinkamburinn á höfðinu gat orðið meira en hálfs annars metra langur. Talið er að með honum hafi dýrin magnað hljóðin sem þau gáfu frá sér.4

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.