Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 37
37 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Fundist hafa fleiri steingervingar sem staðfesta, eða benda að minnsta kosti til þess, að risaeðlur hafi annast egg sín og unga. Að svo komnu verður ekkert fullyrt um hve margar af þessum skepnum hafi sinnt afkvæmum sínum og hversu vel, en í samantekt um ungaumönnun risaeðlnanna bendir höfundur á að umönnun eggja og unga gæti hafa átt þátt í velgengni þessara dýra, sem réðu ríkjum á þurrlendi jarðar í meira en hundrað milljón ár.15 Dínósárarnir taka flugið Þegar fugl er borinn saman við krókódíl virðist fátt sameiginlegt: Í stað öflugra kjálka með röðum af tönnum er fuglinn með tannlausan gogg; hann er líka með fiður í stað hreisturs, með stél í stað langs hala; fjórir fótleggir krókódíls ganga til hliðanna út frá bolnum en fuglinn stendur á tveimur nokkurn veginn lóðréttum afturlimum og framlimir- nir eru vængir ummyndaðir til flugs. Fleira í líkamsgerðinni er harla ólíkt, sem og efnaskiptin: Líkami krókódíls hitnar og kólnar með umhverfinu en fuglinn heldur á sér jöfnum, allháum líkamshita. Ef í stað krókódíls kæmi annað skriðdýr, svo sem eðla eða slanga, að ekki sé minnst á skjaldböku, yrði munurinn enn meiri. Og til skamms tíma drógu flestir vísindamenn risa- eðlurnar í dilk með skriðdýrum varðandi megingerð líkamans og efnaskiptahætti. Archaeopteryx Í Bæjaralandi syðst í Þýskalandi eru kalksteinslög úr þunnum flögum, kennd við smábæinn Solnhofen, þar sem fíngerðir hlutar genginna líf- vera hafa varðveist líkt og í Yixian í Kína. Solnhofenkalksteinninn er um 150 milljón ára, frá því seint á mið- hluta miðlífsaldar, júratímabilinu. Árið 1855 fundust í honum bein úr skepnu sem fyrst í stað var talin flug- eðla og kölluð Pterodactylus crassipes. Árið 1860 kom upp stök fjöður og næsta ár heilleg, fiðruð beinagrind, og varð þá ljóst að allt var þetta af kvikindum sömu gerðar. Dýrið ber síðan ættkvíslarheitið Archaeopteryx, öglir eða eðlufugl (23. mynd). Auk stöku fjaðrarinnar eru nú þekktir tíu steingervingar af ögli, allt frá allheillegum beinagrindum til brota úr stökum beinum. Allir fundust í Solnhofenlögunum. Einn þeirra, sem fannst 1958, er nú tal- inn glataður. Hinn síðasti komst í hendur fræðimanna 2005, allheilleg beinagrind sem áður hafði verið falin á einkasafni. – Í tímans rás hafa þessi fornu dýr hlotið ýmis fræði- heiti, en sem stendur rúmast þau að flestra mati innan einnar tegundar, A. lithographica.d Í líkama öglis birtist blanda af einkennum fugls og skriðdýrs og mönnum er nú ljóst að skrið- dýrssvipurinn verður rakinn til aldauða dýra af ákveðnum stofni kjöteðlna (sjá 4. mynd). Fiðrið var furðulíkt því sem hylur nútímafugla, en fram úr vængjunum gengu þrír fingur með klóm. Til skamms tíma 24. mynd. Beinagrind öglis (a) borin saman við bein úr lítilli kjöteðlu, fuglagríps Ornitholestes (b) og nútímafugli (c).16 23. mynd. Öglirinn, Archaeopteryx lithographica, ber í senn einkenni skriðdýrs og fugls.11 d Ættkvíslarheitið Archaeopteryx þýðir „fornvængur“. Leirsteinninn í Solnhofen var meðal annars numinn til steinprentunar, „litógrafíu“, og var við það kenndur. Þannig er viðurnafn dýrsins fengið.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.