Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 7

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 7
 VIRK fagaðila og bæta upplýsingagjöf bæði til einstaklinga í þjónustu og samstarfsaðila um allt land. Ný vefsíða var tekin í notkun á árinu þar sem lögð er áhersla á mikla og góða upplýsingagjöf til bæði einstaklinga í þjónustu og samstarfsaðila VIRK um allt land. Þar er m.a. að finna mjög gott yfirlit yfir virkniúrræði um allt land en virkniúrræði eru fjölbreytt gjaldfrjáls úrræði sem einstaklingar geta nýtt sér eftir þörfum og aðstæðum. Þetta yfirlit er einstakt og gagnast bæði einstaklingum með skerta starfsgetu, fag- aðilum og samfélaginu í heild sinni. Á nýjum vef VIRK er einnig að finna efni sem sett er upp á gagnvirkan hátt og spannar allt ferli atvinnuleitar. Þessi síða heitir „Aftur í vinnu“ og nýtist bæði einstaklingum í starfsendurhæfingu sem og öllum sem eru í atvinnuleit. Líney Árnadóttir gerir betur grein fyrir þessari þjónustu á vefsíðu VIRK hér aftar í ársritinu. Gæði og fagmennska Frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á að þjónusta VIRK sé fagleg og standist tiltekin gæðaviðmið. Öll starfsemi VIRK er vottuð samkvæmt ISO 9001 staðlinum og gæðaúttektir hafa nú um margra ára skeið verið framkvæmdar af ytri aðilum og niðurstaða þeirra hefur verið með ágætum. Sífelld vinna á sér stað við að straumlínulaga ferla hjá VIRK og ávallt er stefnt að því að gera þjónustuna bæði hagkvæmari og betri. VIRK er einnig með jafnlaunavottun ÍST 85:2012 og stefnt er að því að fá vottun á sviði upplýsingaöryggis ISO 27001 í lok þessa árs. Til viðbótar við þetta hefur VIRK nú um nokkurra ára skeið fengið viðurkenningar sem Framúrskarandi fyrir- tæki hjá Creditinfo, Opinbert fyrirmyndar- fyrirtæki hjá Viðskiptablaðinu og Keldunni og Fyrirmyndarfyrirtæki ársins hjá VR. Þjónusta VIRK á tímum Covid-19 Árið 2020 var erilsamt í starfsemi VIRK því auk mikils fjölda nýrra einstaklinga í þjónustu þurftu bæði þjónustuþegar, ráðgjafar og starfsmenn VIRK að takast á við ýmsar áskoranir sem fylgdu Covid–19. Lögð var áhersla á að halda uppi góðri þjónustu þrátt fyrir samkomutakmarkanir og aðrar hindranir og bæði ráðgjafar, starfsmenn og þjónustuaðilar sem starfa fyrir VIRK eiga mikinn heiður skilinn fyrir útsjónarsemi og snör viðbrögð. Á mjög skömmum tíma var talsverðum hluta þjónustunnar komið yfir í fjarþjónustu með aðstoð tækninnar og í kjölfarið urðu til mörg ný rafræn úrræði og þjónustuleiðir. Einstaklingar í þjónustu kunnu vel að meta snögg viðbrögð VIRK við breyttum aðstæðum eins og eftirfarandi tilvitnun í þjónustuþega ber með sér: „Sérstakt hrós fyrir skjót viðbrögð við fyrstu Covid bylgjunni, fyrirvaralaust sáu fagaðilar VIRK sér fært um að snara námskeiðum og fundum yfir í fjarskipti sem er algerlega aðdáunarvert og virkaði hnökralaust að mínu mati. Ég er endalaust þakklát fyrir alla þá góðu þjónustu sem ég fékk frá VIRK.“ Hér aftar í ársritinu er að finna upplýsingar um ýmsar niðurstöður úr þjónustukönnun VIRK á árinu 2020 ásamt nokkrum tilvitn- unum í ummæli einstaklinga sem svöruðu könnuninni. Forvarnir fyrir alla Starfsendurhæfingarþjónusta er gríðarlega mikilvæg og skilar miklum ávinningi bæði til einstaklinga og samfélagsins í heild sinni. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á að koma í veg fyrir að einstaklingar þurfi á starfsendurhæfingarþjónustu að halda og þar skipta forvarnir miklu máli ásamt því að tryggja að innviðir, stuðnings- kerfi og menning samfélagsins hvetji og styðji einstaklinga til þátttöku og virkni. Forvarnir eru hlutverk okkar allra. Við berum þar ábyrgð bæði sem einstaklingar og samfélag. Hluti af starfsemi VIRK felst því í forvörnum og á undanförnum árum hefur VIRK lagt meiri áherslu á þennan þátt starfseminnar. Í starfsendurhæfingarferlinu verður til mikil þekking og reynsla sem mikilvægt er að koma áfram með það að markmiði að draga úr þörf fyrir starfs- endurhæfingu til framtíðar. Í því samhengi heldur VIRK m.a. úti vefsíðunni www. Undanfarin ár hefur verið gert átak í því hjá VIRK að aðstoða sérstaklega þá einstaklinga sem ekki hafa fulla vinnugetu í lok starfsendurhæfingar og þurfa því meiri þjónustu og aukna aðstoð út á vinnumarkaðinn.“ velvirk.is þar sem er að finna mikið efni sem gagnast bæði einstaklingum og stjórnendum í atvinnulífinu. Efnið á vefsíðunni byggir einnig á nýjustu rannsóknum og viðmiðum í stjórnunar- og vellíðunarfræðum. Í gegnum www.velvirk.is hefur VIRK miðlað fræðslu, ráðleggingum, hugmyndum, tækjum og tólum sem hafa það að markmiði að aðstoða bæði einstaklinga og fyrirtæki við að standa vörð um heilsu og vinnugetu starfsmanna. Sérstök fræðslusíða vegna Covid-19 var byggð upp á þessum vef þar sem m.a. er fjallað um hreyfingu, útivist, nám, heimavinnu og ráð til stjórnenda á þessum sérstöku tímum. Hluti forvarnarverkefnis VIRK felst einnig í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að byggja upp heilsueflandi umhverfi á vinnustöðum og á vormánuðum 2019 var ákveðið að VIRK færi í formlegt samstarf með Embætti landlæknis og Vinnueftirlitinu við þróun viðmiða fyrir „Heilsueflandi vinnustað“ en markmiðið er að stuðla að betri heilsu og vellíðan á vinnustöðum. Um 13 stofnanir og fyrirtæki taka þátt í þróun viðmiðanna og stefnt er að því að þau geti orðið aðgengileg fyrir alla vinnustaði seinni hluta ársins 2021. Aukin atvinnutenging í starfs- endurhæfingu Mikil þróun hefur átt sér stað hjá VIRK í að auka atvinnutengingu í starfsendurhæfingu. Þetta er í takt við nýjustu rannsóknir og reynslu í þróun starfsendurhæfingar. Ráð- gjafar VIRK hafa frá upphafi verið í góðu samstarfi við atvinnulífið en undanfarin ár hefur verið gert átak í því hjá VIRK að aðstoða sérstaklega þá einstaklinga sem ekki hafa fulla vinnugetu í lok starfsendurhæfingar og þurfa því meiri þjónustu og aukna aðstoð út á vinnumarkaðinn. Sérstakir atvinnulífstenglar hafa verið ráðnir til starfa sem hafa m.a. það hlutverk að byggja upp góð tengsl við fyrirtæki og stofnanir á vinnumarkaði og finna störf við hæfi fyrir einstaklinga sem eru að ljúka starfsendurhæfingarferlinu hjá VIRK. Á árinu 2020 fengu 432 einstaklingar aðstoð atvinnulífstengla VIRK í lok þjónustu. 189 fóru í starf og 20 í nám og um áramótin voru 135 af þessum einstaklingum enn í þjónustu VIRK. Þetta er gríðarlega góður árangur, sérstaklega í ljósi ástandsins á vinnumarkaði á árinu 2020. Hér hafa atvinnurekendur lagt sig fram um að aðlaga störf við hæfi fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu og unnt er að fullyrða að flestir þessara einstaklinga 7virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.