Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 23

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 23
 VIRK Geðraskanir – hin nýja örorka? Á síðustu þremur áratugum hefur vægi geðraskana sem fyrsta ástæða örorku aukist svo að umfangi að því hefur stundum verið haldið fram að geðraskanir séu „hin nýja örorka14.“ Heilt á litið hafa geðraskanir vegið hlutfallslega þyngst sem fyrsta orsök örorku frá árinu 2000 (mynd 7) þegar vægi þeirra var 35% borið saman við um 37-38% árin 2017/18. Þróunin er sérstaklega athyglisverð þegar litið er til aldurs og kyns. Í samræmi við fyrrgreint talnaefni um ungt fólk og geðheilbrigði má sjá að geðraskanir vega þyngra sem fyrsta orsök örorku hjá ungu fólki en eldra fólki (mynd 8) og virðist munurinn ágerast eftir því sem fram dregur. Árið 2000 var vægi geðraskana 51% hjá fólki undir þrítugu en 25% í aldurshópnum 50 ára og eldri. Árið 2017 hefur vægið aukist lítillega í elsta aldurshópnum (um þrjú prósentustig) en allverulega í þeim yngsta (um 16% prósentustig). Það sem vekur athygli, hins vegar, er að örorka vegna geðraskana í öllum aldurshópum er algengari meðal karla en kvenna (mynd 9)15. Með hliðsjón af fyrrgreindu talnaefni um andlega heilsu, depurðareinkenni og eftirspurn ungra kvenna eftir geðheilbrigðisþjónustu, skýtur þetta skökku við. Í könnunum eru konur, þá sérstaklega ungar konur, líklegri en karlar til að meta andlega heilsu sína bága. Af hverju endurspeglast það ekki í örorkutölum? Ástæðu þessa er sennilega að finna í ólíkum uppruna gagnanna. Annars vegar er um að ræða kannanir á mati fólks á eigin heilsu og hins vegar sjúkdómsgreiningar á færniskerðingu vegna geðrænna vandamála. Hér þarf að hafa í huga að undirflokkar geð- og atferlisraskana eru margir og sjúkdómarnir misþungir. Ýmsar íslenskar rannsóknir hafa leitt í ljós að langvinnar fíkniraskanir, sem falla undir geð- og atferlisraskanir í ICD-10 sjúkdómaflokkakerfinu, séu talsvert algengari meðal karla en kvenna og kann það að skýra hið aukna vægi geðraskana meðal ungra karla16. Notkun þunglyndislyfja (ATC flokkur N06A). Sívaxandi notkun geðdeyfðarlyfja er mörg- um áhyggjuefni og hefur verið tíðrædd í fjölmiðlum síðustu 20 árin eða svo. Bæði hefur ávísuðum dagskömmtum til einstaklinga fjölgað sem og notendum lyfjanna17. Landlæknisembættið hefur marg- sinnis varað við þessari þróun, m.a. í frétta- bréfum og tilkynningum árin 2004, 2008, 2015, 2016 og 201918. Vegna eðlilegra breytinga og viðhalds á lyfjagagnagrunni yfir tíðina er strembið að meta umfang ávísaðra lyfja lengra aftur í tímann en til ársins 2004 þegar embætti landlæknis tók við grunninum. Í samantektinni hér á eftir er gerð tilraun til að rekja þróun þunglyndislyfjanotkunar hérlendis lengra aftur í tímann með því að styðjast við áður útgefið efni (m.a. rannsóknaskýrslur fræðimanna, skýrslur ráðuneyta19 og eldri útgáfur Landlæknis- embættisins). Til að hámarka saman- burðarhæfni milli ólíkra útgáfa er einungis fjallað um notkun þunglyndislyfja (N06A) í skilgreindum dagskömmtum á 1.000 íbúa. Ef litið er til notkunar þunglyndislyfja hefur aukningin margfaldast að umfangi frá árinu 1978 (mynd 10). Þá voru seldir 11 skilgreindir dagskammtar á hverja 1000 20 15 10 5 0 Mynd 6Heimild: Heilsufarsrannsókn Hagstofunnar Karlar Konur Allir 15-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55-64 ára >=65 ára Hlutfall karla og kvenna með væg eða mikil þunglyndiseinkenni árið 2015, skipt eftir aldri Mynd 7Heimild: Tryggingastofnun ríkisins 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Geðraskanir Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum Áverkar Stoðkerfissjúkdómar Sjúkdómar í blóðrásarkerfi Aðrar ástæður 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Geðraskanir sem fyrsta ástæða örorku (innbyrðis hlutdeild sjúkdóma) 10% 18% 14% 8% 11% 9% 6% 9% 8% 5% 9% 7% 6% 8% 7% 5% 11% 8% 23virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.