Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 22

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 22
leiðir í ljós marktæk tengsl á milli aukinna kvíða- og depurðareinkenna og fjölda vitjana til geðheilbrigðisstarfsmanna (sálfræðinga, geðlækna og félagsráðgjafa). Þetta á sérstaklega við um stúlkur. Þó kvíðaeinkenni hafi aukist marktækt hjá báðum kynjum á þessu tímabili jukust depurðareinkenni einungis hjá stúlkum. Samhliða auknum depurðareinkennum stúlkna fjölgaði í hópi þeirra sem fóru reglubundið (a.m.k. 6 sinn- um á ári) til geðheilbrigðisstarfsmanna9. Upplýsingar úr samskiptaskrá heilsugæslu- stöðva, sem Landlæknisembættið hefur umsjón með, rennir stoðum undir þetta (mynd 4). Í samskiptaskránni er að finna upplýsingar um tíðni og tilefni samskipta við heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslustöðvum. Athygli vekur aukinn fjöldi samskipta ungs fólks 20 ára og yngri við heilsugæslu- stöðvar vegna lyndis- og kvíðaraskana10 árin 2011-2015. Sérstaklega á þetta við um kvíðaraskanir en skráð samskipti vegna þeirra fjórfölduðust á tímabilinu. Þetta eru athyglisverðar niðurstöður í ljósi þess að þær speglast vel í sjálfsmati unglinga á andlegri líðan. Svo virðist sem þetta tvennt haldist í hendur, versnandi líðan ungmenna og skráningar fagfólks á heilsugæslustöðvum um tíðari vitjanir ungs fólks vegna andlegrar heilsu. Tölur frá Sjúkratryggingum Íslands um komur til sjálfstætt starfandi geðlækna benda einnig til aukinnar eftirspurnar eftir geðheilbrigðisþjónustu. Á mynd 5 má annars vegar sjá komur til geðlækna (bláu súlurnar) og hins vegar komur til barna- og unglingageðlækna (á rauðu línunni). Líkt og sjá má fjölgaði komum til geðlækna á tímabilinu 2000-2009, þar til þeim fór að fækka. Komur til barna- og unglingageðlækna, voru hins vegar fátíðari framan af en taka svo stökk upp á við í kringum aldamótin 2000 þegar þeim fer að fækka aftur tímabundið. Frá árinu 2008 fjölgar komum til barna- og unglingageðlækna verulega og virðist ekkert lát vera þar á11. Vissulega þarf að túlka þessar tölur með varkárni - t.a.m. hefur fjöldi starfandi lækna áhrif á komutölur, því færri sem eru starfandi því færri verða komurnar - en með tilliti til mannfjöldaþróunar síðustu áratuga (minni fjölgunar ungs fólks og fjölgunar eldra fólks) eru komutölur til barna- og unglingageðlækna afar umhugsunarverðar. Þunglyndiseinkenni fullorðinna Nokkrar kannanir á einkennum þunglyndis og kvíða meðal fullorðinna hafa verið framkvæmdar á Íslandi. Kannanirnar eru þó talsvert strjálar og afmarkaðar og því er varhugavert að draga af þeim ályktanir um algengi. Í niðurstöðum evrópsku heilsufarsrannsóknarinnar sem Hagstofan framkvæmdi árið 2015 var Ísland í fjórða sæti yfir fjölda fólks með þunglyndiseinkenni12. Einkenni þunglyndis voru breytileg eftir kyni og aldri, eins og sjá má á mynd 6. Heilt á litið mældust 14% einstaklinga á aldrinum 15-24 ára með væg eða mikil þunglyndiseinkenni borið saman við 8% 65 ára og eldri. Í báðum aldurshópum eru einkennin algengari meðal kvenna, 18% í yngri aldurshópnum og 11% í þeim eldri. Í annarri, nýlegri rannsókn á líðan 2.700 háskólanema á Íslandi (2017) mældust 34,4% þeirra yfir viðmiðunar- mörkum þunglyndis og 19,8% yfir við- miðunarmörkum kvíða13. Ólíkt niðurstöð- um Hagstofunnar mældist ekki marktækur munur meðal háskólanema á algengi þunglyndis og kvíða eftir kyni en óvarlegt er að draga af því ályktanir. Háskólanemar eru sértækur hópur, sem jafnvel glímir við tímabundið álag, og eru aðstæður þeirra ekki endilega lýsandi fyrir þjóðina alla. 8000 6000 4000 2000 0 Fjöldi skráðra samskipta á heilsugæslustöðvum vegna tiltekinna geðrænna sjúkdóma hjá einstaklingum 20 ára og yngri Uppruni gagna: Samskiptaskrá heilsugæslustöðva Mynd 4Heimild: Tölfræðibrunnur Landlæknisembættisins, 2017 2011 2012 2013 2014 2015 Lyndisraskanir Kvíðaraskanir Komur til geðlækna (þ.á.m. barna- og unglingageðlækna) árin 1999-2017 Komur til geðlækna Komur til barna- og unglingageðlækna Mynd 5Heimild: Sjúkratryggingar Íslands 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013 2015 2017 50,000 40,000 30,000 20,000 10,000 0 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 Að rir g eð læ kn ar Barna- og unglingageðlæ knar 22 virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.