Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 46
Náttúrufræðingurinn
46
loftið allt af rauðu ryki, og til
sólarinnar var að sjá um hæstan
dag sem rautt kol í eldi.4
Sveinn var talinn vel lærður,
einkum í lögspeki og tungumálum.
Hann setur blóðlitinn í samband
við jarðhræringar og eldgos, sem
vissulega er ekki fráleit skýring.
Athygli vekur sú umsögn tveggja
annála 1767, að menn hafi haldið
blóðlitinn koma úr ‚blápungum‘.
Þetta heiti er talið eiga við Beroe
cucumis sem tilheyrir kambhveljum
(Ctenophora), flokki holdýra, og er
nokkuð títt í sjó kringum landið (3.
mynd). Það er aflangt-krukkulaga,
allt að 15 cm, fjólubláleitt og næstum
gegnsætt, með átta bifháraröðum
sem lýsa í myrkri.5
Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar (1772/1975) er getið
um blóðsjó á tveimur stöðum og
sagt að „fyrirbrigði þetta sé kunnugt
í öðrum löndum, en sjaldgæft á
Íslandi“. Þeir taka upp heimild
annálanna frá 1712 um firðina við
Ísafjarðardjúp, og rita:
Sjórinn var að morgni þessa
dags blóðrauður í fjörðum
þessum, en nóttina á undan
hafði sjórinn verið sem eldur til-
sýndar, svo að hér hefir verið um
einhvers konar fosfórlýsingu að
ræða. Ekki verður um það sagt
hvort einhvers konar sjávar-
skordýr eða sjávarplöntur, t.d.
Jungermannia-tegundir, hafi
valdið þessu.6
Þarna er líklega átt við maurildi,
sem fyrr getur. (Gulur fosfór lýsir
í myrkri. Sjávarskordýr merkir lík-
lega smákrabba í sjó. Jungermannia
er oftast notað um lifurmosa!). Þeir
taka einnig upp heimild annála
af blóðsjó á Austfjörðum 1638 og
dettur í hug sú skýring að um sé að
ræða blóð úr hvölum sem hafi verið
að berjast:
Árið 1638, án þess víst sé um
árstíma, urðu fiskimenn varir
við blóð í sjónum undan Aust-
fjörðum. Rak það inn að landi í
löngum rákum eða röstum.
Þessa er hér einungis getið til
samanburðar við það sem fyrr
var skráð (grein 756c). Annars
getur það vel verið, þegar hval-
fiskar berjast í hafinu, en einkum
þó þegar háhyrningar ráðast
þúsundum saman á hina stór-
vöxnu tannlausu hvali og rífa þá
í sundur, að sjórinn verði blóð-
litaður á mílulöngum svæðum.
Þarna gæti verið að finna enn
aðra orsök til hins rauða litar í
sjónum.7
Í Ferðabók Ólafs Olaviusar
(1780) getur hann um rauðan sjó á
Austfjörðum 1776:
Þegar ég árið 1776 fór út eftir
Mjóafirði á Austurlandi, veitti
ég því athygli um hádegisbilið,
að rauðum bjarma sló á sjóinn,
rétt eins og hann flyti í blóði.
Svo var sjórinn dökkur að árar-
nar sáust varla, þegar þeim var
dýft í hann, en sjór sá sem
tekinn var upp í austurstrogið,
var að engu leyti óvanalegur.8
Ólafur hélt í fyrstu að dumbungs-
veðri og skuggum fjalla væri um að
kenna, en varð að gefa þá skýringu
upp á bátinn þar sem sama fyrir-
bæris varð vart á fleiri stöðum í
Mjóafirði, Norðfirði og Reyðarfirði.
Niðurstaða hans varð sú að litur-
inn stafaði af „furðulegri mergð
smásjávarskordýra [krabbadýra],
sem eru undir vatnsborðinu og sjást
því sjaldan, líkt og ósalt vatn litast
rautt af Monoculus pulex.“ [vatnsflóm.
/ Vísað er í heimildir neðanmáls í
bókinni.]
Næst er heimild um blóðsjó á
Austfjörðum haustið 1793 í Ferðabók
Sveins Pálssonar, en þar segir í
dagbók Sveins í mars 1794: „Með
aukapósti frá Austurlandi hinn 20.
febrúarmánaðar, bárust þau tíðindi
úr Múlasýslu, að haustið áður
hefði fjörður einn sýnzt rauður sem
blóð.“ Til skýringar vísar Sveinn í
Ferðabækur Eggerts og Bjarna og
Ólafs Olaviusar.9
Hannes Finnsson biskup minnist
á sama fyrirbæri í Kvöldvökum sínum
1794, XVI. kafla. Segist hann hafa
verið að ræða við heimilisfólk sitt
um ýmis undur: „… meðal annars
um sjóinn, sem altalað var í fyrra, að
orðið hefði að blóði á Austfjörðum.“
Hann setur á langa umræðu um
þess háttar fyrirbæri; nefnir fjölmörg
dæmi um rauðlitun vatna, fljóta og
sjávar úr víðri veröld, svo og um
Rauðár, Rauðavötn, Rauðahöf og
fleiri slík örnefni. Ennfremur segir
hann kaupfar hafa „fyrir norðan
Melrakkasléttu hitt stóra bletti og
fláka, sem hafa verið rauðir sem
blóð, og ei ólíkleg tilgáta að hafi
verið af rauðum þara.“ [Um 1800 var
orðið þari notað um ýmsa þörunga.]
Þessi kafli í Kvöldvökum er fróðlegur
og dæmigerður fyrir upplýsingar-
stefnuna sem þá var að ryðja sér til
rúms. Er ljóst að Hannes hefur haft
úr nokkru að moða um þetta efni.
Rauðahafið við Egyptaland er að
vísu ekki rautt en hefur þó rauðleit-
an blæ af blágrænþörungi sem þrífst
þar í miklu magni.10
Heimildir frá 19. öld
Frá 19. öld hefur mér ekki tekist að
finna samtímaheimildir um blóð-
sjó. Þorvaldur Thoroddsen segir
í Lýsingu Íslands: „Blóðsjór hefir
3. mynd. Blápungur (Beroe cucumis).
Ljósm.: Pálmi Dungal.