Náttúrufræðingurinn - 2009, Síða 62
Náttúrufræðingurinn
62
Aðrar fiskitegundir
Á undanförnum 10 árum hefur
verið nær óslitið hlýindaskeið í
hafinu umhverfis Ísland og samfara
því hefur meðalhiti á sniðum
sem vöktuð hafa verið um árabil
hækkað u.þ.b. 1° C.7 Á sama tíma
hafa orðið svipaðar breytingar og
hér hefur verið lýst hvað varðar
stóru sænál hjá fjölmörgum öðrum
fisktegundum á Íslandsmiðum.7–11
Þannig hafa fundist við landið á
þriðja tug suðrænna fisktegunda
sem ekki voru áður þekktar innan
200 mílna lögsögunnar.11 Nokkrar
sjaldgæfar flækingstegundir hafa
einnig fundist oftar en áður á undan-
förnum árum (t.d. augnasíld, horn-
fiskur, steinsuga).11 Þá hafa margar
algengar fisktegundir sem voru
taldar á norðurmörkum útbreiðslu-
svæðis síns fyrir sunnan land fundist
víðar við landið (t.d. lýsa, spær-
lingur, litla brosma, fjólumóri).11
Síðast en ekki síst hafa sumir af
stærri nytjastofnum á Íslandsmið-
um stækkað mjög og aukið veru-
lega við útbreiðslusvæði sitt (t.d.
síld, ýsa, kolmunni, skötuselur).7–10
Líklegasta skýring á þessum miklu
breytingum í útbreiðslu og að
einhverju leyti stofnstærð hefur
verið talin sú hlýnun sem orðið
hefur í sjónum við landið á undan-
förnum 10 árum.7,11
Niðurlag
Aðflutningur suðrænna fisktegunda
með sérstakar vistfræðilegar þarfir
og samkeppniseiginleika inn á ný
hafsvæði sem og víðtækar breyt-
ingar í útbreiðslu og stærð stofna
sem fyrir eru geta haft svæðis-
bundin áhrif á fæðutengsl og orku-
flæði í vistkerfinu. Á þessu stigi er
ógerningur að segja fyrir um áhrif
þess háttar breytinga á langtíma-
afkomu einstakra dýrastofna og
þróun vistkerfis sjávar við Ísland.
Á tímum breytinga eru víðtækar
og reglubundnar rannsóknir á
umhverfinu og helstu lífveruhóp-
um vistkerfisins nauðsynlegar til
þess að öðlast frekari skilning á
þessum breytingum og afleiðing-
um þeirra.
Summary
Recent increase in snake pipe-
fish (Entelurus aequoreus) in
Icelandic waters
Snake pipefish has until recently been
considered to be relatively rare in
Icelandic waters and confined to the
southwest coast of Iceland. In 2001
snake pipe fish was recorded for the
first time in a long while in Icelandic
waters as one specimen was found off
the west coast. Further records off the
south and west coast were registered in
2002, 2003 and 2004, and in the autumn
of 2004 snake pipe fish was also re-
corded at two locations off the north
coast. These last records demonstrate
that snake pipe fish can now be consid-
ered to be distributed all around Iceland.
A similar increase in abundance and
distribution has also recently been ob-
served for snake pipefish in several
other areas of the northeastern North
Atlantic Ocean.
Þakkir
Íslenskum sjómönnum er þakkað fyrir að halda til haga sjaldséðum fiskum
og koma í hendur starfsmanna Hafrannsóknastofnunarinnar. Án áhuga og
aðstoðar þeirra væri þekking á fiskafánunni við Ísland mun takmarkaðri en
raun ber vitni. Þá viljum við þakka Mark Henry og prófessor Mike Harris
fyrir leyfi til að birta myndir þeirra.
Heim ild ir
Dawson, C.E. 1986. Syngnathidae. Fishes of the north-eastern Atlantic and 1.
the Mediterranean (ritstj. Whitehead, P.J.P., Bauchot, M.-L., Hureau, J.-C.,
Nielsen, J. & Tortonese, E.). UNESCO, París, 2. bindi. 628–629.
Gunnar Jónsson & Jónbjörn Pálsson 2006. Íslenskir fiskar. Vaka-2.
Helgafell, Reykjavík. 336. bls.
Kirby, R.R., Johns, D.G. & Lindley, J.A. 2006. Fathers in hot water: 3.
rising sea temperatures and a Northeastern Atlantic pipefish boom.
Biology Letters 2. 597–600.
Harris, M.P., Beare, D., Toresen, R., Nøttestad, L., Kloppmann, M., 4.
Dörner, H., Peach, K., Rushton, D.R.A., Foster-Smith, J. & Wanless, S.
2007. A major increase in snake pipefish (Entelurus aequoreus) in northern
European seas since 2003: potential implications for seabird breeding
success. Marine Biology 151. 973–983.
Rusyaev, S.M., Dolgov, A.V. & Karamushko, O.V. 2007. Captures of Snake 5.
Pipefish Entelurus aequoreus in the Barents and Greenland Seas.
Journal of Ichthyology 47. 544–546.
Fleischer, D., Schaber, M. & Piepenburg, D. 2007. Atlantic snake pipefish 6.
(Entelurus aequoreus) extends its northward distribution range to Svalbard
(Arctic Ocean). Polar Biology 30. 1359–1362.
Héðinn Valdimarsson, Höskuldur Björnsson & Kristinn Guðmundsson 7.
2005. Breytingar á ástandi sjávar á Íslandsmiðum og áhrif þeirra á lífríkið.
Hafrannsóknastofnunin Fjölrit 116. 23–28.
Ólafur S. Ástþórsson, Ástþór Gíslason & Steingrímur Jónsson 2007. 8.
Climate variability and the Icelandic marine ecosystem. Deep-Sea
Research II 54. 2456–2477.
Ásta Guðmundsdóttir & Þorsteinn Sigurðsson 2004. Veiðar og útbreiðsla 9.
íslensku sumargotssíldarinnar að haust- og vetrarlagi árin 1978–2003.
Hafrannsóknastofnunin Fjölrit 104. 42 bls.
Jón Sólmundsson, Einar Jónsson & Höskuldur Björnsson 2007. Aukin 10.
útbreiðsla skötusels við Ísland. Náttúrufræðingurinn 75. 13–20.
Ólafur S. Ástþórsson & Jónbjörn Pálsson 2006. New fish records and 11.
records of rare southern fish species in Icelandic waters in the warm
period 1996–2005. International Council for the Exploration of the Sea,
CM 2006/C20. 22 bls.
Um höfundana
Ólafur S. Ástþórsson (f. 1952) lauk B.Sc.-prófi í líffræði
frá Háskóla Íslands árið 1975 og Ph.D.-prófi í sjávar-
líffræði frá University of Aberdeen, Skotlandi árið
1980. Ólafur hefur starfað á Hafrannsóknastofnun-
inni síðan 1981 sem sérfræðingur við dýrasvifsrann-
sóknir, sviðstjóri á sjó- og vistfræðisviði og aðstoðar-
forstjóri.
Jónbjörn Pálsson (f. 1949) lauk B.Sc.-prófi í líffræði frá
Háskóla Íslands árið 1973 og M.Sc.-prófum frá
University of Southern Mississippi, Mississippi,
Bandaríkjunum árið 1979 og University of Guelph,
Ontario, Kanada árið 1982. Jónbjörn hefur starfað á
Hafrannsóknastofnuninni síðan 1983, lengst af sem
sérfræðingur við flatfiskarannsóknir.
Póst- og netföng höfunda/Authors’ addresses
Ólafur S. Ástþórsson
osa@hafro.is
Jónbjörn Pálsson
jonbjorn@hafro.is
Hafrannsóknastofnunin
Skúlagötu 4
Pósthólf 1390
IS-121 Reykjavík