Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 66

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 66
ráðgjafinn minn gerðist minn málsvari og aðstoðaði mig við að hugsa um sjálfa mig en ekki deildina – eða setja þarfir allra í fjölskyldunni á undan mínum. Ég skildi að ég þurfti að setja mig í fyrsta sæti til að ná að sinna þeim verkefnum í lífinu sem ég vil sinna af heilindum. Einnig bjargaði það stoðkerfi mínu talsvert að ráðgjafinn sendi mig til sjúkraþjálfara sem hefur hjálpað mér hvað mest við að koma líkamanum í lag. Af öllum þeim sjúkraþjálfurum sem ég hef kynnst um ævina er hann hreinlega bestur. Ég fer ennþá til hans þótt ég sé nú flutt á Skagaströnd og vinni þar sem stendur sem aðstoðarhjúkrunarforstjóri.“ Sagði grátandi upp vinnu á hjartadeildinni Hvernig var að flytja á gömlu heimaslóðirnar? „Beinlínis ævintýri líkast. Það byrjaði sem fyrr sagði með að maðurinn minn fékk vinnu fyrir norðan sem hann er mjög ánægður með. Foreldrar mínir og systir mín búa á Skagaströnd. Ég sá, eftir að hafa farið á fyrirlestur um kulnun, að ég þyrfti að stokka upp tilveru mína. Mér vitraðist að hið rétta fyrir mig væri að flytja norður alfarin og taka þannig ábyrgð á eigin heilsu og einfalda hlutina. Ég lærði hjá VIRK að enginn getur hjálpað manni til sjálfsábyrgðar nema maður sjálfur. VIRK gaf mér tæki og tól til þess að taka þá ákvörðun að láta einskis ófreistað til að ná heilsu. Þetta var ekki átakalaus ákvörðun. Ég sagði grátandi upp vinnu minni á hjartadeild 14EG. Þar var ég hluti af frábæru teymi sem ég get ekki annað en saknað. Ég get enn tárast þegar ég hugsa til vina minna á deildinni, þess frábæra starfsfólks og snillinga í sinni grein. Þó ég segi sjálf frá þá var ég nokkuð góður hjartahjúkrunarfræðingur. Það hlutverk var sterkur þáttur í sjálfsmynd minni og er raunar enn. En maður verður oft að taka erfiðar ákvarðanir í þessu lífi og ég tel að ég hafi gert hið rétta fyrir heilsu mína og fjölskyldu.“ Tilveran núna er bara frábær Hvernig er þá staðan núna? „Ég er enn að jafna mig eftir kulnunarástand en er þó sem betur fer orðin nánast heil heilsu. Ég þarf þó að minna mig á að fara ekki fram úr sjálfri mér og hugsa vel um líkamann. Fyrir norðan er allt miklu auðveldara fyrir mig. Öldrunarheimilið þar sem ég vinn núna er á bak við húsið okkar. Niðurstaðan varð að ég fékk líf mitt aftur og tól til að takast á við streituþætti ef þeir koma upp. Ég sé hlutina í allt öðru ljósi og lít mjög jákvæðum augum fram á við og hef í handraðanum allt það sem VIRK kenndi mér.“ Við hjónin búum í sama húsi og foreldrar mínir og fáum mikla aðstoð með börnin. Ég er eina mínútu að ganga til vinnu, tvær mínútur að fara í leikskólann með yngri dótturina og þrjár mínútur að fara með eldri stelpuna í skólann. Börnin mín blómstra og ekki síður við foreldrarnir í þessu frábæra samfélagi. – Ekki skaðar að ég fæ hærri laun fyrir norðan en á hjartadeildinni. Eiginmaður minn er sömuleiðis harð- ánægður með þessi umskipti þannig að staðan mín í tilverunni er bara frábær. Ég er afskaplega fegin að hafa leitað til VIRK þótt mér fyndist í upphafi að ég ætti ekki heima í slíkri þjónustu. Niðurstaðan varð að ég fékk líf mitt aftur og tól til að takast á við streituþætti ef þeir koma upp. Ég sé hlutina í allt öðru ljósi og lít mjög jákvæðum augum fram á við og hef í handraðanum allt það sem VIRK kenndi mér.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mynd: Lárus Karl Ingason 66 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.