Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 58
Náttúrufræðingurinn 58 Á næsta ári verður víða um heim minnst merkra tíma-móta í sögu náttúruvísinda. Tvær aldir verða þá liðnar frá fæð- ingu Charles Darwins og 150 ár frá útgáfu tímamótarits hans Um uppruna tegundanna. Þar setti hann fram byltingarkennda kenningu um þróun lífvera vegna náttúru- legs vals. Í tilefni þessara tímamóta er stefnt að hátíðarhöldum hér- lendis á árinu 2009. Meðal þess sem er á döfinni er útgáfa rits um þróunarfræði þar sem efnið spannar allt frá spurning- um um uppruna lífsins og stein- Dagar Darwins 2009 gervingasöguna til þróunar manna og kynæxlunar. Einnig er í undir- búningi fyrirlestraröð með erlend- um fyrirlesurum og ráðstefna um þróun lífsins og þróunarkenningu Darwins sem verður á dagskrá haustið 2009. Í tilefni þessara tímamóta var nú í haust efnt til ritgerðasam- keppni í framhaldsskólum land- sins sem Samlíf (Samtök líffræði- kennara) stendur fyrir í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræði- félag og skipuleggjendur Darwins daganna. Ritgerðarefnið er Darwin og áhrif þróunarkenningarinnar á vísindi og samfélög. Skilafrestur er til 15. desember næstkomandi og skal skila ritgerðum inn á netfang- ið ritgerdasamkeppni@gmail.com. Vegleg verðlaun eru í boði en af- hending verðlauna fyrir þrjár bestu ritgerðirnar fer fram á tveggja alda afmæli Darwins, þann 12. febrúar 2009. Skipuleggjendur Darwins-daga: Arnar Pálsson Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Hafdís Hanna Ægisdóttir Steindór J. Erlingsson

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.