Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 53

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 53
AÐSEND GREIN fólk á erfiðara með að sækja sér þjónustu en ella. Fólki sem líður verulega illa gengur misvel að yfirstíga þær hindranir sem eru í kerfinu okkar og enn eru, því miður, til staðar fordómar gagnvart geðrænum vanda sem nær örugglega stoppar marga af við að sækja sér þá aðstoð sem þeir hefðu annars gagn af. Hópur fólks glímir einnig við vanda sem telst vægur og fær því ekki forgang í geðheilbrigðiskerfinu en margt af því fólki gæti engu að síður nýtt sér leiðir og aðferðir til að bæta líðan sína og lífsgæði. Þannig mætti jafnvel fyrirbyggja um leið að vandi þeirri þróist í alvarlegri átt. Það eru því fjölmargar ástæður fyrir því að svokölluð net- og fjarúrræði hafa rutt sér til rúms og munu líklega halda áfram að gera það. Heimsfaraldur af völdum Kórónaveiru hefur einnig ýtt enn frekar undir þá hugsun að netið og tæknina megi nýta mun betur en nú er gert á þessu mikilvæga sviði. Rannsóknir á úrræðum Í grófum dráttum má skipta fjar- og net- úrræðum í tvo meginflokka, sjálfshjálpar- úrræði (með eða án lágmarksstuðnings frá meðferðaraðila) annars vegar og meðferðar- úrræði (sem eru nær alltaf með stuðningi frá meðferðaraðila) hins vegar. Úrræði sem teljast til sjálfshjálpar eru oftar en ekki í formi námskeiða sem gjarnan eru sett fram með myndböndum, texta og verkefnum til að kenna vissa meðferðarleið eða til að hjálpa með vissan afmarkaðan vanda, frekar en endilega að meðhöndla geðraskanir sem mæta læknisfræðilegum greiningarskilmerkjum. Ýmsar rannsóknir eru til sem benda til að úrræði af þessum toga geti reynst verulega gagnleg, sérstaklega við vægari vanda. Hér má nefna dæmi um rannsóknir á úrræðum sem ætluð eru til að hjálpa fólki með verkjavandamál5, að hætta að reykja6 og að taka upp heilsusamlegri lífsstíl7. Stærsta áskorun úrræða af þessu tagi er að vísbendingar eru um að margir sem byrji á sjálfshjálparnetnámskeiðum klári þau ekki eða fylgi ekki að öllu leyti leiðbeiningum námskeiðsins8. Þó má draga úr þessu vandamáli verulega með ein- földum aðgerðum, til dæmis með því að senda þátttakendum reglulega tölvupósta til áminningar9. Töluvert af rannsóknum hafa kannað hvernig megi koma gagnreyndri sálfræðimeðferð til skila með aðstoð stafrænnar tækni. Þessar rannsóknir, sérstaklega þær sem snúa að hagnýtingu hugrænnar atferlismeðferðar með tæknilausnum, ná aftur um 20 ár og teljast því varla lengur nýjar. Ef til vill er merkilegasta niðurstaða þessara rannsókna sú að heilt yfir virðist vel framkvæmd net- og fjarmeðferð ekki skila minni árangri en hefðbundin sálfræðimeðferð sem fer fram augliti til auglitis10,11. Það er bæði merkilegt og mikilvægt að vita að gagnreynd og góð meðferð virkar líka yfir netið. Það bendir til að mikil sóknarfæri séu til staðar þegar kemur að því mikilvæga verkefni að auka aðgengi almennings að sálfræðimeðferð. Einnig eru í þróun aðferðir og tæknilausnir sem hafa það að markmiði að hreinlega bæta meðferð og gera hana hagkvæmari í framkvæmd. Sem dæmi má nefna rannsóknir þar sem sýndarveruleiki (Virtual Reality) er notaður til að hjálpa fólki að takast á við sértæka fælni eða mikinn kvíða við ákveðnar aðstæður, svo sem fyrir börn sem þurfa að bera vitni í sakamáli í réttarsal12. Önnur leið er að nota farsímaöpp til að styðja við meðferð á milli meðferðartíma. Þá skráir fólk hjá sér líðan sína, fær áminningar um æfingar og heimaverkefni á milli tíma og skráir hjá sér hvernig æfingar gengu og meðferðaraðili getur fylgst með í rauntíma og brugðist fljótt við spurningum13. Eðlilega hafa spurningar vaknað um hvort samband skjólstæðings og meðferðaraðila, sem vitað er að skiptir máli fyrir gagnsemi meðferðar, sé ekki slakara þegar öll sam- skipti fara fram í gegnum netið. Þetta hefur verið töluvert kannað og niðurstaðan er sú að meðferðarsambandið er almennt álíka gott í netmeðferð og í annarri meðferð, sem styrkir enn frekar stöðu þessara úrræða14. Lifðu betur Fyrir nokkrum árum var undirritaður að störfum sem klínískur sálfræðingur á Austurlandi. Á þeim tíma var staða geð- heilbrigðismála í fjórðungnum þannig að tveir öflugir sálfræðingar voru starfandi við sérfræðiþjónustu skóla, einn til tveir sál- fræðingar komu frá Reykjavík á nokkurra vikna fresti og einn til tveir geðlæknar gerðu slíkt hið sama. Þetta var sú þjónusta sem í boði var fyrir um það bil 12 þúsund manna samfélag sem dreifðist yfir tæplega 23.000 ferkílómetra svæði. Biðlistar voru eðlilega langir og þjónustan oft ekki eins og best var á kosið. Á sama tíma voru að birtast tölur sem sýndu fram á að við Íslendingar notuðum meira af kvíða-, svefn- og þunglyndislyfjum en hin Norðurlöndin og tölurnar fyrir Austurland voru hærri hvað þetta varðaði en tölurnar á landsvísu15, 16. Því miður komu þessar tölur ekki sérstaklega á óvart, eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu á þessu stóra (og oft illfæra) landsvæði var mun meiri en framboðið og þau úrræði sem í raun voru mest aðgengileg fyrir flesta voru lyf. Nú er mikilvægt að taka fram að lyf eru oft góður kostur í meðferð sálmeina en rannsóknir sýna að við vægum til miðlungs alvarlegum vanda er sálfræðimeðferð áhrifaríkari og hagkvæmari og í alvarlegri tilfellum er blönduð meðferð lyfja og sál- fræðimeðferða oftast talinn besti kostur17. Við þessar aðstæður austur á landi kviknar hugmyndin að Lifðu betur, sjálfshjálpar- námskeiði á netinu sem er ódýrt, einfalt og aðgengilegt öllum með nettengingu. Lifðu betur er byggt á ACT (Acceptance and Commitment Therapy) sem við sem að verkefninu stöndum þýðum sem sáttar- og atferlismeðferð18. Við völdum ACT af því að við töldum að það væri meðferð sem hentaði sérlega vel að setja upp sem netnámskeið, okkur fannst full ástæða til að koma ACT meira á framfæri hérlendis og að búa til meðferðarefni á íslensku, við töldum líklegt að svipað námskeið byggt á hefðbundinni hugrænni atferlismeðferð væri væntanlegt frá öðrum aðilum og við vildum bjóða valkost við það. Nýleg samantektarrannsókn hefur sýnt fram á að ACT netmeðferðir eru gagnlegar við fjölmörgum geðrænum vandamálum, þær gagnast mörgum ólíkum hópum fólks og árangurinn af Við þessar aðstæður austur á landi kviknar hugmyndin að Lifðu betur, sjálfshjálparnámskeiði á netinu sem er ódýrt, einfalt og aðgengilegt öllum með nettengingu.“ 53virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.