Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Qupperneq 63

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Qupperneq 63
 VIÐTAL vettvangi og dönsuðum á sömu línu hvað hugmyndafræði snertir. Þessi margra ára jákvæða samvinna leiddi til þess að Guðbjörg sendi mér frétt í tölvupósti varð- andi St. Jósepsspítala sem þá var verið að enduropna. Í umræddri frétt kom fram að Hafnarfjarðarbær væri að gera upp þetta sögufræga hús með það að markmiði að koma upp svonefndu Lífsgæðasetri – klasasetri aðila sem væru að vinna að bættum lífsgæðum fólks frá vöggu til grafar,“ segir Ingibjörg. Skoða áhrif skynjunar á lífsgæði „Við sáum í Lífsgæðasetrinu einstakt tæki- færi til að stofna saman fyrirtæki,“ segir Guðbjörg. „Við höfðum báðar nokkra reynslu af fyrirtækjarekstri. Mánuði síðar höfðum við sagt upp störfum okkar og teknar til við að byggja upp fyrirtækið Saga Story House. Þetta gerðist árið 2018. Við fengum dásamlega aðstöðu á St. Jósepsspítala. En þegar kórónuveirufaraldurinn skall á þurftum við aukið pláss til þess að geta tekið á móti fleirum og jafnframt gætt sóttvarna. Þess vegna leituðum við nýrrar aðstöðu og fengum inni hér.“ Það er ekki ofsögum sagt að rúmt er í salnum á efri hæðinni að Flatahrauni 3. „Við höfum hannað innréttingar og búnað í samræmi við kynni okkar á því hve skipulag og hönnun skiptir miklu máli í umhverfi fólks. Við skoðuðum áhrif skynjunar á lífsgæði og hlustuðum á sögur sem fólkið á hjúkrunarheimilinu í Garðabæ sagði okkur. Við urðum vitni að ýmsu sem snertir áhrif náttúrunnar á líðan fólks. Til dæmis því þegar gömul kona fór út daglega til að strjúka klöpp sem er í garðinum. Við sáum líka hve miklu skipti að komast út á stórar svalir, hafa gott aðgengi út í garðinn, finna rigninguna á andlitið og snjóinn, finna lykt af nýslegnu grasi og þar fram eftir götunum. Að hafa blóm í vasa er góð og hlýleg skynjun. Bara það að koma með blóm og rekavið inn á hjúkrunarheimilið gladdi fólkið. Við höfum nýtt þessa reynslu á námskeiðum okkar,“ segir Ingibjörg. Hin eðlislæga þörf fyrir tengingu við náttúruna Hefur fólk sem kemur til ykkar frá VIRK misst þessa skynjun að einhverju leyti? „Almennt er fólk nútímans ekki eins tengt náttúrunni og áður gerðist, það á við um okkur flest,“ segir Guðbjörg. „Við höfum eðlislæga þörf fyrir tengingu við náttúruna, slíkt er í genum mannsins. Þetta er vissulega gömul viska en ný vísindi – við erum að gera okkur grein fyrir að streita er mikil heilsuvá. Við þurfum að skoða hvað veldur. Er það tæknin? Er það hraðinn í nútímasamfélagi? Í rauninni hefur líkaminn alla burði til að heila sig sjálfur en við þurfum að skapa honum umhverfi til þess. Á námskeiðum okkar veltum við fyrir okkur mikilvægum spurningum og veitum fólki þá reynslu að fara út í náttúruna og þiggja þá næringu sem það umhverfi getur gefið. Síðan hjálpar djúpslökunin til,“ bætir hún við. Er eitt námskeið í átta lotum nógu langur tími til að ná árangri í þessum efnum? „Mjög fljótt urðum við varar við eftirspurn eftir framhaldsnámskeiðum og brugð- umst við henni. Nú erum við með jafn langt framhaldsnámskeið eins og byrjunar- námskeið eða tuttugu og fjórar klukkustundir hvort námskeið,“ segir Ingibjörg. Markmið rannsóknar að skoða streitulosun náttúrunnar Hvað varð til þess að gerð var rannsókn á námskeiði ykkar hjá Háskóla Íslands? „Við höfum eigin matslista þar sem við met- um árangur þátttakenda á námskeiðum okkar. En okkur fannst líka áhugavert að athuga hvort fólk gæti yfirfært reynslu af námskeiðunum á daglegt líf sitt. Við leituðum því til Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og könnuðum áhuga á að slík rannsókn yrði gerð. Í framhaldi af því varð til meistaraverkefni Berglindar Magnúsdóttur í félagsráðgjöf. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort náttúrulegt umhverfi hefði streitulosandi áhrif á fólk. Við báðum sérstaklega um að náttúrutengingin yrði skoðuð. Slík varð svo áhersla rannsóknarinnar hjá HÍ. Eins voru rannsökuð gæði námskeiðsins í heild. Þátttakendur í þessari rannsókn komu allir hingað til okkar frá VIRK,“ segir Guðbjörg. „Erlendis hefur orðið mikil vitundarvakning í þessum efnum. Í æ ríkari mæli hefur fólk áttað sig á þeim styrk sem náttúran getur gefið. Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir hér á áhrifum náttúrunnar á líðan fólks. Og við vitum ekki til að önnur rannsókn en þessi hafi verið gerð á samspili náttúru og streitu varðandi líðan fólks,“ segir Ingibjörg. Niðurstaða rannsóknar gleðilega í samræmi við væntingar Þær Guðbjörg og Ingibjörg segjast mjög þakk- látar fyrir þetta meistaraverkefni Berglindar og geta þess jafnframt að rannsókn hennar hafi verið bæði eigindleg og megindleg. „Í umræddri rannsókn voru lagðir fyrir þátt- takendurna frá VIRK spurningalistar og tekin við þá djúpviðtöl. Viðtölin voru hin eigindlega rannsókn. Megindlega rannsóknin fól í sér meðhöndlun á tölulegum gögnum. Þess ber að geta að í rannsókn þessari voru einnig lagðar spurningar fyrir aðstandendur þátt- takenda. Niðurstöður rannsóknarinnar – „Náttúran græðir og grætur með mér“. Áhrif náttúrunnar á streitu – má finna á vef Skemmunnar. Niðurstaða rannsóknar Berglindar reyndist sú að dvöl í náttúrunni undir faglegri leiðsögn leiðbeinanda hafi streitulosandi áhrif – nokkuð sem gladdi okkur mjög,“ segja þær Guðbjörg og Ingibjörg og bæta við að sú niðurstaða hafi reyndar verið í samræmi við væntingar þeirra og reynslu. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mynd: Lárus Karl Ingason Við höfum eðlislæga þörf fyrir tengingu við náttúruna, slíkt er í genum mannsins. Þetta er vissulega gömul viska en ný vísindi – við erum að gera okkur grein fyrir að streita er mikil heilsuvá. Við þurfum að skoða hvað veldur. Er það tæknin? Er það hraðinn í nútímasamfélagi?“ 63virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.