Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 5

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 5
 VIRK DAVÍÐ ÞORLÁKSSON formaður stjórnar VIRK 2020-2021 Sanngjarnt árangursmat Árangur VIRK nægir ekki einn og sér til að auka atvinnuþátttöku og virkni í samfélaginu. Í aðdraganda þess að ASÍ og SA stofnuðu VIRK 19. maí 2008 lýstu stjórnvöld yfir vilja til margvíslegra aðgerða til að sporna gegn miklu og ótímabæru brottfalli starfsfólks af vinnumarkaði. Aukin starfsendurhæfing með stofnun VIRK átti að vera væri einn þáttur í mikilli kerfisbreytingu í starfsendurhæfingar- og örorkumálum sem þyrfti að eiga sér stað til að sporna gegn vaxandi örorkutíðni. Sú kerfis- breyting hefur hins vegar ekki átt sér stað. Nú stendur yfir heildarúttekt á vegum félagsmálaráðuneytisins á þjónustu VIRK. Úttektin byggir á bráðabirgðaákvæði II í lögum nr. 60/2012 þar sem segir m.a. að óháð nefnd sérfræðinga skuli falið að leggja mat á það hvort þjónusta starfs- endurhæfingarsjóða hafi haft mælanleg áhrif á örorkubyrði lífeyrissjóða og almanna- trygginga og nýgengi örorku á starfstíma starfsendurhæfingarsjóða. Stofnaðilar VIRK, aðilar vinnumarkaðarins, hafa því ávallt litið svo á að ekki væri hægt að setja árangur VIRK í samhengi við örorkubyrði lífeyrissjóða og almannatrygginga nema verkefninu væri haldið áfram eins og fyrirhugað var á sínum tíma og stigin væru fleiri skref til breytinga í þessu umhverfi. Ekki sé sanngjarnt eða raunhæft að meta árangur af starfsemi VIRK út frá stærðum sem eiga sér fjölmarga og sterka áhrifavalda aðra en þá sem snúa að starfsendurhæfingu og skipulagningu hennar. Það sé hins vegar alltaf sjálfsagt að meta árangur og starf VIRK með sanngjörnum og viðurkenndum aðferðum á hverjum tíma og VIRK er sífellt að leita leiða til að þróa og bæta það árangursmat í samstarfi við fagaðila innanlands og erlendis. Það er því niðurstaða stjórnar VIRK að ekki sé raunhæft eða rétt að meta árangur VIRK í dag í samhengi við örorkubyrði lífeyrissjóða og TR eins og gert er ráð fyrir í ofangreindu bráðabirgðaákvæði II í lögum nr. 60/2012. Úttektin verði að taka mið af því að einungis sá hluti þeirra kerfisbreytinga sem snýr að starfsemi VIRK hafa verið framkvæmdur en lagabreytingar látið á sér standa. Forsendur úttektarinnar eru því ófullkomnar og eðlilegra væri að fram færi heildstæð úttekt á þörf fyrir umbætur á kerfinu sem heild. Kerfisbreytinga er þörf Aðilar vinnumarkaðarins voru í góðri trú um að hrint yrði í framkvæmd aðgerðum og breytingum í kjölfar stofnunar VIRK 2008 og sátt myndi nást um breytingar á bótakerfinu. Það gerðist ekki. Augljóst er að markmið um lækkun nýgengis örorku nást ekki með starfsendurhæfingu einni og að ríkisvaldið þarf að stuðla að þeim kerfisbreytingum sem að var stefnt. Árangur af starfsemi VIRK er óumdeildur en útilokað er að mæla áhrif af starfsemi VIRK einni saman á örorkubyrði og nýgengi örorku þar sem fjölmargir aðrir áhrifaþættir koma við sögu. Eðlilegt er að úttekt á nýgengi örorku taki til allra þeirra þátta og aðila sem áhrif hafa, einkum örorkukafla laga um almannatryggingar, reglugerðar um örorkumat, laga um lífeyrissjóði og starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins. Stofnaðilar VIRK kalla eftir að ráðist verði í þær kerfisbreytingar sem stjórnvöld hafa margsinnis lýst yfir að þau stefni að síðastliðin 15 ár í sátt og samráði við stofnendur VIRK og ÖBÍ. þjónustuþegum fannst VIRK hafa aðlag- að þjónustu að þörfum þeirra á tímum Covid-19. Það voru 87% þjónustuþega sem svöruðu sem töldu að VIRK hefði tekist vel að aðlaga þjónustuna. Ráðgjafar, starfsmenn og þjónustuaðilar eiga hrós skilið fyrir snör viðbrögð og þrautseigju sem skilaði sér í sem minnstu rofi á starfsendurhæfingu á erfiðum tímum. Stjórn og framkvæmdastjórn VIRK þurftu einnig að aðlaga sig nýjum aðstæðum og bregðast við nýjum áskorunum í starfsemi og rekstri VIRK og kann ég þeim hinar bestur þakkir fyrir farsælt og árangursríkt samstarf. Árangur og ávinningur Um áramótin höfðu alls 19.358 hafið starfsendurhæfingu hjá VIRK frá því að fyrsti einstaklingurinn hóf starfs- endurhæfingu haustið 2009. Yfir 80 prósent þeirra sem til VIRK hafa leitað hafa ekki haft starfsgetu vegna andlegra sjúkdóma eða stoðkerfisvandamála. Um 77% þeirra tæplega 12.000 einstaklinga sem lokið hafa þjónustu, útskrifast frá VIRK, teljast virkir á vinnumarkaði við útskrift, eru með vinnugetu og fara annað hvort beint í launað starf, virka atvinnuleit eða lánshæft nám. VIRK er því að ná árangri. Árangri sem felur í sér tugmilljarða árlegum ávinningi fyrir samfélagið eins og sýnt hefur verið fram á í árlegum skýrslum Talnakönnunar sem metið hefur ávinninginn af starfsemi VIRK undanfarin átta ár. Ábati samfélagsins af starfsendurhæfingu á vegum VIRK skilar sér til Tryggingastofnunar, lífeyrissjóða og ríkisins í formi minni útgjalda og aukinna skatttekna. Ofan á þetta kemur svo bættur hagur einstaklinga, bæði fjárhagslegur og ekki síst aukin lífsgæði þeirra sem felast í því að geta tekið fullan þátt í samfélaginu. 5virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.