Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 9

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 9
 VIRK Mat á árangri VIRK verður að byggja á þeim þáttum sem VIRK hefur stjórn á. Árangursrík starfsendurhæfing er vissulega mikilvæg forsenda þess að unnt sé að draga úr nýgengi örorku en hún dugar ekki til ein og sér.“ aukna eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu ungs fólks sem og uggvænlega þróun í mati einstaklinga á andlegri líðan sinni í könnunum Landlæknisembættisins og Rannsókna og greiningar. Í þessu samhengi má einnig benda á að ýmsum sjúkdómsgreiningum hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum áratugum. Hegðun og líðan sem áður var talin merki um margbreytileika einstaklinga og mismunandi viðhorf er nú meðhöndluð sem heilsufarslegt vandamál. Slík sjúkdóma- væðing á aðstæðum einstaklinga getur dregið úr virkri þátttöku þeirra í samfélaginu og á vinnumarkaði þó vissulega sé mikilvægt að greina vanda einstaklinga og veita þeim þjónustu og tækifæri í samræmi við hæfni og getu. Þessi þróun hófst löngu áður en VIRK tók til starfa og svipar til þess sem hefur átt sér stað í öðrum vestrænum samfélögum. Langvinnir lífsstílssjúkdómar og fjölveikindi eru í dag taldir vera eitt stærsta heilbrigðis- vandamál heimsins. Á árinu 2005 áætlaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að um 61% af öllum dauðsföllum mætti rekja til þessara sjúkdóma3. Áætlað er að til ársins 2030 muni dauðsföllum vegna þessara sjúkdóma fjölga um 70% og byrði þeirra á heilbrigðiskerfið aukast um 56%. Þessi þróun hefur núna átt sér stað um áratugaskeið og ljóst að hún hefur mikil áhrif á heilsu og vinnugetu einstaklinga og mun væntanlega hafa það einnig á næstu áratugum ef ekkert verður að gert. Í þessu samhengi er góð og öflug þjónusta á sviði þverfaglegrar starfsendurhæfingar bæði mikilvæg og nauðsynleg en hún tekst að mestu á við afleiðingar þessarar vanlíðunar og heilsubrests en ekki mögulegar orsakir. Mikilvægt er að skoða þessa þróun betur, greina orsakir og áhrifavalda og finna fleiri færar leiðir. Þegar horft er á velferð og velsæld innan samfélagsins þá er ekki nægjanlegt að skoða bara tölur um hagvöxt og efnahagsleg gæði. Það þarf líka að gæta þess að uppbygging, kröfur og viðhorf í samfélaginu stuðli einnig að andlegri vellíðan, jafnrétti og jafnvægi milli einstaklinga og hópa. Einnig þarf að huga sérstaklega vel að velferð, uppeldi og umgjörð barna og ungs fólks. Það er forsenda þess að okkur takist að byggja upp gott og sjálfbært samfélag til framtíðar. Áhrif efnahagslegra áfalla Á sama tíma og VIRK hefur verið að byggjast upp hafa átt sér stað mikil áföll og miklar breytingar í íslensku samfélagi. Við höfum gengið í gegnum djúpar dýfur eins og fjármálahrunið og nú síðast Covid-19. VIRK var stofnað á árinu 2008, rétt fyrir fjármálahrunið. Byrjað var að veita þjónustu á árinu 2009 og fljótlega kom í ljós gríðarleg þörf fyrir starfsendurhæfingarþjónustu og sú þörf hefur ekkert dvínað, frekar aukist ef eitthvað er. Það hefur líka komið í ljós að margir einstaklingar hafa verið að kljást við afleiðingar hrunsins árum saman með tilheyrandi áföllum og heilsubresti. Þegar þetta er skrifað er samfélagið að hluta til lokað vegna Covid-19, atvinnuleysistölur í hæstu hæðum og margir sem eiga erfitt með að ná endum saman. Slíkt ástand í lengri tíma getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og vinnugetu einstaklinga. Það er því alveg ljóst að það getur orðið mikil þörf fyrir starfsendurhæfingarþjónustu á næstu árum. Örorka og árangur Þegar tölur eru skoðaðar og metnar um fjölda einstaklinga á örorkulífeyri er mikilvægt að skoða nýgengi á hverjum tíma og þá í hlutfalli við fjölda einstaklinga í samfélaginu. Með nýgengi er átt við fjölda nýrra einstaklinga sem fara á örorku á hverjum tíma sem hlutfall af heildarfjölda íbúa í landinu á vinnumarkaðsaldri. Mynd 1 inniheldur upplýsingar um nýgengi 75% örorkumats hjá TR á hverja 1000 íbúa. Myndin inniheldur einnig upplýsingar um staðlað nýgengi út frá aldri en þá er búið að taka tillit til þess að aldurssamsetning þjóðarinnar er önnur í dag en hún var fyrir áratug síðan. Þjóðin í heild sinni er að eldast og það hefur eðlilega áhrif á örorkutölur þar vinnumarkaði og verði örorkulífeyrisþegar. Það er þó hægara sagt en gert að stilla þessu upp á þennan hátt því í því felst sú áskorun að áætla hver þróun nýgengis örorku hefði orðið ef þjónustu VIRK hefði ekki notið við. Mikilvægir þættir sem VIRK hefur enga stjórn á ráða miklu um nýgengi örorku. Áhrifaþættirnir eru fjölmargir og flóknir og rannsóknir og reynsla sýna að árangur næst yfirleitt ekki nema tekið sé heildstætt á öllum þáttum sem skipta máli. Við búum í flóknu samfélagi þar sem áhrifa- þættir vinnugetu og skertrar starfsgetu eru mjög margir, flóknir og tengdir saman á marga vegu. Hér má t.d. nefna fyrirkomulag bóta- og stuðningskerfis, aðgengi að og þróun heilbrigðisþjónustu, tækniþróun, sveigjanleika og möguleika á vinnumarkaði, stuðning í skólakerfi og síðast en ekki síst menningu, viðhorf og andlega líðan í sam- félaginu og hjá einstaklingunum sjálfum. Til að ná árangri í að auka vinnugetu og þátttöku einstaklinga í samfélaginu þarf að vinna í öllum þessum þáttum og mikilvægt er að afnema kerfislægar hindranir fyrir atvinnuþátttöku en þær er að finna í miklum mæli í uppbyggingu á því framfærslukerfi sem er til staðar hér á landi í dag fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Þegar VIRK var stofnað átti VIRK að vera einn þáttur í miklu breytingarferli á þessu sviði en niðurstaðan eftir 12 ár er hins vegar að nær engar kerfislegar breytingar hafa átt sér stað aðrar en uppbygging á þjónustu VIRK. Faraldur skertrar starfsgetu Á þeim 12 árum sem VIRK hefur starfað hefur faglegri þekkingu á eðli og umfangi skertrar starfsgetu fleygt fram. Þessar rann- sóknir benda til að það séu ýmis teikn á lofti um minnkandi starfsgetu í hinum vestræna heimi og hafa menn jafnvel talað um faraldur í þessu samhengi. Þetta hefur verið staðfest af WHO og hagstofum ýmissa landa1. Ástæðurnar eru fjölmargar og flóknar og mikilvægt er að skoða, rannsaka og ráðast hér að rót vandans. Þessi þróun hefur átt sér stað núna um áratuga skeið og virðist bæði tengjast geðheilbrigði og geðrænum vanda af ýmsum toga og ýmsum lífsstílssjúkdómum2. Í grein Svandísar Nínu Jónsdóttur hér aftar í ársritinu er m.a. fjallað um þróun geðraskana út frá ýmsu talnaefni sem gefur til kynna að andlegri líðan einstaklinga í íslensku samfélagi fari hnignandi. Bent er m.a. á mikla aukningu í notkun þunglyndislyfja, 9virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.