Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 41
VIÐTAL
sótt um vinnu. Ég fékk eitt viðtal hjá leik-
skóla og atvinnulífstengillinn kom með mér
í viðtalið sem mér fannst mjög þægilegt.
Hann fylgdi mér eftir og var til staðar þegar
ég þurfti á að halda. Það var mikilvægt. Ég
hefði getað fengið vinnu í þessum leikskóla
en sá svo að það hentaði ekki ef ég ætlaði að
fara í námið sem ég var þá enn ekki komin í.
Ég ákvað svo í samráði við atvinnulífstengilinn
að sækja um starf á frístundaheimili í Gufu-
nesbæ í Grafarvogi. Ég mætti í það viðtal
ein og sjálf og fékk starfið. Ég vinn fjóra
daga í viku eftir hádegi. Það dugar mér í
bili, ég bý enn hjá foreldrum mínum og fæ
Ég skildi líka að allir
eiga við sín vandamál,
sín skrímsli, að etja. Það
sem skiptir mestu máli
er að finna leiðir til að
lifa með þunglyndi og
kvíða. Að standa upp
hve oft sem þú ert barin
í jörðina. Leiðin til að
finna hamingju í lífinu
er að standa aftur upp.
VIRK hjálpaði mér á
þeirri vegferð.“
Skil nú að allir eiga við sín
vandamál að etja
Ég lauk starfsendurhæfingu hjá VIRK í des-
ember 2020 en atvinnulífstengillinn hefur
sagt mér að ég geti sent póst ef í harðbakk-
ann slær. Ég hef ekki þurft þess. Námið í
Borgarholtsskóla gengur ágætlega. Vegna
Kovidástandsins fer það fram á netinu. Fyrst
var ég kvíðin en það gekk yfir. Og vinnan á
frístundaheimilinu gengur líka vel.“
Áttu auðveldara með að tengjast börnum
en fullorðnum?
„Já mun auðveldara. Samskipti við börn
eru einfaldari en við fullorðið fólk. Börn eru
hreinskilin. Ég á oft erfitt með að lesa fólk,
eins og það er kallað. Veit ekki hvort verið
er að gera grín eða tala í alvöru. Skil ekki
alltaf meiningu á bak við orðin, það þarf að
segja mér beint hvað við er átt. Ég les sem
sagt illa inn í aðstæður eða tvíræðni í sam-
ræðum. Það er oft vandræðalegt. Kostur
minn er hins vegar að ég er traust þar sem
ég tek því.
Eitt af því sem ég lærði hjá VIRK er að lífið er
ekki alltaf réttlátt. Ég skildi líka að allir eiga
við sín vandamál, sín skrímsli, að etja. Það
sem skiptir mestu máli er að finna leiðir til að
lifa með þunglyndi og kvíða. Að standa upp
hve oft sem þú ert barin í jörðina. Leiðin til
að finna hamingju í lífinu er að standa aftur
upp. VIRK hjálpaði mér á þeirri vegferð.“
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Mynd: Lárus Karl Ingason
mikinn stuðning frá þeim og systrum mínum
tveimur. Ég hef líka í bakhöndinni stuðning
frá atvinnulífstenglinum ef eitthvað alvarlegt
kemur upp á. Það hefur ekki gerst.
Að vinna með börnum finnst mér yndislegt.
Vinnuumhverfið á frístundaheimilinu er
mjög gott og yfirmaður minn skilningsríkur.
En að vita af því að atvinnulífstengillinn
fylgdist með mér á hliðarlínunni færði mér
öryggistilfinningu. Það er svo mikilvægt að
VIRK hefur verið til staðar. Þessi IPS-tenging
hefur hjálpað mér mjög mikið. Mér var ekki
ýtt út í neitt sem ég treysti mér ekki í en
hvatning og skilningur var alltaf fyrir hendi.
41virk.is