Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 49

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 49
AÐSEND GREIN stuðnings í starfi eða umburðarlyndis vegna misjafnrar vinnugetu frá degi til dags. Að síðustu má nefna að það gat verið flókið að átta sig á skipulagi opinbera kerfisins og hlutverkum ólíkra fagmanna og stofnana og gat það skapað álag á stjórnendur í ráðningarferlinu. Helstu hindranir sem fram komu meðal stjórnenda til að ráða starfs- fólk með skerta getu í vinnu var launakostnaður ef ráðningin svaraði ekki kröfum um arðsemi eða lágan rekstrarkostnað. Þá kom einnig fram það viðhorf að stjórnendur teldu að starfskraftur með skerta starfsgetu stæði ekki undir kröfum um framleiðni og því fylgdi kostnaður af ráðningu. Önnur sjónarmið voru þau að stjórn- endur gátu séð það sem aukið álag fyrir starfsmannahópinn að ráða einstakling sem ekki væri hægt að treysta á að skilaði jöfnu framlagi á við aðra þar sem það legði aukið álag á starfsmannahópinn. Þá kom einnig fram að vinnustaðir gætu ekki skapað sveigjanleika fyrir einstaklinga með skerta getu eins og til dæmis að ráða í hlutastarf og aðlaga störf að þörfum einstaklinga. Helstu áherslur til úrbóta Af þessu má sjá að það eru ýmsir hvatar fyrir hendi á vinnumarkaði til að ráða starfsfólk með skerta starfsgetu. Stjórnendur sem hafa reynslu af ráðningu líta svo á að um tækifæri sé að ræða bæði fyrir vinnustaðinn og fyrir starfsmanninn þannig að ávinningur er gagnkvæmur. Einnig sjá stjórnendur að þannig geti þeir sýnt samfélagslega ábyrgð. Opinber styrkur í formi greiddra launa til að auðvelda ráðningu ber árangur. Þó ekki komi ávallt til fastráðningar í kjölfar vinnusamnings fær starfsfólk reynslu sem gæti nýst við ráðningu á nýjum vinnustað. Þrátt fyrir að slíkir styrkir ýti undir ráðningar eru þeir ekki óumdeildir og spurningar hafa vaknað um áhrif þeirra á sjálfsskilning starfsfólks sem þeirra njóta. Áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir snúa einnig að því að þjónusta opinbera kerfisins er ekki með öllu aðgengileg. Þar kemur til að ekki er nægilega skýrt hvernig þjónustan frá hinu opinbera fer fram, ýmsir aðilar koma að málum og flækjustigið getur orðið fjötur um fót. Því er mikilvægt að bæta úr skipulagi þjónustu innan opinbera kerfisins og kynna hana vel til stjórnenda þannig að þjónusta þess sé sem aðgengilegust. Stjórnendur standa einnig í vanda þegar kemur að aðlögun starfsfólks að starfi og starfsaðstæðum. Hér kemur í ljós að þegar unnið hefur verið að því að skapa heilsusamlegt vinnuumhverfi með vellíðan starfsfólks að leiðarljósi, ganga ráðningar starfs- fólks með skerta starfsgetu betur fyrir sig. Hvers kyns fræðsla um vinnuvernd og aðlögun til stjórnenda er því líkleg til að skila árangri. Í því sambandi má nefna að jákvæð skref hafa verið stigin með viljayfirlýsingu VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins um samstillt átak til heilsueflingar á vinnustöðum sem og verkefninu Velvirk sem sömu stofnanir ásamt Velferðarráðuneytinu standa að og stuðlar að vitundarvakningu og miðlar fræðsluefni um aukna vellíðan í vinnu. Rannsóknin sýndi jafnframt að fyrirfram gefnar hugmyndir um minni afköst og framleiðni einstaklinga með skerta getu eru til staðar og geta komið í veg fyrir að stjórnendur hugleiði ráðningu. Á þessum þætti þarf jafnframt að vinna enda hafa erlendar rannsóknir sýnt að hópur einstaklinga með skerta starfsgetu er á heildina ekki eftirbátur annarra þegar kemur að afköstum og mætingum þegar þeim eru falin störf við hæfi. Heimildir 1. Wadell, G. og Burton, A. K. Is work good for your health and well-being? London: TSO; 2006. 2. Saunders, S. L. og Nedelec, B. What work means to people with work disability: A scoping review. Journal of Occupational Rehabilitation 2014; 24(1): 100-110. doi:10.1007/s10926-013-9436-y 3. Hocking, C. Contribution of Occupation to Health and Well-Being. Í B.A.B Schell og G. Gillen ed. Willard and Spackman´s Occupational Therapy (13. útg.). Philadelphia: Wolters Kluwer; 2019: 113- 123. 4. World Health Organization. Alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu: ICF: Stutt útgáfa. Akureyri: Háskólinn á Akureyri; 2015. 5. Prins, R. Sickness absence and disability: An international perspective. Í Loisel, P og Anema J. R. ed. Handbook of work disability: Prevention and management. New York: Springer; 2013: 3-14. 6. Hagstofa Íslands. Staða örorkulífeyrisþega á vinnumarkaði; 2019. https://hagstofa.is/ utgafur/frettasafn/vinnumarkadur/oryrkjar-a- islenskum-vinnumarkadi/ 7. Kolbeinn H. Stefánsson. Fjöldaþróun örorkulífeyrisþega á Íslandi 2008-2030; 2019. https://www.obi.is/static/files/skjol/ pdf-skyrslur/2019-09-sky-rsla-fjo-ldathro-un- o-bi-khs-utg-1.pdf 8. Alþýðusamband Íslands. Fötlunarstjórnun á vinnustað: Viðmiðunarreglur ILO [Alþýðusamband Íslands þýddi]; 2003. https://www.asi.is/media/6366/samsett_ prufa.pdf 9. Clayton, S., Barr, B., Nylen, L., et al. Effectiveness of return-to-work interventions for disabled people: A systematic review of government initiatives focused on changing the behaviour of employers. European Journal of Public Health 2011; 22(3): 434- 439. doi:10.1093/eurpub/ckr101 10. Vornholt, K., Villotti, P., Muschalla, B. et al, Disability and employment - overview and highlights. European Journal of Work and Organizational Psychology 2018; 27(1): 40- 55. doi:10.1080/1359432X.2017.1387536 11. Vinnumálastofnun, e.d. https://www. vinnumalastofnun.is/atvinnurekandi/ vinnusamningar-oryrkja/upplysingar-til- atvinnurekanda 12. VIRK. Ársrit um starfsendurhæfingu 2019 (VIRK atvinnutenging: Til vinnu á ný, bls. 14-17) 2019. https://www.virk.is/static/files/ arsrit-virk-2019-netutagafa.pdf 13. Angelov, N. og Eliason, M. Wage subsidies targeted to jobseekers with disabilities: Subsequent employment and disability retirement. IZA Journal of Labor Policy 2018; 7(1): 1-37. doi:10.1186/s40173-018- 0105-9 14. Vooijs, M., Leensen, M. C. J., Hoving, J. L. et al. Interventions to enhance work participation of workers with a chronic disease: A systematic review of reviews. Occupational and Environmental Medicine 2015; 72(11): 820-826. doi:10.1136/ oemed-2015-103062 15. Gewurtz, R. E., Langan, S. og Shand, D. Hiring people with disabilities: A scoping review. Work 2016; 54(1): 135-148. https:// doi.org/10.3233/wor-162265 16. Ju, S., Roberts, E. og Zhang, D. Employer attitudes toward workers with disabilities: A review of research in the past decade. Journal of Vocational Rehabilitation, 2013; 38(2): 113-123. doi:10.3233/JVR-130625 17. Lindsay, S., Cagliostro, E., Albarico, M. et al. A systematic review of the benefits of hiring people with disabilities. Journal of Occupational Rehabilitation 2018; 28(4): 634-655. doi:10.1007/s10926-018-9756-z 18. Velferðarráðuneytið. Atvinnuþátttaka fólks með skerta starfsgetu: Unnið fyrir Velferðarráðuneytið. 2018. https:// www.stjornarradid.is/lisalib/getfile. aspx?itemid=178632d4-7331-11e9-943d- 005056bc4d74 19. Hulda Þórey Gísladóttir, Ásta Snorradóttir og Kristjana Fenger. Atvinnuþátttaka fólks með skerta starfsgetu: Sjónarhorn stjórnenda á vinnumarkaði. Iðjuþjálfinn 2020; 41(1): 16-23. 49virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.