Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 44
Náttúrufræðingurinn
44
17. aldar.1,2 Verða þær raktar hér
eftir árum.
Árið 1611 í Sjávarborgarannál:
„Varð Reyðarfjörður í Austfjörðum
að blóði. Það var deginum fyrir
Uppstigningardag.“ (Annálar IV, bls.
246.) Í Íslensk annálabrot eftir Gísla
Oddsson biskup segir um þann
atburð: „Sama ár sýndist allur
Reyðarfjörður eystra vera orðinn að
blóði, allt frá innstu fjörum og út til
Seleyjar.“ (Annálar V, bls. 522. / Ísl.
annálabrot og undur Íslands. Ak.
1942, bls. 39.)
Árið 1620 í Ballarárannál: „Á Eyja-
firði sást þá á sjónum mikið blóð og
rann saman í lifrar.“ (Annálar, III,
bls. 195.) Einnig í Sjávarborgarannál
sama ár: „Sást blóðslitur víða mjög
á sjónum um Eyjafjörð.“ (Annálar
IV, bls. 250.) Í Íslenzk annálabrot
eftir Gísla biskup segir um sama
ár: „Grímseyingar þóttust í haustlok
hafa séð hafið allt í kring verða
rautt sem blóð, svo langt sem augað
eygði.“ (Annálar V, bls. 527. / Ísl.
annálabrot …, Ak. 1942, bls. 42)
Árið 1622 í Sjávarborgarannál:
„Á þeim vetri snerist Eyjafjörður í
blóð.“ (Annálar IV, bls. 251.) Í Annála-
brotum Gísla biskups segir: „Um
veturinn sýndist Eyjafjörður nyrðra
vera orðinn að blóði.“ (Annálar V,
bls. 527 / Íslenzk annálabrot …, Ak.
1942, bls. 42.)
Árið 1633 í Fitjaannál: „Sást sjór-
inn sem blóð við Vestmannaeyjar,
sem fyr skeði, áður Tyrkir komu.“
(Annálar II, bls. 123.) Í Vallholtsannál
stendur fyrir sama ár: „Sást sjór
rauður sem blóð við Vestmanna-
eyjar.“ (Annálar I, bls. 328.) [Tyrkir
rændu Eyjar 1627.]
Árið 1638 í Fitjaannál: „Það
sumar sást blóð á sjónum í Aust-
fjörðum, sem í flekkjum eða
lengjum, af hafinu og að landinu
koma.“ (Annálar II, bls. 134.) Í
Ballarárannál segir um sama ár:
„Þá snerust fyrir austan 2 firðir í
blóð: Mjóifjörður og Seyðarfjörður.“
(Annálar III, bls. 201.) Þess sama
er getið í Sjávarborgarannál: „Sást
blóðslitur á sjónum á Mjóafirði
og Breiðafirði [Reyðarfirði!] fyrir
austan.“ Síðar segir þar: „Í tveim
fjörðum eystra sáust blóðstrik. Þau
lágu rétt í miðjum fjörðunum frá
landi og fremst í fjarðarmunna. Sjó-
menn sem þar reru, veltu blóðinu
með árunum.“ (Annálar IV, bls. 271–
272.) Þess sama er ennfremur getið í
Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772),
sjá síðar.
Árið 1646 í Sjávarborgarannál:
„Sama ár fyrir alþing sást tvisvar
blóðslitur á Öxará; item sama vor
sáust blóðlifrar í sjónum við Elliðaey
á Breiðafirði vestur.“ (Annálar IV,
bls. 281.)
Árið 1649 í Fitjaannál: „Sama haust
sást á sjónum vestra blóð mikið,
langan veg, nær viku sjávar, svo
skip og árar lituðust, sem þar um
fóru.“ (Annálar II, bls. 164.)
Árið 1650 í Vatnsfjarðarannál elsta:
„Sást blóðslitur á sjó fyrir vestan
Dýrafjörð, 2 vikur undan landi.“
(Annálar III, bls. 71.) Sama klausa
er í Vatnsfjarðarannál yngri við sama
ár (Annálar III, 124.) Í Ballarárannál
sama ár: „Þá sást fyrir Barðaströnd
á sjó af tveimur skipverjum blóð-
litaður sjórinn, meir en viku sjóar.
Þá var mikill fiskur það vor á
Breiðafirði.“ (Annálar III, bls. 208.)
Í Sjávarborgarannál segir um sama ár
(1650): „Það ár sáust blóðlifrar í sjó-
num fyrir Barðaströnd vestur.“ [Árið
1651 er í sama annál getið um fitu-
brák mikla í Faxaflóa, við alla norður-
strönd Reykjanesskaga, sem olli fugla-
dauða.] (Annálar IV, bls. 289.)
2. mynd. Blóðsjór við Hafrannsóknastofnunina (Institute of Ocean Sciences) í Sidney í
Kanada, 9. júní 2003. Ljósm.: Chris Willey, Fiskveiði- og sjávarrannsóknadeild.