Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 32

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 32
 Fjölbreytnin og árangurinn sem einkennir starfsemi VIRK gerir ráðgjafastarfið skemmtilegt. Ég álít styrkleikamerki hjá fólki að leita til VIRK. Losa sig við fordóma og finna úrræði sem það svo getur tekið með sér út í lífið.“ Hvernig veittir þú þínu fólki aðstoð meðan erfitt var að hittast? „VIRK brást fljótt við þegar smitið var sem verst og ekki var hægt að hitta fólk. Skjótlega var farið að nota fjarfundabúnað. Notaður hefur verið búnaðurinn Kara Connect sem viðurkenndur er af landlæknisembættinu. Hann er talinn öruggur þegar tala þarf um viðkvæm málefni. Um þessar mundir er svo verið að taka í notkun nýjan fjarfundabúnað innan kerfis VIRK. Einstaka þjónustuþegi hefur frekar viljað fá símaviðtöl og fengið þau. Þetta hefur gengið ótrúlega vel þótt hvorki fjarfundir né símaviðtöl komi í staðinn fyrir að hitta aðra manneskju. Við höfum leitt fólk í gegnum þetta, hjálpað því að nota búnaðinn. Sumir hafa verið mjög hikandi, kunnað lítið á tölvur. En í heild hefur þetta sem sagt gengið vel. Flestir nýta sér fjarfundabúnaðinn þótt einstaka haldi sig áfram við símaviðtölin.“ Hafið þið getað útskrifað fólk á Kóvidtímanum? „Já, einkum þá sem voru langt komnir í þjónustu VIRK. Hins vegar hefur mörgum seinkað í þjónustunni og endurhæfingin tekið lengri tíma en ella hefði verið. Þetta skiptir auðvitað máli fjárhagslega. VIRK hefur verið í samskiptum við Tryggingastofnun varðandi það að fram- lengja endurhæfingarlífeyri þegar ekki var hægt að útskrifa fólk vegna faraldursins. Fyrr en varði var komið á laggirnar úrræðum sem mótuðust af þessu ástandi. Svo sem að hreyfa sig heima í svokallaðri fjarþjálfun þegar ekki var hægt að sækja líkamsrækt vegna lokunar slíkra stöðva og þar fram eftir götunum. Þjónustuaðilar okkar voru fljótir að bregðast við með nýjum hugmyndum og úrræðum í fjarnámskeiðum. Margir hafa til dæmis nýtt sér fjarviðtöl sálfræðinga.“ Ert þú sem ráðgjafi í sambandi við þjónustuaðila, til dæmis sálfræðinga? „Þjónustuþegar skrifa undir samþykki sem veitir mér leyfi til þess en yfirleitt ræði ég slíkt við þann sem í hlut á. Þyki mér sérstök ástæða til hef ég samband við þjónustuaðila. Það er mikilvægt að allir sem að máli einstaklings koma stefni í sömu átt. Ráðgjafinn heldur utan um hin margvíslegu úrræði sem viðkomandi þjónustuþegi nýtir til endurhæfingar. Til að samhæfing náist þarf oft talsverð samskipti hinna ýmsu þjónustuaðila við ráðgjafa og auðvitað einstaklinginn sem um ræðir. Þjónustuaðilar eru líka duglegir að hafa samband við ráðgjafa ef ástæða þykir til, sem er mjög gott.“ Úrræðum fjölgað og fleiri komin til sögunnar Hafa úrræði breyst mikið á þínum starfstíma hjá VIRK? „Þeim hefur fjölgað mikið, bæði komnir til fleiri aðilar og ný úrræði. Sálfræðiviðtöl eru mikið notuð, svo og sjálfstyrkingarnámskeið, stefnumótunarnámskeið og markþjálfun. Þá eru í boði verkjanámskeið og úrræði tengd hreyfingu, ýmist með sjúkraþjálfara eða íþróttafræðingi. Nefna ber allskonar námskeið til að bregðast við streitu, til dæmis núvitundarnámskeið. Einnig fara sumir á lengri námskeið eða byrja í námi. Sumir þjónustuþegar fara í starfsendur- hæfingarstöðvar þar sem margt er í boði sem viðkomandi hefði ella þurft að sækja tíma í á hinum ýmsu stöðum. Svo getur fólk fengið sérstaka aðstoð við endurkomu til vinnu hjá atvinnulífstengli VIRK þegar það er tilbúið til að reyna fyrir sér á vinnu- markaðinum.“ Hefur þér þótt ráðgjafastarfið erfitt andlega? „Nei, þótt ráðgjafastarfið feli í sér að vinna með fólki sem á í erfiðleikum þá hef ég ánægju af mínu starfi. Maður lærir í námi og af reynslu að hafa ákveðin mörk en samt þannig að maður sýni þjónustuþegum fulla samhyggð. Maður tekur einfaldlega vinnuna ekki með sér heim. Ella myndi maður ekki endast í svona vinnu. Við ráðgjafarnir getum líka talað saman í fullum trúnaði og einnig getum við fengið handleiðslu hjá fagfólki eða fengið aðstoð með mál einstaklinga hjá sérfræðingum VIRK. Ég legg mig fram við að fá þá sem til mín leita til að finna sjálfir þá leið sem þeir vilja fara í sinni endurhæfingu. Þá er kúnstin að spyrja réttu spurninganna. En ekkert er þó algilt í þeim efnum, maður þarf alltaf að „lesa“ hvern og einn einstakling. Yfirleitt er ég nokkuð fljót að átta mig á hvernig viðkomandi persóna er. Það ræð ég af því trausti sem mér hefur verið sýnt. Stundum finnur maður að fólk er kvíðið og vill ekki ræða ýmsa lífsreynslu eða atvik sem þarf einmitt að ræða. Það er gert ef viðkomandi treystir sér til. Almennt þarf maður að vera varkár en samt að ræða þá hluti sem máli skipta.“ Allt hefur sinn tíma Hvað með innkomu fólks á vinnumarkað á ný? „VIRK miðar við að þeir sem hafa ráðningar- samband snúi til sinna starfa aftur. Það er fyrsta val og gefst oft vel. Ef hins vegar kemur í ljós að það er sjálf vinnan sem er kvíðavaldurinn þá er kannski ekki heppilegt að stunda hana áfram. Sé málið þannig vaxið að einstaklingur ráði ekki við starf sitt vegna til dæmis stoðkerfisvanda þá þarf að finna annan vettvang. Við slíkar aðstæður þarf fólk að fá rými til að syrgja heilsuna sína. Allt hefur sinn tíma. Upp til hópa er það fólk sem kemur í þjónustu til VIRK duglegt – stundum hefur það jafnvel verið of duglegt. Þá þarf einstaklingurinn að finna ráð til að sinna sjálfum sér og úrræði sem hann getur nýtt sér til að laga það sem aflaga hefur farið. Vissulega hafa orðið miklar breytingar á þeim rúma áratug sem VIRK hefur starfað. Umfangið hefur vaxið. Fjölbreytnin og ár- angurinn sem einkennir starfsemi VIRK gerir ráðgjafastarfið skemmtilegt. Ég álít styrkleikamerki hjá fólki að leita til VIRK. Losa sig við fordóma og finna úrræði sem það svo getur tekið með sér út í lífið.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mynd: Lárus Karl Ingason 32 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.