Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Síða 59
VIRK
Ef það er eitthvað sem árið 2020 hefur kennt
okkur þá er það mikilvægi þess að vera alltaf
tilbúin til að hugsa hlutina upp á nýtt. Það er
ekkert meitlað í stein og þegar við erum tilbúin
að hugsa út fyrir kassann finnast oft nýjar leiðir
og í sumum tilvikum eru þær jafnvel árangurs-
ríkari en þær gömlu.“
ICF flokkunarkerfi WHO um færni, fötlun
og heilsu. Starfsendurhæfingin tekur mið
af færniskerðingu og heilsu einstaklingsins
og er ICF flokkunarkerfið nýtt til þess að
fá heildræna sýn á heilsubrest hvers og
eins. Tekið er tillit til persónutengdra þátta,
sjúkdómsgreiningar, umhverfis, andlegrar
heilsu, líkamlegrar virkni, þátttöku og
athafna einstaklings.
Á mynd 3 má sjá hvernig úrræðum
í starfsendurhæfingu er skipt niður í
þrep sem taka mið af áhrifum á færni til
atvinnuþátttöku. Skýrivísar í ICF flokkunar-
kerfinu eru nýttir til þess að flokka úrræðin
í rétt þrep sem taka mið af hindrun á
færni til atvinnuþátttöku. Fagaðilar í
starfsendurhæfingu styðjast við klínískar
leiðbeiningar í meðferðum og viðurkennd
mælitæki eru nýtt til að meta árangur í
starfsendurhæfingunni þar sem það á við.
Unnið hefur verið að því í nokkur ár hjá
VIRK að þrepaskipta úrræðum með það
að markmiði að starfsendurhæfingin
sé við hæfi hvers og eins. Á árinu 2020
fór fram gagnger endurskoðun á starfs-
endurhæfingarlíkani VIRK og verður ný
uppfærsla þess tekin í notkun á árinu
2021. Framundan eru kynningar á
breytingunum fyrir þjónustuaðila VIRK en
þeir eru mikilvægir samstarfsaðilar í teymi
einstaklinga í starfsendurhæfingu.
Úrræðasvið VIRK
Á úrræðasviði starfa Ásta Sölvadóttir, Anna
Lóa Ólafsdóttir, Freyja Lárusdóttir og Fjalar
Þorgeirsson. Stærstu verkefni sviðsins
þessa dagana eru þrjú stór verkefni
sem koma til með að gera þjónustu
við einstaklinga enn skilvirkari og betri.
Verkefnin eru:
1. Þrepaskipting þjónustu, þjónustuleiðir,
úrræði og tímamörk.
2. Skilgreining hópa í þjónustu,
þjónustuframboð og árangur fyrir
hópa.
3. Samstarf við þjónustuaðila vegna
úrræða aukið m.a. með meiri fræðslu
og þjálfun. Þróa betra mat á árangri í
úrræðum í samstarfi við þjónustuaðila.
Ef það er eitthvað sem árið 2020 hefur
kennt okkur þá er það mikilvægi þess að
vera alltaf tilbúin til að hugsa hlutina upp á
nýtt. Það er ekkert meitlað í stein og þegar
við erum tilbúin að hugsa út fyrir kassann
finnast oft nýjar leiðir og í sumum tilvikum
eru þær jafnvel árangursríkari en þær gömlu.
Hvort sem við erum að tala um
TEAMS, ZOOM, grímufundi, fjarráðgjöf,
fjarúrræði, útileikfimi, náttúruhreyfingu,
heimalíkamsrækt, jóga á netinu o.fl. þá
hefur úrræðaflóran hjá VIRK líklega aldrei
verið fjölbreyttari. Landsbyggðin hefur fagn-
að þessu og ráðgjafar þar talað um að líklega
hafi aldrei verið jafn fjölbreytt úrræði í boði
og sl. vetur. Lærdómur tvö er því líklega; fátt
er svo með öllu illt að ei boði gott.
59virk.is