Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 39

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Side 39
 VIÐTAL LÍFIÐ ER EKKI ALLTAF RÉTTLÁTT HEBA LIND WIUM HJARTARDÓTTIR S egir Heba Lind Wium Hjartardóttir sem nýlega lauk farsællega starfsendur- hæfingu hjá VIRK. Við hittum hana fyrir á heimili hennar, setjumst við borðstofuborðið og fáum að heyra sögu hennar og hvernig hún nýtti sér úrræðið IPS (Individual placement and support) atvinnutengingu. IPS atvinnutenging er samstarf VIRK við fyrirtæki og stofnanir í tengslum við ráðningar einstaklinga samhliða starfsendurhæfingu. Það úrræði veitir fólki aðstoð sem hefur þörf fyrir sértækari stuðning við að komast í vinnu á almennum vinnumarkaði. „Ég var haldin miklum kvíða sem olli því að ég átti erfitt með að stunda fulla vinnu og þurfti æði oft að fá vottorð um veikindi. Þrisvar þurfti ég að leggjast inn á geðdeild vegna þunglyndis og kvíða. Þar mætti mér gott viðmót en maður fann að margir þurftu á plássinu að halda og eftirfylgni var ekki um að ræða,“ segir Heba Lind Wium Hjartardóttir. ÝMISLEGT NEIKVÆTT HAFÐI Á DAGA MÍNA DRIFIÐ ÞEGAR ÉG SNÉRI MÉR TIL VIRK,“ 39virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.