Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Qupperneq 36

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Qupperneq 36
Hvað er að gerast í öðrum löndum? England Englendingar hafa unnið eftir IPS í nokkur ár innan heilbrigðiskerfisins og þá aðallega til að auka atvinnuþátttöku hjá einstaklingum sem eru að fást við geðræn veikindi. Nú er í gangi langtímarannsókn þar sem IPS aðferðafræðin er nýtt samhliða meðferð við fíknisjúkdómum8. Niðurstaðna er að vænta í lok árs 2021 og skoðað verður hvort breytingar hafi orðið varðandi starfsmenntun, tekjur, afbrot, heilsu o.fl. Þegar hafa komið í ljós jákvæðar niðurstöður hvað varðar einstaklinga sem ekki hafa verið á vinnumarkaði í áratug eða lengur og eru komnir í launaða vinnu í dag. Bandaríkin IPS aðferðafræðin á uppruna sinn að rekja til Bandaríkjanna. Ný þriggja ára rannsókn er nú í gangi samtímis í 5 fylkjum í Bandaríkjunum9. Verið er að skoða hvort og þá hvernig IPS nýtist ungu fólki (16-24 ára) með alvarlega geðsjúkdóma. Markmiðið er að skoða hvort IPS getur nýst til að styrkja hópinn í námi og/eða til atvinnuþátttöku, prófa nýjan kvarða fyrir tryggðarskalaúttekt sem var þróaður sérstaklega fyrir þennan aldurshóp (IPS-Y) og fara vel yfir aðferðir við framkvæmd og hindranir við innleiðingu. Danmörk IPS aðferðafræðin hefur náð fótfestu í Danmörku á síðustu árum. IPSCENTER Danmark hefur verið í fararbroddi við að aðstoða bæjarfélög og atvinnumiðlanir að innleiða IPS m.a. með því að bjóða upp á þjálfun fyrir atvinnulífstengla og tryggðarskalaúttekt10. Niðurstöður úr sex ára rannsókn á vegum danska atvinnumálaráðuneytisins sýndu að einstaklingar í IPS meðferðarhópnum (með og án samhliða áherslna á hugræna og félagslega atferlismeðferð) voru frekar í vinnu eða námi við 18 mánaða endurmat í samanburði við þá sem voru í hópnum sem fengu hefðbundna endurhæfingu (59,9% vs 47,5%)11. Nýjar niðurstöður úr þessari sömu rannsókn sýna að IPS reyndist vera hagkvæmara og skilaði betri árangri en hefðbundin meðferð12. Danir eru að prófa sig áfram með IPS fyrir fleiri hópa. IPS þekkingarsetur VIRK hefur verið í samstarfi við Laugarás meðferðargeðdeild (LMG) undanfarin ár þar sem IPS atvinnulífstenglar sinna þjónustu- þegum LMG sem vilja fara að vinna. Samstarfið hefur gengið vel og sú þekking sem er til staðar og sá lærdómur sem hefur komið frá þessu samstarfi hefur verið mjög mikilvægur fyrir þróun IPS hér á Íslandi. Miðað við þá þróun sem hefur átt sér stað í löndunum í kringum okkur þá er spurning hvort ekki sé tímabært að nýta aðferðina víðar hér á landi. Til að ýta undir þessa þróun var VIRK með kynningu á IPS aðferðafræðinni fyrir allar starfsendurhæfingarstöðvar á land- inu þann 17. janúar 2020 og kom þar fram mikill áhugi á að skoða betur hvort og þá hvernig væri hægt að innleiða IPS víðar hér á landi. Í gegnum samstarfið við LMG þá hefur VIRK einnig verið að skoða hvernig innleiða megi IPS aðferðafræðina inn í almennan starfsendurhæfingarferil hjá VIRK. Í byrjun árs 2019 fór samstarfsverkefni af stað á vegum Félagsmálaráðuneytisins sem VIRK er þátttakandi í ásamt öðrum stofnunum innan velferðarkerfisins en markmið verkefnisins er að hækka virknihlutfall (auka atvinnuþátttöku) ungs fólks á aldrinum 18 – 29 ára. Samhliða þessu verkefni fór af stað átaksverkefni fyrir ungt fólk (UNG19) í starfsendurhæfingu hjá VIRK en meðal þess sem hefur verið í boði fyrir einstaklinga í verkefninu er þjónusta IPS atvinnulífstengils. Þar er verið að nýta IPS á svipaðan hátt og Norðmenn hafa verið að gera með ungu fólki og hefur það gefist mjög vel en sjá má niðurstöður UNG19 verkefnisins í grein sem skrifuð var í Ársrit VIRK 20207. VIRK hefur verið að þróa IPS þekkingarsetur þar sem megin markmiðið er að styðja við starfsendurhæfingarstöðvar og aðrar stofn- anir sem vilja vinna út frá IPS aðferðafræð- inni. Þar stendur þeim til boða bæði fræðsla og stuðningur þegar kemur að innleiðingu auk þess sem handleiðsla er í boði fyrir nýja atvinnulífstengla. Í þessu sambandi hefur sérfræðingur í IPS hugmyndafræðinni verið með fræðslu um IPS hjá félagsþjónustum Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðar, Fjöl- smiðjunni í Reykjavík, Vinnumálastofnun, Fangelsismálastofnun og víðar. Með því að nýta IPS aðferðafræðina víðar þá getum við tekið mikilvæg skref í að efla starfsendurhæfingu enn frekar hér á landi. 36 virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.