Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 40

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 40
„Ég var á þessu tímabili í hundrað prósent starfi á leikskóla. Ég elska að vinna með börnum en mér leið eigi að síður illa í starfi mínu í leikskólanum því vinnuumhverfið var ekki heilbrigt. Félagsandinn milli starfs- manna var ekki góður. Ég hef löngum átt fremur erfitt með samskipti við annað fólk og fljótlega fannst mér ég utanveltu. Loks gafst ég upp á þessu starfi og hætti. Á einhverfurófi Ég hef aldrei fengið greiningu en foreldrar mínir höfðu töluvert lengi haft grun um að ég væri á einhverfurófi. Þegar ég var komin í þjónustu hjá VIRK var ég látin taka próf sem sýndi fylgni í þá átt. Í framhaldi af því fór ég til mjög góðs sálfræðings sem sér- hæfir sig í greiningu og meðferð á fólki sem er á einhverfurófi. Hann taldi mig vera á einhverfurófi en af því að ég var eldri en átján ára þarf ég að fara í greiningu hjá stofnun sem heitir Sól og hef ekki komið því í verk ennþá.“ Hvernig lýsa einkenni einhverfu sér? „Sálfræðingurinn sagði mér að stúlkur væru sjaldnar greindar með einhverfu. Þær læra fyrr og betur en strákar að herma eftir öðru fólki í kringum sig, spegla sig inni í sam- félaginu. Í mínu tilviki er það svo að ég get ágætlega rætt við fólk um sértæk mál en er ómöguleg í svokölluðu „smátali“ – þar er ég illa stödd. Veit ekki hvað ég á að segja næst og misskil það sem aðrir skilja sem grín. Ég á líka til að endurtaka hluti oft. Ég átti til dæmis púsluspil sem var 260 bitar. Ég sat við að púsla það aftur og aftur dag eftir dag þangað til myndin var orðin afmáð. Þetta róaði mig og sló á kvíðann innra með mér. Ég á erfitt með að taka óvæntum uppákomum en ég hef unnið mikið í að læra að höndla slíkar aðstæður. Ég öðlast skilning á að maður stjórnar ekki öðru fólki eða aðstæðum en maður getur ráðið hvernig maður tekur hlutunum. Besta vinkona mín hefur hjálpað mér mikið að þessu leyti. Hún er félagslynd og óhrædd og dregur mig út í allskyns aðstæður sem mér eru kannski óþekktar. Ég var vissulega oft kvíðin en smám saman hef ég lært að takast á við ýmislegt, svo sem þegar bíllinn verður bensínlaus eða festist í snjó. Ég er ekki lengur jafn stressuð heldur tekst að halda ró minni þótt eitthvað slíkt óvænt gerist. Ég hef lært þetta. Þessi vinkona mín hefur líka hjálpað mér félagslega. Hún er dugleg að fá mig út til að hitta fólk sem ég þekki ekki. Ef ég lendi í vandræðum í samræðum þá kemur hún og styður mig. Þetta er ómetanlegt fyrir mig og gefur mér öryggistilfinningu. Ég hjálpa henni að vissu leyti líka, hún á það til að fara fram úr sér og þá held ég aftur af henni. Við erum andstæður sem spila vel saman.“ Stór hluti af lífinu að geta fyrirgefið Heba Lind er tuttugu og þriggja ára og hefur að eigin sögn verið haldin kvíða og þunglyndi frá unglingsaldri. „Ég var að vísu glaðlynt og athafnasamt barn en í fjórða bekk í grunnskóla sló í bakseglin. Þá smám saman átti ég ekki góð samskipti við skólafélaga og var um tíma lögð í einelti. Sömuleiðis átti ég erfitt með að treysta fólki. Þegar ég svo sem unglingur reyndi að opna mig meira og hleypa nýju fólki inn í líf mitt þá gerðist það að barnaníðingur var í umhverfinu. Hann fékk að lokum nokkurra mánaða dóm. Ég slapp við misnotkun en sá ýmislegt og upplifði sem olli því að ég féll í djúpt þunglyndi og varð mjög kvíðin. Ég lokaði mig af og talaði ekki við neinn. Þetta var sárt og sparkaði mér aftur á byrjunarreit eftir að ég hafði unnið markvisst að uppbyggingu sjálfmyndarinnar í mörg ár. Gelgjuskeiðið er einn mikilvægasti tíminn í ævi fólks. En stór hluti af lífinu er að geta fyrirgefið, sjálfum sér og öðrum. Reiði og biturleiki gerir engum gott. Slíkt meiðir sjálfan þig meira en aðra. En maður þarf líka að átta sig á að stundum er best að ljúka samböndum til að að þau þróist ekki í átt að niðurbroti. Tár sem ég gat ekki stöðvað Vel var tímasett þegar ég fór í þjónustu hjá VIRK. Það var einmitt það sem ég þurfti þá. Ég var komin á endastöð í starfinu í leikskólanum og í einkalífi var ég harðlokuð. Þetta gerðist þannig að ég átti enn einu sinni erindi á heilsugæsluna til að fá vottorð. Eitthvað hafði gleymst og ég var kölluð inn aftur. Þar settist ég niður og fór að hágráta – þetta voru tár sem ég gat ekki stöðvað. Hjúkrunarfræðingurinn sagði við mig að ég yrði að hætta að vinna. Það fannst mér erfitt. Þótt ég byggi í foreldrahúsum þarf maður peninga til að vera til. Í framhaldi af þessu atviki var mér beint til VIRK. Ég þurfti að bíða í nokkra mánuði en það var þess virði. Svo fékk ég símtal og fór í viðtal hjá sérfræðingi. Fáum dögum síðar var ég samþykkt í þjónustu hjá VIRK og hitti ráðgjafa hjá Eflingu.“ Hvað gerðist svo? „Ráðgjafinn sá um að ég fengi sálfræðitíma og jafnframt fór ég í heilsurækt hjá Heilsu- borg. Einnig sótti ég námskeið sem heitir Framvegis. Þar gekk mér vel og þá bauð ráðgjafinn mér að koma mér í samband við atvinnulífstengil hjá VIRK. Ég átti mér þann draum að mennta mig á sviði leikskólafræða. Atvinnulífstengillinn settist með mér við tölvuna og hjálpaði mér að sækja um raun- hæfnismat hjá Mími. Þar náði ég um sextíu einingum og á námskeiðinu hjá Framvegis fékk ég tíu einingar. Safnast þegar saman kemur. Í framhaldi af öllu þessu komst ég svo inn í Borgarholtsskóla á leikskólabrú. Núna er ég að taka sjö áfanga til að útskrifast. Þetta nám á að gefa mér kost á að fara í háskólanám í leikskólafræðum.“ Í námi og starfi Líf þitt virðist hafa tekið miklum breytingum? „Já, svo sannarlega. Mér finnst ótrúlegt þegar ég horfi til baka, til þess tíma þegar allt var sem verst og ber það saman við hvar ég stend núna. Sótt var um fyrir mig hjá VIRK í byrjun sumars 2019 og ferlið hófst svo fyrst í september það ár. Mér gekk það vel að ráð- gjafinn og atvinnulífstengillinn hvöttu mig til að sækja um vinnu meðfram náminu. Eftir að hafa hjálpað mér að gera nýja ferilskrá sýndi atvinnulífstengillinn mér hvar ég gæti Vinnuumhverfið á frístundaheimilinu er mjög gott og yfirmaður minn skilningsríkur. En að vita af því að atvinnulífstengillinn fylgdist með mér á hliðarlínunni færði mér öryggistilfinningu. Það er svo mikilvægt að VIRK hefur verið til staðar. Þessi IPS-tenging hefur hjálpað mér mjög mikið.“ 40 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.