Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 37

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 37
 VIRK Linda Huld Loftsdóttir Valur BjarnasonElín Gestsdóttir Valur Bjarnason verkefnastjóri IPS hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar Valur er félagsráðgjafi og hefur unnið með IPS hugmyndafræðina frá árinu 2012. Hann kom að innleiðingu á IPS aðferðafræðinni hjá Laugarás meðferðargeðdeild (LMG) Landspítalans í samstarfi við VIRK það ár og allar götur til vors 2019 þegar hann var ráðinn til að verkstýra innleiðingu á IPS fyrir fólk á fjárhagsaðstoð hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Tveir atvinnulífstenglar starfa nú í þessu verkefni og hafa 14 einstaklingar í þjónustu farið í vinnu á síðustu sex mánuðum. Hann telur IPS aðferðafræðina virka mjög vel í íslensku umhverfi sem kemur vel fram í eigindlegri rannsókn sem Karen Sturludóttir gerði um IPS verkefnið á Laugarásnum og birtist í meistararitgerð hennar13. Valur telur að nýta megi IPS aðferðafræðina með fleiri hópum en eru að þiggja þessa þjónustu í dag og bendir þá sérstaklega á niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið í Noregi [sjá umfjöllun um rannsóknir hér í greininni]. „Ég á mér þann draum að IPS verði allt- umlykjandi þegar kemur að starfsendurhæf- ingu hér á landi.“ Í Noregi þá er IPS aðferða- fræðin algjörlega búin að taka yfir flesta hópa sem þurfa aðstoð til að komast í vinnu og/ eða nám og telur Valur að við þurfum ekki að vera eftirbátar frændþjóða okkar í þeim málum. Í framtíðinni sér hann möguleika á auknu samstarfi milli kerfa eins og t.d. VIRK, Vinnumálastofnunar og Reykjavíkurborgar sem tækju við tilvísunum í þjónustu. „Það mætti auðvitað búast við ýmsum hindrunum, en allt er hægt og „sky is the limit“ þegar IPS er annars vegar. Við eigum að hugsa stórt og láta vaða!“ Hvað segja þeir sem vinna eftir IPS aðferðafræðinni? Linda Huld Loftsdóttir atvinnulífstengill hjá VIRK Linda hefur unnið sem IPS atvinnulífstengill hjá VIRK í um 3 ár og telur að aðferðafræðin henti íslenskum vinnumarkaði mjög vel. Fyrirtæki taka mjög vel í að ráða ein- staklinga í vinnu og eru opin fyrir því að styðja einstaklinga hægt og rólega inn í starf. Stuðningurinn sem þeir fá frá atvinnulífstenglinum er líka mikilvægur fyrir fyrirtækin og þeirra starfsmenn. IPS skilar líka miklum árangri fyrir einstaklingana þar sem þau leita að vinnu samhliða því að taka þátt í starfsendurhæfingu og er mikilvægt að fara að íhuga tengingu við vinnumarkaðinn um leið og einstaklingurinn telur sig tilbúinn til þess. Áhugahvöt einstaklingsins skiptir hér mestu máli. „Ég væri svo til í að sjá IPS á fleiri stofn- unum t.d. í félagsþjónustunni, öllum starfs- endurhæfingarstöðvum og Vinnumálastofn- un. Það væri frábært ef við myndum komast á þann stað að það myndi ekki skipti máli hvar einstaklingur fær þjónustu, þar sem það væri alltaf möguleiki á að komast í IPS atvinnutengingu.“ Elín Gestsdóttir ráðgjafi VIRK hjá Eflingu Elín hefur verið ráðgjafi í starfsendurhæfingu í um 3 ár en hún er í UNG-teyminu hjá VIRK og er IPS atvinnulífstengill einnig í því teymi. Samkvæmt Elínu þá eru einstaklingar oft á tíðum tilbúnir að hefja starf snemma í starfsendurhæfingarferlinum en vantar stuðning, hvatningu og einhvern sem getur fylgt þeim eftir og þá hefur IPS aðferðafræðin nýst vel. „Það sem skiptir þessa einstaklinga mestu máli er að vita af atvinnulífstenglinum sem þeir geta leitað til ef eitthvað kemur upp á er varðar atvinnuþátttöku þeirra.“ Elín telur að þessi aðferðafræði gæti nýst fyrir fleiri hópa en eru í þjónustu VIRK eins og t.d. fyrir einstaklinga sem hafa verið lengi frá vinnumarkaðinum eða þá sem hafa endurtekið misst vinnuna vegna sam- skiptavandamála. Þá er hægt að vinna með vandann á meðan einstaklingurinn er að fóta sig í nýju starfi. Hún telur að IPS ætti í framtíðinni að vera í boði innan fleiri kerfa eins og hjá Vinnumálastofnun og heilsugæslunni og þá gætu einstaklingar farið á milli kerfa og haldið áfram að fá stuðning frá IPS atvinnulífstengli. Það sem skiptir þessa einstaklinga mestu máli er að vita af atvinnulífstenglinum sem þeir geta leitað til ef eitthvað kemur upp á er varðar atvinnuþátttöku þeirra.“ 37virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.