Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Qupperneq 21

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Qupperneq 21
 VIRK en ekki jafn víðfeðmur og raun ber vitni. Bæði fagmenn og leikmenn nota hugtakið á víxl, burtséð frá því hvort verið sé að fjalla um þunglyndis- og kvíðaraskanir eða geðsjúkdóma á borð við geðhvarfasýki eða geðklofa. Á Íslandi eru sjúkdómar og tengt atferli skráð samkvæmt fyrirmælum 10. útgáfu alþjóðlegu tölfræðiflokkunar sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála (kölluð ICD- 10 í daglegu tali), gefin út af WHO. Fimmti kafli flokkunarkerfisins fjallar um geð- og atferlisraskanir í hvorki meira né minna en 11 aðalköflum, sem síðan kvíslast í enn fleiri undirkafla5. Aðalkaflarnir endurspegla vel hversu breytilegar geðraskanir eru, allt frá heilabilun til fíkniraskana, frá þroskaheftingu til þunglyndis- og kvíðaraskana, frá geð- hvarfasýki til geðklofa6. Vegna þessa breyti- leika þarf að vanda til verka í umræðunni um geðraskanir og greina á milli hvaða veikindi eða raskanir verið er að fjalla um þá stundina. Andleg heilsa Íslendinga Hér á landi er geðheilsa og algengi geð- raskana einkum mæld í sjálfsmatskönn- unum á andlegri heilsu, með skimunum á kvíða- og depurðareinkennum, í þunglyndis- lyfjanotkun, í sjálfsvígstölum, í fjölda vitjana og símtala til heilsugæslustöðva og í algengi örorku á grundvelli geðraskana. Undan- farin ár (og jafnvel áratugi) sjást skýrar vísbendingar í þessum gögnum um hnignun í andlegri líðan þjóðarinnar. Í könnunum Landlæknisembættisins Heilsa & líðan Íslendinga árin 2007, 2012, 2017 og 2019-2020 er að sjá marktæka aukningu á hlutfalli fullorðinna einstaklinga sem meta andlega heilsu sína sæmilega eða lélega, frá 17% árið 2007 í 24% árið 2019 og 28% árið 2020 (mynd 1). Konur eru líklegri en karlar til að meta andlega heilsu sína sæmilega eða lélega öll árin. Jafnvel þó við tækjum 2020 mælingunum með ákveðnum fyrirvara vegna Covid-19 farsóttar er hin stígandi leitni í gögnunum nokkuð ljós frá árinu 2007. Svipað er að segja um andlega heilsu ung- menna. Umfangsmiklar þýðiskannanir Ran- sókna og greiningar meðal nemenda í 8.-10. bekkjum grunnskóla sýna að líkt og meðal fullorðinna, hefur mat ungmenna á andlegri heilsu sinni hnignað. Árið 2012 mátu um 3% nemenda í unglingadeildum grunnskóla andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma borið saman við 13% þeirra árið 2020 (mynd 2). Í könnunum Rannsókna og greiningar er einnig skimað fyrir helstu depurðar- og kvíðaeinkennum. Líkt og sjá má á mynd 3 er algengara nú að ungmenni haki við helstu einkenni depurðar en áður. Um 19% nemenda voru stundum eða oft niðurdregnir eða daprir árið 2012, um 24% árin 2016 og 2018 og 29% árið 2020. Einnig er algengara að nemendur finni til aukins áhugaleysis (lítillar eða engrar ánægju)7. Árið 2012 sögðu 16% þeirra að það ætti stundum eða oft við um þá að vera „ekki spenntir fyrir að gera nokkurn hlut“ borið saman við talsvert hærra hlutfall árið 2020 (24%). Hér gilda þó sömu fyrirvarar og áður, farsótt og sóttvarnaraðgerðir 2020 gætu hafa ýkt depurðareinkenni á árinu 2020. Skimleit á einkennum þunglyndis og kvíða meðal nemenda í unglingadeildum í grunnskólum í Breiðholti sýnir svipaðar niðurstöður. Á tímabilinu 2009-2015 varð talsverð aukning á hlutfalli nemenda sem mældist yfir viðmiðunarmörkum, þá sér- staklega meðal stúlkna. Hlutfall stúlkna sem var yfir viðmiðunarmörkum í einkenn- um þunglyndis meira en tvöfaldaðist á tímabilinu og hlutfall þeirra sem var yfir viðmiðunarmörkum í einkennum kvíða fjór- faldaðist (ekki sýnt á mynd)8. Tíðari samskipti við heilsugæslustöðvar vegna andlegs vanda ungmenna Samfara hnignun á andlegri líðan má búast við aukinni eftirspurn eftir geðheilbrigðis- þjónustu. Yfirgripsmikil rannsókn Ingu Dóru Sigfúsdóttur o.fl. (2008) á andlegri líðan ungmenna í 9. og 10. bekkjum grunnskóla á tíu ára tímabili (1997, 2000, 2003 og 2006) 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 15% 10% 5% 0% 30% 20% 10% 0% Karlar Niðurdregnir eða daprir Konur Andleg heilsa: slæm / mjög slæm Alls (konur og karla) Ekki spenntir fyrir að gera nokkurn hlut Hlutfall fullorðinna sem metur andlega heilsu sína sæmilega eða lélega árin 2007, 2012, 2017, 2019 og 2020 Hlutfall nemenda í 8-10. bekkjum grunnskóla sem meta heilsu sína slæma eða mjög slæma Hlutfall nemenda í 8-10. bekkjum grunnskóla sem segjast stundum eða oft hafa upplifað tiltekin einkenni síðastliðna viku fyrir könnun Mynd 1 Mynd 2 Mynd 3 Heimild: Landlæknisembættið (Heilsa og líðan) Heimild: Rannsóknir og greining Heimild: Rannsóknir og greining 2007 2012 2017 2019 2020 2012 2014 2016 2018 2020 2012 2014 2016 2018 2020 17% 17% 18% 21% 24% 28% 18% 16% 19%20% 23%22% 25% 27% 30% 3% 5% 10% 11% 13% 19% 20% 24% 24% 29% 16% 18% 19% 21% 24% 21virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.