Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Qupperneq 61

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Qupperneq 61
 VIÐTAL „Ég dvaldi um tíma í Kína í tengslum við MBA-nám mitt. Ég á ættleidda dóttur frá Kína og við fjölskyldan vildum kynnast menningu, samfélagi og sögu þar,“ segir Ingibjörg. Fyrir áttu hún og maður hennar einn son. Guðbjörg og hennar maður eiga þrjá syni. Þær geta þess að vel hafi tekist til við að flétta saman starf og einkalíf. Guðbjörg er iðjuþjálfi og lærði sitt fag í Álaborg í Danmörku. „Á þeim tíma var ekki byrjað að kenna iðjuþjálfun á Íslandi. Að námi loknu starf- aði ég sem iðjuþjálfi í Álaborg og í Kaup- mannahöfn. Iðjuþjálfun hjálpar fólki meðal annars að finna styrkleika sína. Ég er líka jógakennari og hef eftir að heim til Íslands kom unnið við endurhæfingu og ráðgjöf í heilbrigðisgeiranum,“ bætir hún við. Námskeiðin samsett úr þremur þáttum Hvernig er háttað samstarfi ykkar við VIRK? „Þjónustuþegar frá VIRK hafa sótt nám- skeiðin okkar þar sem sameinaðar eru kenningar og hugmyndafræði um betri líðan meðal annars í nánari tengslum við náttúruna. Við töldum að námskeið okkar gæti nýst fólki sem er að upplifa álag og streitu til þess að efla lífsgæði þess. Þannig gæti það ígrundað eigið líf og tilfinningar og fengið verkfæri til þess að vinna með. Upphaf hvers þriggja klukkustunda náms- dags hefst á fræðslu og áherslu á það sem við gerum þann dag. Við ræðum praktísku atriðin og hugmyndafræðina á bak við þau. Síðan förum við út í kyrrðargöngu. Þegar við komum til baka þá er leidd djúpslökun. Þessum þremur þáttum er ætlað að hlúa að lífsgæðum og daglegu lífi þátttakenda.“ Gakktu með sjó og sittu við eld Hvernig hefur það gengið? „Námskeiðin okkar hafa spurst vel út. Við leggjum okkur fram um að þátttakendur tengi við eigið innsæi og skoði tilfinningar sínar. Við álag og streitu getum við orðið dálítið viðskila við okkar innra líf. Á nám- skeiðum okkar gefum við sem sagt rými til að staldra við svo þátttakendur geti skoðað það sem inni fyrir býr. Þetta er auðvitað gömul viska. „Gakktu með sjó og sittu við eld,“ kvað völvan forðum. Við vitum þetta flest en þurfum að rifja þetta upp þegar álagið er mikið og við verðum tilfinningalega dofin eða óróleg.“ Hvað einkennir þá sem koma til ykkar frá VIRK? „Þeir eiga það flestir sameiginlegt að upp- lifa streitu og kvíða þótt streituvaldarnir sé ólíkir. Þátttakendur á námskeiðum okkar kynnast og við hlúum að heilandi og nær- andi rými sem gefur ró og öryggi. Ætli fólk að ígrunda eigið líf þarf það að finna til öryggis í umhverfinu. Við leiðum þetta ferli á mildan hátt. Miklu skiptir að fólki líði vel hér og við gerum það sem við getum til að svo verði í orði sem á borði.“ Eruð þið þess vegna með svona mikið af blómum og jarðefnum? „Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að það hefur róandi og heilandi áhrif að hafa náttúruna innandyra í formi jurta og jarð- efna. Ég er mikil blómamanneskja og sé um að vökva,“ segir Guðbjörg og brosir. „Að vinna með fólki úti í náttúrunni er hluti af okkar bakgrunni hvað reynslu varðar,“ segir Ingibjörg. Hún kveðst vera alin upp á Ströndum þar sem fjaran er full af rekavið. Þessa sér stað í salnum þar sem námskeiðin umræddu fara fram að hluta. „Við viljum leggja áherslu á víða skírskotun, þannig er nafnið á fyrirtækinu okkar til- komið, Saga Story House. Við höfum svo lengi unnið með lífssögur fólks á ólíkum ævi- skeiðum,“ segir Ingibjörg. Guðbjörg kinkar kolli samsinnandi. Báðar hafa þær mikla reynslu af störfum í heilbrigðisgeiranum, jafnt með ungum sem öldnum. Náttúran hinn stóri skóli og mikla ástríða Aðspurðar segjast þær Guðbjörg og Ingibjörg hafa kynnst í öldrunarþjónustu Garðabæjar. „Við vorum saman að leiða uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis og nýrrar dagþjálfunar. Báðar höfum við líka unnið með unglingum, meðal annars á BUGL – Barna og unglinga- geðdeild LSH,“ bæta þær stöllur við. Skiptið þið með ykkur verkum í fyrirtækinu? „Við getum gengið í öll verk en höfum samt þróað ákveðna verkaskiptingu. Ingibjörg leiðir göngur úti í náttúrunni en ég leiðbeini í djúpslökun sem er hluti af námskeiðum okkar. Þau eru sem fyrr greindi saman sett úr þremur þáttum, fyrst eru fyrirlestrar, svo göngur úti við og loks djúpslökun eftir að inn er komið. Hvert námskeið er átta sinnum þrjár klukkustundir,“ segir Guðbjörg. Þær Ingibjörg og Guðbjörg eru innilega sammála um að náttúran sé hinn stóri skóli og þeirra mikla ástríða. Í upphafi segjast þær stöllur ekki hafa talið líklegt að námskeiðin yrðu nema að sumarlagi. En annað kom á daginn. Áhugi fólks á námskeiðunum leiddi til þess að þau standa allt árið og einnig kom fljótt fram áhugi á framhaldsnámskeiðum. „Í öldrunarþjónustu Garðabæjar leiddum við Guðbjörg líka starfsemi í heimaþjónustu og félagsstarfi. Ég vann sem framkvæmdastjóri í öldrunarþjónustunni og Guðbjörg sem iðjuþjálfi. Við áttum gott samstarf á þessum Þátttakendur á námskeiðum okkar kynnast og við hlúum að heilandi og nærandi rými sem gefur ró og öryggi. Ætli fólk að ígrunda eigið líf þarf það að finna til öryggis í umhverfinu. Við leiðum þetta ferli á mildan hátt.“ 61virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.