Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 48

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 48
vinnu. Það sem þeir litu á sem skerta starfsgetu voru einkum heilsufarslegir þættir, það er ef fyrir hendi voru læknisfræðilegar greiningar, yfirleitt langvinn veikindi sem einstaklingar höfðu verið að kljást við mestan part lífs síns. Algengt var að stjórnendurnir hefðu reynslu af því að hafa starfsfólk í vinnu sem hafði einhvers konar atferlis- eða geðbrigðis raskanir frá bernsku, eins og einhverfu eða þroskaraskanir hvort sem um var að ræða af andlegum eða líkamlegum toga. Annars var einnig um að ræða einstaklinga sem höfðu verið greindir með langvinn veikindi af ýmsu tagi sem komu niður á starfsgetu þeirra, til dæmis geðrænan vanda, veikindi í stoðkerfi eða krabbamein. Áberandi var að stjórnendurnir voru meðvitaðir um skerðingar þessara einstaklinga við upphaf ráðningar sem varð til þess að ákveðnar ráðstafanir voru gerðar. Hins vegar kom einnig fram að stjórnendurnir hefðu ráðið til sín starfsfólk með skerta starfsgetu þar sem þeir áttu ekki annan kost ef ekki var nægileg ásókn í störf hjá þeim. Þar var um að ræða störf sem voru einhæf eða illa launuð. Stjórnendur voru flestir á því að lykilatriði í farsælu vinnusambandi einstaklinga með skerta starfsgetu væri þegar ávinningur þeirra sjálfra og vinnustaðarins væri gagnkvæmur. Þeir töldu hag starfsfólksins felast í að það auðgaði líf þeirra að vera í vinnu til dæmis ef það sýndi hvata til að standa sig vel í starfi, til að mæta reglulega meðan heilsan leyfði, var tilbúið til að rísa undir áskorunum og ábyrgðinni sem fólst í starfinu og gjarnan kom fram að vinnan skapaði ákveðinn ramma í daglegu lífi þessara einstaklinga. Fyrir utan að njóta vinnuframlags starfsfólksins var ávinningur stjórnenda að finnast þeir leggja af mörkum til samfélagsins með því að koma í veg fyrir að einstaklingar væru annars utan vinnumarkaðar og þá jafnvel innan örorkukerfisins. Einnig kom fram að þeir töldu að það auðgaði vinnustaðabrag að hafa fjölbreyttan hóp einstaklinga í starfsmannahópnum sem og það þótti gefandi fyrir annað starfsfólk vinnustaðarins að fá að fylgjast með einstaklingum vaxa í starfi. Þannig kom það sterkt fram að jákvæð reynsla af ráðningu jók líkur á frekari ráðningum einstaklinga með skerta starfsgetu. Hluti viðmælenda hafði ákveðið að stíga skref í ráðningu þar sem boðið var upp á endurgreiðslu launa. Það var því mikilvægur hvati við ákvörðun um ráðningu. Í þeim tilvikum var gjarnan um að ræða að stjórnendur hefðu ákveðin störf innan fyrirtækisins í huga sem myndu flokkast sem einhæf störf eða störf sem krefjast lítillar grunnþjálfunar. Slík störf voru þá ætluð einstaklingum sem höfðu takmarkaða menntun eða starfsþjálfun. Þá reiknuðu stjórnendurnir með því að þeir einstaklingar þyrftu aukinn stuðning sem fylgdi aukin fyrirhöfn og jafnvel kostnaður. Endurgreiðsla launa var því mikilvægur hvati til að geta réttlætt og rökstutt ráðninguna gagnvart rekstri og afkomu. Þess konar vinnusamningar gátu einnig verið mikilvæg brú inn í langtíma ráðningu. Endurgreiðslan gaf þá færi á að þjálfa starfsmanninn og að loknu endurgreiðslutímabilinu var starfsmaðurinn jafnvel tilbúinn til að standast þær kröfur sem gerðar voru til hans í starfinu. Hins vegar komu líka fram dæmi þess að í lok endurgreiðslutímabilsins var ekki hægt að framlengja ráðningu. Þær áskoranir sem stjórnendur fjölluðu einna helst um var aðlögun starfa eða starfsumhverfis. Það að velja verkefni við hæfi, aðlaga störf að einstaklingum eða aðlaga vinnuaðstæður voru því áskoranir. Sjónarmið stjórnendanna til þessara þátta voru mismunandi, sumir sáu þetta sem lítilvæga hindrun og voru tilbúnir til að leita lausna. Þeir sem höfðu reynslu af því að takast á við áskoranir og höfðu séð árangur af þeim ráðstöfunum sem gripið var til voru jákvæðari. Aftur á móti varð neikvæð reynsla að hindrun fyrir því að sjá möguleika á því að hafa starfsfólk með skerta getu í vinnu. Greina mátti að vinnuaðstæður gátu skipt sköpum í því á hvorn veginn þetta fór. Þannig voru stjórnendur á vinnustöðum þar sem almennt var glímt við mikið álag eða óánægju líklegri til að öðlast neikvæða reynslu heldur en stjórnendur sem höfðu náð að skapa jákvæðan vinnustaðablæ. Stuðningur við einstakling með skerta starfsgetu var einnig nefnt sem áskorun. Sá stuðningur gat falið í sér tíma til að veita leiðbeiningar eða umburðarlyndi gagnvart óstöðugleika til afkasta. Í þessu kom hið sama fram, því betur sem vinnustaðurinn var skipulagður og mannaður, því betur gekk að veita þennan stuðning. Einnig kom fram að í þeim tilvikum sem tókst að virkja starfsmannahópinn til að taka þátt í að veita stuðning skapaðist aukið umburðarlyndi gagnvart einstaklingnum. Í þeim efnum má greina að góð upp- lýsingagjöf til samstarfsfólks um þarfir einstaklingsins og færni er mikilvægt atriði til að mögulegt sé að veita stuðning. Undirmönnun kom einnig fram sem áskorun til að skapa viðunandi aðstæður í vinnuumhverfi fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Í undirmönnuðu vinnuumhverfi er álagið á stjórnendur og starfsfólk þegar mikið. Stjórnendur hafa því ekki alltaf svigrúm til að skapa aðstæður til aðlögunar fyrir starfsfólk með skerta starfsgetu. Einnig kom fram að ekki er hægt að treysta á vilja eða getu samstarfsfólks að taka tillit til einstaklinga sem þarfnast aukins stuðnings þegar starfsfólk er sjálft að kljást við mikið álag. Í slíkum aðstæðum kom fram að umburðarlyndi var lítið gagnvart því að einstaklingur þarfnist aukins sveigjanleika, aukins Þær áskoranir sem stjórnendur fjölluðu einna helst um var aðlögun starfa eða starfsumhverfis. Það að velja verkefni við hæfi, aðlaga störf að einstaklingum eða aðlaga vinnuaðstæður voru því áskoranir.“ 48 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.