Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 20

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 20
UMRÆÐAN UM AUKIÐ ALGENGI GEÐRASKANA Í ÍSLENSKU SAMFÉLAGI HEFUR SJALDAN VERIÐ MEIRI EN NÚ. F jölmiðlum er tíðrætt um viðfangs- efnið og hafa mörg félaga- og góðgerðasamtök, heilbrigðisstofnanir og fagfélög heilbrigðisstétta, bent á að geðheilbrigðisvandi íslensku þjóðarinnar sé umfangsmikill og að hann fari vaxandi. Nýlegt og eftirminnilegt átak Geðhjálpar (kennt við töluna 39 og vísar til fjölda sjálfsvíga árið 2019) er vitnisburður um þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað hérlendis. Í átakinu er skorað á stjórnvöld og samfélag að setja „geðheilsu í forgang“ og skrifuðu tugir þúsunda Íslendinga undir áskorun þess efnis1. Svipað má segja um stöðuna á heimsvísu en samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er áætlað að umfang geðraskana í heiminum hafi aukist um 13% síðasta áratuginn og er þunglyndi talið vera ein helsta ástæða örorku – eða skertrar starfsgetu – í heiminum í dag 2 . Í nýlegri heilbrigðisstefnu hérlendis fyrir árið 2030 er stigið nýtt skref til úrbóta og lagðar til auknar aðgerðir til að efla geðrækt, m.a. með starfrækslu geðheilsuteyma um land allt og markvissri fjölgun starfandi sálfræðinga á heilsugæslustöðvum3. En þrátt fyrir aukna áherslu WHO, Landlæknisembættis, heil- brigðisráðuneytis og félagasamtaka á mikil- vægi geðheilsu benda mælingar til þess að vandinn fari ekki minnkandi. Hvað veldur? Í þessari grein er leitast við að draga upp mynd af geðheilbrigðisvandanum út frá ýmsum hliðum. Gagnauppspretturnar eru margvíslegar og af þeim sökum er yfir- litið nokkuð ítarlegt. Athygli vekur að þó niðurstöðurnar beri flestar að sama brunni, þ.e. þunglyndis- og kvíðaeinkenni virðast sífellt algengari (og/eða umfangsmeiri) þá er einnig að sjá ýmsar brotalamir og misræmi í yfirliti gagna og rannsókna. Hvernig eru geðraskanir skilgreindar? Í raun má segja að hugtakið „geðraskanir“ (e. mental disorders) sé nokkurs konar regnhlífarhugtak, notað yfir ýmis konar sjúk- dóma og atferli sem valda truflun í andlegu lífi og/eða hegðunarmynstri einstaklinga4. Þó hugtakið sé þægilegt í notkun er það nokkuð villandi fyrir leikmenn. Á margan hátt má segja að orðið gefi til kynna að geðraskanir séu samleitur flokkur sjúkdóma og atferlis ANDLEGRI HEILSU ÍSLENDINGA HRAKAR HVAÐ VELDUR? SVANDÍS NÍNA JÓNSDÓTTIR verkefnastjóri hjá VIRK 20 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.