Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 11
VIRK
í endurhæfingu og á endurhæfingarlífeyri
með það í huga að allra leiða sé leitað til
að auka vinnugetu ungra einstaklinga áður
en örorkumat er framkvæmt. Til að TR
geti gert slíkar ráðstafanir þurfa að vera til
endurhæfingaraðilar eins og VIRK sem geta
boðið upp á slíka þjónustu. Lægra nýgengi
örorku undanfarin tvö ár má þannig skýra
með bæði ákvarðanatöku og aukinni þjónustu
og samspili ólíkra stofnana hvað þetta varðar
og þar skiptir þjónusta VIRK miklu máli.
Um helmingur þeirra sem er á örorkulífeyri
hjá TR fær einnig greiddan örorkulífeyri úr
lífeyrissjóðum. Mynd 2 sýnir upplýsingar
um þróun örorkulífeyrisgreiðslna frá
lífeyrissjóðum settar fram sem hlutfall
af hverjum aldurshópi. Eins og sjá má
þá eru þessir ferlar frekar stöðugir yfir
langan tíma og benda ekki til almennrar
hækkunar á tímabilinu þótt oft hafi verið
rætt um þessa þróun á öðrum nótum. Ef
þessir ferlar eru settir í samhengi við þær
örorkulíkur sem lífeyrissjóðir hafa notað
í sínum útreikningum þá eru rauntölur
heldur lægri en líkurnar 4.
Ef mynd 1 er skoðuð þá sést að á undanförn-
um áratug hefur nýgengi örorku frekar
lækkað ef eitthvað er og mynd 2 gefur ekki til
kynna hlutfallslega fjölgun örorkulfeyrisþega
lífeyrissjóða frá 2007 – 2018 þó eðlilega
séu einhverjar sveiflur á milli ára. Reyndar
þarf að taka inn í myndina að samsetning
einstaklinga á vinnumarkaði hefur líka
breyst þar sem fleiri erlendir ríkisborgarar
eru við störf hér á landi í dag en fyrir áratug
síðan. Við getum hins vegar velt því fyrir
okkur hvort við höfum ekki, þrátt fyrir mikil
efnahagsleg áföll, gallað framfærslukerfi og
þann faraldur skertrar starfsgetu sem lýst
var hér að framan, náð þó nokkrum árangri í
að viðhalda vinnugetu og virkni einstaklinga.
Án efa hefðum við getað gert margt betur
en það er samt sem áður full ástæða til
að benda á það sem vel hefur verið gert og
almennt hafa fagaðilar, fyrirtæki og stofnanir
í íslensku velferðarkerfi lagt sig fram um að
gera sitt allra besta við oft erfiðar aðstæður.
VIRK hefur frá upphafi lagt áherslu á
að mæla árangur starfseminnar. Allar
þær mælingar sem unnt hefur verið
að framkvæma bæði innan VIRK og af
utanaðkomandi aðilum sýna að árangurinn
er mikill og þær sýna glöggt hversu miklu
máli skiptir fyrir samfélagið að fjárfesta í fólki
og aðstoða fólk í vanda. Niðurstaðan er sú
sama hvort heldur sem mælikvarðarnir eru
fjárhagslegir eða mat einstaklinga á líðan
sinni og lífsgæðum (sjá nánar nokkrar helstu
niðurstöður þessara mælinga hér á næstu
síðum ársritsins).
Það verður hins vegar aldrei hægt að meta
árangur VIRK á heildstæðan hátt með því
að skoða hvað hefði gerst ef VIRK hefði
ekki verið til staðar. Sú sviðsmynd er ekki
til. Það er hins vegar hægt að fullyrða með
þeim rökum og mælingum sem að framan
greinir að VIRK hefur haft mikil og jákvæð
áhrif á þátttöku, lífsgæði og líðan þúsunda
einstaklinga á undanförnum árum. Það
má einnig leiða að því líkum að staðan hér
á landi hvað varðar fjölda á örorku væri
mun verri í dag ef VIRK hefði ekki verið til
staðar undanfarinn áratug. Starfsemi VIRK
hefur þannig, ásamt ýmsum öðrum þáttum,
mildað verulega áhrif efnahagslegra áfalla á
starfsgetu einstaklinga ásamt því að draga
úr áhrifum þess faraldurs minnkaðrar
starfsgetu sem farinn var af stað hér á landi
og í öðrum vestrænum ríkjum talsvert áður
en VIRK var stofnað.
Heimildir
1. Alize J. Ferrari, Amanda J. Baxter,
Adele Jane Somerville o.fl. Global variation
in the prevalence and incidence of major
depressive disorder: A systematic review
of the epidemiological literature. Psycho-
logical Medicine 2013; 43: 471-483.
2. Talnabrunnur Landlæknisembættisins,
ágúst 2017.
3. Fatma Al-Maskari. Lifestyle Diseases:
An Economic Burden on the Health
Services. UN Chronicle. Sameinuðu
þjóðirnar.
4. Talnakönnun. Örorka á Íslandi - þróun
frá 2007 og samanburður eftir aldri og
kyni. Skýrsla fyrir VIRK – Starfsendur-
hæfingarsjóð, febrúar 2021.
Heimild: Hagstofa Íslands, Talnakönnun.
Ár
Örorkulífeyrir lífeyrissjóða
Hlutfall af hverjum aldurshópi tímabilið 2007-2018
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
18-19 ára 30-39 ára 60-64 ára20-29 ára 50-59 ára40-49 ára 65-66 ára
25%
20%
15%
10%
5%
0%
Mynd 2
11virk.is