Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 35

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Blaðsíða 35
 VIRK VIRK hefur verið að þróa IPS þekkingar- setur þar sem megin markmiðið er að styðja við starfsendurhæfingarstöðvar og aðra stofn- anir sem vilja vinna út frá IPS aðferðafræðinni.“ Upphaflega þegar IPS kom fram á sjónar- sviðið var áherslan á að aðstoða einstaklinga með alvarlegan geðrænan vanda að komast í vinnu á hinum almenna vinnumarkaði með stuðningi atvinnulífstengils1. Nýlegar rannsóknir hafa hins vegar sýnt að mun fleiri geta nýtt sér IPS á árangursríkan hátt2. Norðmenn hafa t.d. verið að skoða þetta í rannsóknum og hafa niðurstöður þeirra sýnt að aðferðin hentar einnig vel fyrir fólk með vægari andlegan vanda og fyrir ungt fólk sem er í ákveðinni hættu á að fara á örorku3. Það sem er ólíkt með almennri starfs- endurhæfingu og IPS aðferðafræðinni er að samkvæmt IPS er vinnan talin mikilvægur hluti af endurhæfingunni og áhersla er á að finna vinnu strax fyrir þá einstaklinga sem láta í ljós vilja til að fara að vinna samhliða því sem þeir stunda starfsendurhæfingu. Talað er um „place and train“ í staðinn fyrir að endurhæfa þau fyrst og finna vinnu í kjölfarið eða „train and place“ sem hefur verið algengt í hefðbundinni starfsendurhæfingu fram til þessa. SEED verkefnið í Noregi Það er forvitnilegt að skoða góðan árangur SEED verkefnisins (SEED = Supported employment & preventing early disability) sem sett var af stað í Noregi en í því verkefni var IPS aðferðin nýtt með ungum einstaklingum (18-29 ára) sem voru án formlegrar menntunar, með félagslega brotið bakland ásamt fleiri þáttum sem eru taldir auka líkur á að einstaklingar fari á örorku4. SEED verkefnið miðaði að því að kanna hvort IPS aðferðafræðin gæti nýst þessum unga hópi í Noregi sem er í aukinni hættu á að fara snemma af vinnumarkaðinum. Markmiðið var einnig að meta árangur IPS módelsins í samanburði við hefðbundna starfsendurhæfingu hvað varðar þátttöku á almennum vinnumarkaði auk þess að skoða áhrifin á líkamlega og andlega heilsu og vellíðan þátttakenda. Um var að ræða samanburðarrannsókn (slembiröðun/RCT) þar sem þátttakendum var fylgt eftir í eitt ár og var áherslan á að skoða þátttöku þeirra á vinnumarkaði að þeim tíma loknum auk áhrifa á líkamlega og andlega heilsu og vellíðan3. Dr. Vigdís Sveinsdóttir rannsakandi hjá NORCE (Norwegian Research Centre AS) var ein af þeim sem kom að SEED verkefninu en í nýlegri grein hennar má lesa um niðurstöður verkefnisins. Þar kemur m.a. fram að mikill munur var á þeim einstaklingum sem tilheyrðu IPS hópnum í samanburði við þá sem tóku þátt í hefðbundinni starfs- endurhæfingu en 48% þátttakenda í IPS hópnum voru þátttakendur á vinnumarkaði eftir 12 mánuði á móti 8% í saman- burðarhópnum. sem vinna eftir aðferðafræði IPS fylgja einstaklingnum eftir inn í vinnu og styðja bæði við hann og vinnustaðinn eftir þörfum. Mikilvægt hlutverk atvinnulífstengla Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að IPS að- ferðafræðin sé árangursríkari en hefðbundin starfsendurhæfing þá er samt sem áður stór hluti þátttakenda ekki að finna vinnu. Því fór fram samhliða IPS rannsóknunum í Noregi3 ferlismat á hvernig innleiðingu á aðferðafræðinni var háttað og þá reynt að skoða hvort hún hafi náð til þeirra hópa sem henni var ætlað, hve vel hún fylgdi eftir öllum ferlum og hvort hægt væri að finna ákveðin atriði sem voru hindrandi og/eða auðvelduðu innleiðingu á IPS6. Niðurstöðurnar sýndu að inngripið náði til ætlaðra markhópa en það voru ákveðin atriði á tryggðarskalanum (IPS mælitæki sem mælir tryggð við 25 gæðaviðmið) sem sýndu að útfærsla á atriðum eins og samskiptum við vinnuveitendur, samfélagslegri þjónustu og samþættingu við heilbrigðisþjónustuna var ábótavant. Niðurstöður sýndu einnig að innan við helmingur þátttakenda litu á veikindi sín sem hindrun á þátttöku í IPS. Þau töluðu einnig um að sú aðstoð sem þau fengu hjá atvinnulífstenglinum, varðandi hvernig hátta skyldi upplýsingagjöf um sjúkdóma þeirra til vinnuveitenda, væri mikilvæg. Viðtöl við þátttakendur veittu einnig frekari innsýn í hlutverk atvinnulífstengla í IPS en þátttakendur lögðu áherslu á mikilvægi þess að þeir voru ávallt til staðar fyrir þau og mikilvægi þessarar miklu áherslu hjá þeim á að finna starf. IPS atvinnulífstenglarnir spiluðu mikilvægt hlutverk í hugum þátt- takenda og var þeim lýst sem jákvæðum, ýtnum á jákvæðan hátt og hvetjandi. Meiri þekking á hvað einkennir farsæla IPS atvinnulífstengla gæti aukið frekar skilvirkni IPS íhlutunar. Þessar niðurstöður hafa orðið til þess að í Noregi er verið að skoða að nota IPS aðferðafræðina með fleiri hópum og hafa fjárframlög til innleiðingar á IPS verið aukin til muna. Atvinnuþátttakan var að sjálfsögðu jákvæður þáttur en ekkert síður að ein- staklingarnir sem tilheyrðu IPS hópnum töl- uðu um að eftir 6 mánuði upplifðu þau minni kvíða, færri heilsufarsvandamál, minna vonleysi og eiturlyfjanotkun minnkaði. Eftir 12 mánuði í IPS töluðu þau enn um þessa þætti en einnig að þau fyndu fyrir meiri bjartsýni þegar horft var til framtíðar. Stefnt er að því að fylgja þátttakendum eftir í 5 ár og er þá von á frekari niðurstöðum og kostnaðarábatagreiningu á verkefninu. Í framhaldi af rannsókninni var m.a komið á nýju úrræði í samvinnu við NAV (Arbeids- og Velferdsetaten) sem ber heitið #syktbrajobb5. Verkefnið býður upp á einstaklingsbundinn stuðning við leit að starfi fyrir einstaklinga sem eru yngri en 35 ára, sem hafa verið á örorkubótum en vilja fara að vinna á almennum vinnumarkaði. Atvinnulífstenglar 35virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.